Jólin eru komin í Rúmfatalagernum Jakob Bjarnar skrifar 19. september 2014 16:21 Ívar og félagar í Rúmfatalagernum fyrst með jólin þetta árið, og slógu Ikea ref fyrir rass. Jólin eru komin í Rúmfatalagerinn. Verslunarstjóri Rúmfatalagersins á Korputorgi heitir Ívar Þórður Ívarsson og hann er kominn í sannkallað jólaskap, hress og kátur. „Já, við erum fyrst í ár. Það er klárlega þannig. Við ætlum að stilla þessu vel upp, og selja allar gömlu jólavörurnar með 30 prósenta afslætti,“ segir Ívar. Hann segir fólk almennt taki vel í þetta. „En, þeir eru reyndar til sem vilja halda því fram að þetta sé alltof snemmt og láta mann heyra það,“ segir Ívar og er með athyglisverða kenningu varðandi þá sem vilja nöldra vegna þess að jólin séu kynnt alltof snemma til leiks, og það nú strax í september. „Það eru vanalegast þeir sem mest skammast sem svo versla mest. Ætli maður verði ekki svo að skoða þetta, segja þeir eftir skammirnar og svo kaupa þeir.“ Ívar Þórður segir að fram til þessa og oftast sé Ikea fyrst verslana til að bjóða fram jólavarning en nú sé Rúmfatalagerinn fyrstur. Sem og reyndar í fyrra. „Þjófstarta? Jú, kannski. En, nú verður stutt í að þeir setji allt í gang. Menn eru svekktir og vakna upp við vondan draum! Seinnipartinn í næstu viku verða þeir búnir að setja allt í gang,“ segir Ívar og vísar til þeirra sem versla með jólavarning. „Ég held að við séum sterkust á landinu í jólavörum og fólkið er svo ánægt að koma þegar það er búið að breyta þessu. En, svo erum við líka að hjálpa þeim sem vilja ekki eyða öllum peningunum í desember, heldur mjatla þetta út núna; ljós, seríur og kerti. Lýsir svo skammdegið upp. Ég verð kominn með nýjar vöru 14. næsta mánaðar. Þá verða allar þessar vörur farnar og búið og bless, og þá get ég í góðum „fílíng“ tekið yfirvinnu og breytt búðinni minni í sannkallað jólaland,“ segir Ívar Páll: „Gleðileg jól!“ Og jólin, jólin... þau eru kannski ekki allstaðar, nú þegar septembermánuður er liðlega hálfnaður, en þau eru mætt til leiks í Rúmfatalagernum. Jólafréttir Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Jólin eru komin í Rúmfatalagerinn. Verslunarstjóri Rúmfatalagersins á Korputorgi heitir Ívar Þórður Ívarsson og hann er kominn í sannkallað jólaskap, hress og kátur. „Já, við erum fyrst í ár. Það er klárlega þannig. Við ætlum að stilla þessu vel upp, og selja allar gömlu jólavörurnar með 30 prósenta afslætti,“ segir Ívar. Hann segir fólk almennt taki vel í þetta. „En, þeir eru reyndar til sem vilja halda því fram að þetta sé alltof snemmt og láta mann heyra það,“ segir Ívar og er með athyglisverða kenningu varðandi þá sem vilja nöldra vegna þess að jólin séu kynnt alltof snemma til leiks, og það nú strax í september. „Það eru vanalegast þeir sem mest skammast sem svo versla mest. Ætli maður verði ekki svo að skoða þetta, segja þeir eftir skammirnar og svo kaupa þeir.“ Ívar Þórður segir að fram til þessa og oftast sé Ikea fyrst verslana til að bjóða fram jólavarning en nú sé Rúmfatalagerinn fyrstur. Sem og reyndar í fyrra. „Þjófstarta? Jú, kannski. En, nú verður stutt í að þeir setji allt í gang. Menn eru svekktir og vakna upp við vondan draum! Seinnipartinn í næstu viku verða þeir búnir að setja allt í gang,“ segir Ívar og vísar til þeirra sem versla með jólavarning. „Ég held að við séum sterkust á landinu í jólavörum og fólkið er svo ánægt að koma þegar það er búið að breyta þessu. En, svo erum við líka að hjálpa þeim sem vilja ekki eyða öllum peningunum í desember, heldur mjatla þetta út núna; ljós, seríur og kerti. Lýsir svo skammdegið upp. Ég verð kominn með nýjar vöru 14. næsta mánaðar. Þá verða allar þessar vörur farnar og búið og bless, og þá get ég í góðum „fílíng“ tekið yfirvinnu og breytt búðinni minni í sannkallað jólaland,“ segir Ívar Páll: „Gleðileg jól!“ Og jólin, jólin... þau eru kannski ekki allstaðar, nú þegar septembermánuður er liðlega hálfnaður, en þau eru mætt til leiks í Rúmfatalagernum.
Jólafréttir Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira