Sérstaklega talað um rassskellingar þegar barnalögum var breytt Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. september 2014 16:38 Vísir / Samsett mynd Skýr vilji var á Alþingi til þess að láta barnaverndarlög ná yfir og banna hverskonar ofbeldi gagnvart börnum þegar lögunum var breytt árið 2009. Í nefndaráliti sem félags- og tryggingamálanefnd skilaði með frumvarpinu það ár er meðal annars tekið fram að rassskellingar séu ofbeldi. Umboðsmaður barna gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í dag fyrir að fella niður kæru foreldra barns sem var beitt slíku ofbeldi á leikskólanum 101.Talað sérstaklega um rassskellingar „Nefndin leggur áherslu á að með ofbeldi sé einnig átt við andlegar og líkamlegar refsingar og minnir á að barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur skilgreint líkamlegar refsingar sem allar þær refsingar þar sem beitt er líkamlegu valdi með það að markmiði að valda einhverjum sársauka eða óþægindum, sama hversu smávægilegum,“ segir meðal annars í nefndarálitinu um breytingarnar sem gerðar voru á barnaverndarlögunum 2009. „Undir það falli meðal annars að slá barn, þ.m.t. löðrunga, lemja og rassskella, ýmist með hendi eða öðru“.Umboðsmaður gagnrýnir vinnubrögð Í áliti umboðsmanns er ríkissaksóknari og lögregla gagnrýnd fyrir túlkun sína á lögunum. „Í rökstuðningi lögreglustjórans er meðal annars vísað til þess að ekki hafi verið „um að ræða háttsemi sem hafi verið til þess fallin að skaða barnið andlega né líkamlega“,“ segir umboðsmaður í álitinu og bætir við: „Hér virðist lögreglustjórinn því vera vísa til orðalags eldra ákvæðis barnaverndarlaga.“ Barnaverndarlögum var breytt í kjölfar umdeilds dóms Hæstaréttar sem sýknaði mann fyrir að rassskella barn. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að þágildandi lög legðu ekki fortakslaust bann við því að foreldri, eða annar maður með samþykki þess, beiti barn líkamlegum refsingum. Háttsemin væri háð því að slíkt væri til þess fallið að skaða barnið andlega eða líkamlega.Á að ná til alls ofbeldis Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, var formaður félags- og tryggingamálanefndar þegar lagabreytingarnar voru samþykktar. Hún segist ekki þekkja til máls barnsins á 101 leikskóla umfram það sem fram hefur komið í fjölmiðlum en segir lögin hafa átt að ná til alls ofbeldis. „Ég hef ekki lesið þennan úrskurð og veit ekki hvaða rök eru færð fyrir þessu. Ég hef ekki haft tök á að kynna mér málið en það segir sig sjálft að barnaverndarlög eru sett börnum til varnar,“ segir hún aðspurð um hvort það hafi verið vilji löggjöfans að ná til alls ofbeldis. Alþingi Tengdar fréttir Umboðsmaður barna: Hafið yfir skynsamlegan vafa að ómálga barn var beitt ofbeldi Gagnrýnir harðlega ákvörðun lögreglu og ríkissaksóknara að láta kæru foreldra barns á 101 leikskóla falla niður 19. september 2014 13:33 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Skýr vilji var á Alþingi til þess að láta barnaverndarlög ná yfir og banna hverskonar ofbeldi gagnvart börnum þegar lögunum var breytt árið 2009. Í nefndaráliti sem félags- og tryggingamálanefnd skilaði með frumvarpinu það ár er meðal annars tekið fram að rassskellingar séu ofbeldi. Umboðsmaður barna gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í dag fyrir að fella niður kæru foreldra barns sem var beitt slíku ofbeldi á leikskólanum 101.Talað sérstaklega um rassskellingar „Nefndin leggur áherslu á að með ofbeldi sé einnig átt við andlegar og líkamlegar refsingar og minnir á að barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur skilgreint líkamlegar refsingar sem allar þær refsingar þar sem beitt er líkamlegu valdi með það að markmiði að valda einhverjum sársauka eða óþægindum, sama hversu smávægilegum,“ segir meðal annars í nefndarálitinu um breytingarnar sem gerðar voru á barnaverndarlögunum 2009. „Undir það falli meðal annars að slá barn, þ.m.t. löðrunga, lemja og rassskella, ýmist með hendi eða öðru“.Umboðsmaður gagnrýnir vinnubrögð Í áliti umboðsmanns er ríkissaksóknari og lögregla gagnrýnd fyrir túlkun sína á lögunum. „Í rökstuðningi lögreglustjórans er meðal annars vísað til þess að ekki hafi verið „um að ræða háttsemi sem hafi verið til þess fallin að skaða barnið andlega né líkamlega“,“ segir umboðsmaður í álitinu og bætir við: „Hér virðist lögreglustjórinn því vera vísa til orðalags eldra ákvæðis barnaverndarlaga.“ Barnaverndarlögum var breytt í kjölfar umdeilds dóms Hæstaréttar sem sýknaði mann fyrir að rassskella barn. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að þágildandi lög legðu ekki fortakslaust bann við því að foreldri, eða annar maður með samþykki þess, beiti barn líkamlegum refsingum. Háttsemin væri háð því að slíkt væri til þess fallið að skaða barnið andlega eða líkamlega.Á að ná til alls ofbeldis Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, var formaður félags- og tryggingamálanefndar þegar lagabreytingarnar voru samþykktar. Hún segist ekki þekkja til máls barnsins á 101 leikskóla umfram það sem fram hefur komið í fjölmiðlum en segir lögin hafa átt að ná til alls ofbeldis. „Ég hef ekki lesið þennan úrskurð og veit ekki hvaða rök eru færð fyrir þessu. Ég hef ekki haft tök á að kynna mér málið en það segir sig sjálft að barnaverndarlög eru sett börnum til varnar,“ segir hún aðspurð um hvort það hafi verið vilji löggjöfans að ná til alls ofbeldis.
Alþingi Tengdar fréttir Umboðsmaður barna: Hafið yfir skynsamlegan vafa að ómálga barn var beitt ofbeldi Gagnrýnir harðlega ákvörðun lögreglu og ríkissaksóknara að láta kæru foreldra barns á 101 leikskóla falla niður 19. september 2014 13:33 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Umboðsmaður barna: Hafið yfir skynsamlegan vafa að ómálga barn var beitt ofbeldi Gagnrýnir harðlega ákvörðun lögreglu og ríkissaksóknara að láta kæru foreldra barns á 101 leikskóla falla niður 19. september 2014 13:33