Gísli: Á skalanum 1-10 var þetta 9,9 Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. september 2014 19:17 Gísla Sveinbergssyni, hinum bráðefnilega 17 ára gamla kylfingi úr Keili, var fagnað á heimavelli sínum í dag eftir að hann sneri heim með Duke of York-bikarinn. Gísli varð þriðji Íslendingurinn á síðustu fimm árum sem vinnur þetta gríðarlega sterka og virta ungmennamót þar sem aðeins keppa landsmeistarar.Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, hitti Gísla eftir veisluna í Keilishúsinu í dag og spurði fyrst hversu gaman þetta var. „Á skalanum 1-10 var þetta 9,9. Þetta var rosalega gaman. Það er alltaf gaman að spila í Skotlandi. Allir kylfingarnir þarna voru frábærir enda landsmeistarar og að standa uppi sem sigurvegari var geðveikt,“ sagði Gísli, en bjóst hann við sigri? „Gummi [Guðmundur Ágúst Kristjánsson 2010] og Raggi [Ragnar Már Garðarsson 2012] voru búnir að ryðja brautina fyrir migog sýna að þetta er hægt. Ég fór bara inn í vikuna vitandi að ég gæti unnið og svo vann ég.“ „Ég var mjög stöðugur eins og ég hef verið í allt sumar. Ég hitti mikið af brautum og margar flatir, púttin voru góð og allt bara gott,“ sagði Gísli, en hversu hátt stefnir hann? „Ég stefni að því að fara alla leið; eins langt og ég kemst. Ég ætla byrja á því að fara í háskóla og vonandi gerist maður síðan atvinnumaður og kemst inn á einhverja mótaröð.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Golf Tengdar fréttir Gísli vann Duke of York-mótið Hinn bráðefnilegi kylfingur, Gísli Sveinbergsson, gerði sér lítið fyrir og vann hið fræga Duke of York-mót sem fram fór á Royal Aberdeen í Skotlandi. 18. september 2014 14:00 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Gísla Sveinbergssyni, hinum bráðefnilega 17 ára gamla kylfingi úr Keili, var fagnað á heimavelli sínum í dag eftir að hann sneri heim með Duke of York-bikarinn. Gísli varð þriðji Íslendingurinn á síðustu fimm árum sem vinnur þetta gríðarlega sterka og virta ungmennamót þar sem aðeins keppa landsmeistarar.Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, hitti Gísla eftir veisluna í Keilishúsinu í dag og spurði fyrst hversu gaman þetta var. „Á skalanum 1-10 var þetta 9,9. Þetta var rosalega gaman. Það er alltaf gaman að spila í Skotlandi. Allir kylfingarnir þarna voru frábærir enda landsmeistarar og að standa uppi sem sigurvegari var geðveikt,“ sagði Gísli, en bjóst hann við sigri? „Gummi [Guðmundur Ágúst Kristjánsson 2010] og Raggi [Ragnar Már Garðarsson 2012] voru búnir að ryðja brautina fyrir migog sýna að þetta er hægt. Ég fór bara inn í vikuna vitandi að ég gæti unnið og svo vann ég.“ „Ég var mjög stöðugur eins og ég hef verið í allt sumar. Ég hitti mikið af brautum og margar flatir, púttin voru góð og allt bara gott,“ sagði Gísli, en hversu hátt stefnir hann? „Ég stefni að því að fara alla leið; eins langt og ég kemst. Ég ætla byrja á því að fara í háskóla og vonandi gerist maður síðan atvinnumaður og kemst inn á einhverja mótaröð.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Golf Tengdar fréttir Gísli vann Duke of York-mótið Hinn bráðefnilegi kylfingur, Gísli Sveinbergsson, gerði sér lítið fyrir og vann hið fræga Duke of York-mót sem fram fór á Royal Aberdeen í Skotlandi. 18. september 2014 14:00 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Gísli vann Duke of York-mótið Hinn bráðefnilegi kylfingur, Gísli Sveinbergsson, gerði sér lítið fyrir og vann hið fræga Duke of York-mót sem fram fór á Royal Aberdeen í Skotlandi. 18. september 2014 14:00