Námslán úr fortíðinni: „Við getum ekki borgað þessa kröfu" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. september 2014 15:25 Konan fékk þetta bréf frá LÍN. „Þegar ég opnaði bréfið hélt ég að þetta væri auglýsing. Og þegar ég las það hélt ég að einhver væri að gera mér grikk,“ segir kona sem fékk bréf frá Lánastofnun íslenskra námsmanna (LÍN) þar sem kom fram að faðir hennar, sem lést fyrir 27 árum, væri ábyrgðamaður á láni sem væri nú komið í vanskil. Lánið fellur því á konuna og bróðir hennar, því faðir þeirra var ábyrgðamaður á láninu. Stjúpsonur mannsins – og stjúpsonur systkinanna – er orðinn gjaldþrota. Konan segir að systkinin séu „bæði eignarlaus“ og að þau ætli ekki að bregðast við kröfu LÍN. „Við ætlum bara að láta þetta vera,“ segir konan sem er 66 ára. Hún bætir við að þau hafi erft peninga eftir föður sinn, en upphæðin sé langt frá því að duga fyrir ábyrgð á láninu„Gangi þeim vel að ná einhverju frá mér“ Mál konunnar hefur vakið athygli eftir að dóttir hennar birti bréfið á Facebook. Konan vill ekki láta nafn síns getið, vegna þess að í bréfinu eru viðkvæmar upplýsingar. „Málið er að faðir minn deyr árið 1986. Hann var giftur konu og gerðist ábyrgðarmaður á námsláni sonar hennar. Sá maður varð gjaldþrota í byrjun ársins og lánið var komið í vanskil.“ Lánið hefði því átt að falla á föður konunnar en vegna þess að hann féll frá fyrir tæpum þremur áratugum þurfa börnin hans að axla ábyrgð á námsláninu. „Krafan er tvær milljónir fimm hundruð og níu þúsund krónur. Okkur er sagt að krafan fari í innheimtu hjá lögmannsstofu innan fjórtán daga, þannig að það má búast við því að krafan verði eitthvað hærri,“ segir konan og heldur áfram: „Við erum bæði eignarlaus, bróðir minn og ég. Þannig að við getum ekki borgað þessa kröfu. Arfurinn sem við fengum fyrir 27 árum var hálf milljón króna fyrir hvort okkar. Upphæðin hefði því ekki dugað fyrir kröfunni. Bróðir minn sagði við mig: „Gangi þeim vel að ná einhverju frá mér.““Eðlismunur að erfa lán eða ábyrgð Fyrr í dag ræddi blaðamaður Vísis við Hrafnhildi Ástu Þorvaldsdóttur sem er framkvæmdastjóri LÍN. Hún sagði þá að þeir sem erfi einhvern, erfi ábyrgðir á lánum sem viðkomandi gekkst fyrir. Hún benti á að samkvæmt lögum um einkaskipti eigi allar ábyrgðir að liggja fyrir þegar dánarbúi sé skipt upp. Hin 66 ára kona sem þarf nú að taka við ábyrgð föður síns á láninu segist ekki muna hvort þeim hafi verið tilkynnt um að faðir þeirra væri í ábyrgð á námsláninu á sínum tíma. „Enda erum næstum þrjátíu ár síðan þetta var.“Reglum breytt Nú þurfa þeir sem taka námslán ekki lengur að hafa ábyrgðarmenn. „Ef þú ert lántakandi þá fellur lánið niður við andlát. Það er eðlismunur á því að erfingi taki við námslánum þess sem fellur frá eða taki við ábyrgðum hans, ef skuldarinn er ennþá á lífi,“ segir Hrafnhildur. Í tilfelli systkinanna eru þau orðin ábyrgðarmenn fyrir láni þar sem skuldarinn er enn lifandi. Lögunum um ábyrgðarmenn á námslánum var breytt árið 2009, en þau leiddu ekki til niðurfellingar á eldri ábyrgðum.Eins og fólki finnist að námslán eigi að vera öðruvísi „Þetta er bara eins og með önnur lán. Námslán eru ekki frábrugðin öðrum lánum að þessu leyti,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „Það virðist sem fólki finnist að það eigi að meðhöndla námslán með öðrum hætti. En þetta eru náttúrulega bara ábyrgðir og það gilda almennar reglur um það.“ Hrafnhildur segir jafnframt að svona atvik séu ekki algeng. „Nei, við erum með þrjátíu og þrjú þúsund greiðendur að lánum og ég tel þetta ekki vera algengt,“ Post by Ólöf Mas. Tengdar fréttir Námslán úr fortíðinni: Taka við ábyrgð föður sem lést fyrir 28 árum "Námslán eru ekki frábrugðin öðrum lánum að þessu leyti,“ segir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri LÍN. 18. september 2014 12:13 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
