Enski boltinn

Annað tap Liverpool í röð | Sjáðu mörkin

West Ham vann frækin sigur á Liverpool á heimavelli í kvöld, en lokatölur á Upton Park 3-1. Annar tapleikur Liverpool í röð og sá þriðji á tímabilinu.

Winston Reid kom West Ham yfir eftir einungis tveggja mínútna leik og eftir sjö mínútur var staðan orðin 2-0 fyrir West Ham. Diafra Sakho var þar að verki með laglegt mark.

Raheem Sterling náði að klóra í bakkann fyrir Liverpool í fyrri hálfleik og staðan var 2-1 í hálfleik.

Í síðari hálfleik reyndu og reyndu Liverpool menn að jafna metin, en heimamenn refsuðu þeim þegar tvær mínútur voru eftir. Þeir geystust í skyndisónk sem endaði með því að Morgan Amalfitano skoraði framhjá Simon Mignolet í marki Liverpool og staðan orðin 3-1.

Liverpool er einungis með sex stig eftir fimm leiki, en West Ham er með sjö stig eftir jafnmarga leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×