Ótrúleg endurkoma þegar Leicester skellti Man. Utd. | Sjáðu mörkin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. september 2014 00:01 Leicester vann ótrúlegan 5-3 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag en gestirnir komust bæði 2-0 og 3-1 yfir í leiknum. Sigurinn var lyginni líkastur en vandræði United í vörninni virðast engan endi ætla að taka en til að bæta gráu á svart misstu þeir rauðu hinn unga Tyler Blackett af velli með rautt spjald. Stjarna leiksins var Jamie Vardy en hann kom að öllum mörkum Leicester í leiknum.Robin van Persie kom United yfir snemma leiks með fínu skallamarki eftir fyrirgjöf Falcao áður en Angel Di Maria jók forystuna fyrir gestina með frábærri vippu yfir Kasper Schmeichel í markinu. En aðeins mínútu síðar komu brotalamir United í vörninni í ljós er Leonardo Ulloa skoraði með skalla eftir sendingu Vardy frá hægri.Van Gaal á erfiða daga í vændum.Vísir/GettyUnited virtist þó hafa gert út um leikinn með marki Ander Herrera á 57. mínútu eftir undirbúning Di Maria. En annað átti eftir að koma á daginn. Leicester komst aftur inn í leikinn með marki úr vítaspyrnu sem reyndist rangur dómur. Rafael gerðist vissulega brotlegur þegar hann felldi Vardy í teignum en stuttu áður hafði Vardy brotið sjálfur á Rafael.David Nugent skoraði úr aukaspyrnunni og aðeins tveimur mínútum síðar kom jöfnunarmarkið. Esteban Cambiasso gerði það og aftur átti Vardy stoðsendinguna.Di Maria skoraði og lagði upp í dag en það dugði ekki til.Vísir/GettyLeikmenn United virtust einfaldlega slegnir af laginu. Heimamenn gengu á lagið og aðeins þremur mínútum eftir að Juan Mata kom inn á fyrir United tapaði hann boltanum á miðjunni og Leicester komst í sókn. Ritchie De Laet gaf á Vardy sem kórónaði stórkostlegan leik með því að skora, einn gegn De Gea í markinu. Vardy var svo enn og aftur í eldlínunni á 83. mínútu þegar hann vann boltann af hinum seinheppna Blackett sem brást við því með því að elta Vardy uppi og brjóta á honum. Víti var dæmt og Blackett fékk að líta rauða spjaldið. Heimamenn héldu áfram að sækja eftir þetta en 5-3 reyndist niðurstaðan í ótrúlegum knattspyrnuleik. Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Leicester vann ótrúlegan 5-3 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag en gestirnir komust bæði 2-0 og 3-1 yfir í leiknum. Sigurinn var lyginni líkastur en vandræði United í vörninni virðast engan endi ætla að taka en til að bæta gráu á svart misstu þeir rauðu hinn unga Tyler Blackett af velli með rautt spjald. Stjarna leiksins var Jamie Vardy en hann kom að öllum mörkum Leicester í leiknum.Robin van Persie kom United yfir snemma leiks með fínu skallamarki eftir fyrirgjöf Falcao áður en Angel Di Maria jók forystuna fyrir gestina með frábærri vippu yfir Kasper Schmeichel í markinu. En aðeins mínútu síðar komu brotalamir United í vörninni í ljós er Leonardo Ulloa skoraði með skalla eftir sendingu Vardy frá hægri.Van Gaal á erfiða daga í vændum.Vísir/GettyUnited virtist þó hafa gert út um leikinn með marki Ander Herrera á 57. mínútu eftir undirbúning Di Maria. En annað átti eftir að koma á daginn. Leicester komst aftur inn í leikinn með marki úr vítaspyrnu sem reyndist rangur dómur. Rafael gerðist vissulega brotlegur þegar hann felldi Vardy í teignum en stuttu áður hafði Vardy brotið sjálfur á Rafael.David Nugent skoraði úr aukaspyrnunni og aðeins tveimur mínútum síðar kom jöfnunarmarkið. Esteban Cambiasso gerði það og aftur átti Vardy stoðsendinguna.Di Maria skoraði og lagði upp í dag en það dugði ekki til.Vísir/GettyLeikmenn United virtust einfaldlega slegnir af laginu. Heimamenn gengu á lagið og aðeins þremur mínútum eftir að Juan Mata kom inn á fyrir United tapaði hann boltanum á miðjunni og Leicester komst í sókn. Ritchie De Laet gaf á Vardy sem kórónaði stórkostlegan leik með því að skora, einn gegn De Gea í markinu. Vardy var svo enn og aftur í eldlínunni á 83. mínútu þegar hann vann boltann af hinum seinheppna Blackett sem brást við því með því að elta Vardy uppi og brjóta á honum. Víti var dæmt og Blackett fékk að líta rauða spjaldið. Heimamenn héldu áfram að sækja eftir þetta en 5-3 reyndist niðurstaðan í ótrúlegum knattspyrnuleik.
Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira