Konur mega nú ganga í einn elsta og virtasta golfklúbb heims Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. september 2014 17:57 Átjánda flötin á St. Andrews er víðfræg. vísir/getty Skotar kjósa ekki bara um sjálfstæði sitt í dag heldur fór fram söguleg kosning á meðal meðlima The Royal and Ancient-golfklúbbsins sem á og rekur meðal annars hinn víðfræga St. Andrews-golfvöll. Kosið var um hvort konur mættu ganga í klúbbinn, en í 260 ára sögu hans hafa konur aldrei fengið inngöngu. Royal and Ancient-klúbburinn er einn sá elsti og frægasti í heimi, en opna breska meistaramótið fer regulega fram á St. Andrews-vellinum. Ríflega þriðjungur 2.400 meðlima klúbbsins kusu í dag og vildi yfirgnæfandi meirihluti þeirra taka konurnar inn. Af þeim ríflega 1.600 sem kusu sögðu 85 prósent já, en aðeins 15 prósent nei. „Þetta er merkilegur og jákvæður dagur í sögu klúbbsins. Hann hefur þjónað golfinu vel í 260 ár og ég er viss um að svo haldi áfram. Þetta gerum við fyrir framtíð íþróttarinar, bæði fyrir konur og karla,“ sagði framkvæmdastjóri The R&A, Peter Dawson, eftir kosninguna í dag. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Skotar kjósa ekki bara um sjálfstæði sitt í dag heldur fór fram söguleg kosning á meðal meðlima The Royal and Ancient-golfklúbbsins sem á og rekur meðal annars hinn víðfræga St. Andrews-golfvöll. Kosið var um hvort konur mættu ganga í klúbbinn, en í 260 ára sögu hans hafa konur aldrei fengið inngöngu. Royal and Ancient-klúbburinn er einn sá elsti og frægasti í heimi, en opna breska meistaramótið fer regulega fram á St. Andrews-vellinum. Ríflega þriðjungur 2.400 meðlima klúbbsins kusu í dag og vildi yfirgnæfandi meirihluti þeirra taka konurnar inn. Af þeim ríflega 1.600 sem kusu sögðu 85 prósent já, en aðeins 15 prósent nei. „Þetta er merkilegur og jákvæður dagur í sögu klúbbsins. Hann hefur þjónað golfinu vel í 260 ár og ég er viss um að svo haldi áfram. Þetta gerum við fyrir framtíð íþróttarinar, bæði fyrir konur og karla,“ sagði framkvæmdastjóri The R&A, Peter Dawson, eftir kosninguna í dag.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira