Enski boltinn

Lampard stöðvaði Chelsea | Sjáðu mörkin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frank Lampard var hetja Manchester City er hann tryggði sínu liði 1-1 jafntefli gegn sínu gamla félagi, Chelsea, í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea hafði ekki tapað stigi á tímabilinu til þessa og komst yfir með marki varamannsins Andre Schürrle á 71. mínútu.

Aðeins fáeinum mínútum áður hafði Pablo Zabalata fengið að líta sitt annað gula spjald í leiknum eftir að hafa tekist á við Diego Costa, sóknarmann Chelsea.

City færði sér liðsmuninn í nyt með því að komast yfir en Eden Hazard lagði boltann fyrir Schürrle sem skoraði af stuttu færi.

Lampard var aðeins búinn að vera inn á vellinum í örfáar mínútur þegar hann skoraði jöfnunarmarkið. James Milner kom boltanum inn í teig fyrir fætur Lampard sem var hárrétt staðsettur og afgreiddi boltann í netið. Hann fagnaði þó ekki markinu gegn hans gamla félagi.

Lampard komst svo nálægt því að skora sigurmarkið í leiknum en skot hans fór í varnarmann. Niðurstaðan var því 1-1 jafntefli en Chelsea er sem fyrr á toppnum, nú með 13 stig. City er í sjötta sæti með átta stig.

Frank Lampard lék með Chelsea frá 2001 til 2014, alls 429 leiki, en í sumar gekk hann til liðs við New York City í Bandaríkjunum. Hann var lánaður til Manchester City á meðan bandaríska deildin er í fríi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×