„Þegar ég opnaði bréfið hélt ég að þetta væri auglýsing. Og þegar ég las það hélt ég að einhver væri að gera mér grikk,“ segir kona sem fékk bréf frá Lánastofnun íslenskra námsmanna (LÍN) þar sem kom fram að faðir hennar, sem lést fyrir 27 árum, væri ábyrgðamaður á láni sem væri nú komið í vanskil. Lánið fellur því á konuna og bróðir hennar, því faðir þeirra var ábyrgðamaður á láninu. Stjúpsonur mannsins – og stjúpsonur systkinanna – er orðinn gjaldþrota. Konan segir að systkinin séu „bæði eignarlaus“ og að þau ætli ekki að bregðast við kröfu LÍN. „Við ætlum bara að láta þetta vera,“ segir konan sem er 66 ára. Hún bætir við að þau hafi erft peninga eftir föður sinn, en upphæðin sé langt frá því að duga fyrir ábyrgð á láninu„Gangi þeim vel að ná einhverju frá mér“ Mál konunnar hefur vakið athygli eftir að dóttir hennar birti bréfið á Facebook. Konan vill ekki láta nafn síns getið, vegna þess að í bréfinu eru viðkvæmar upplýsingar. „Málið er að faðir minn deyr árið 1986. Hann var giftur konu og gerðist ábyrgðarmaður á námsláni sonar hennar. Sá maður varð gjaldþrota í byrjun ársins og lánið var komið í vanskil.“ Lánið hefði því átt að falla á föður konunnar en vegna þess að hann féll frá fyrir tæpum þremur áratugum þurfa börnin hans að axla ábyrgð á námsláninu. „Krafan er tvær milljónir fimm hundruð og níu þúsund krónur. Okkur er sagt að krafan fari í innheimtu hjá lögmannsstofu innan fjórtán daga, þannig að það má búast við því að krafan verði eitthvað hærri,“ segir konan og heldur áfram: „Við erum bæði eignarlaus, bróðir minn og ég. Þannig að við getum ekki borgað þessa kröfu. Arfurinn sem við fengum fyrir 27 árum var hálf milljón króna fyrir hvort okkar. Upphæðin hefði því ekki dugað fyrir kröfunni. Bróðir minn sagði við mig: „Gangi þeim vel að ná einhverju frá mér.““Eðlismunur að erfa lán eða ábyrgð Fyrr í dag ræddi blaðamaður Vísis við Hrafnhildi Ástu Þorvaldsdóttur sem er framkvæmdastjóri LÍN. Hún sagði þá að þeir sem erfi einhvern, erfi ábyrgðir á lánum sem viðkomandi gekkst fyrir. Hún benti á að samkvæmt lögum um einkaskipti eigi allar ábyrgðir að liggja fyrir þegar dánarbúi sé skipt upp. Hin 66 ára kona sem þarf nú að taka við ábyrgð föður síns á láninu segist ekki muna hvort þeim hafi verið tilkynnt um að faðir þeirra væri í ábyrgð á námsláninu á sínum tíma. „Enda erum næstum þrjátíu ár síðan þetta var.“Reglum breytt Nú þurfa þeir sem taka námslán ekki lengur að hafa ábyrgðarmenn. „Ef þú ert lántakandi þá fellur lánið niður við andlát. Það er eðlismunur á því að erfingi taki við námslánum þess sem fellur frá eða taki við ábyrgðum hans, ef skuldarinn er ennþá á lífi,“ segir Hrafnhildur. Í tilfelli systkinanna eru þau orðin ábyrgðarmenn fyrir láni þar sem skuldarinn er enn lifandi. Lögunum um ábyrgðarmenn á námslánum var breytt árið 2009, en þau leiddu ekki til niðurfellingar á eldri ábyrgðum.Eins og fólki finnist að námslán eigi að vera öðruvísi „Þetta er bara eins og með önnur lán. Námslán eru ekki frábrugðin öðrum lánum að þessu leyti,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „Það virðist sem fólki finnist að það eigi að meðhöndla námslán með öðrum hætti. En þetta eru náttúrulega bara ábyrgðir og það gilda almennar reglur um það.“ Hrafnhildur segir jafnframt að svona atvik séu ekki algeng. „Nei, við erum með þrjátíu og þrjú þúsund greiðendur að lánum og ég tel þetta ekki vera algengt,“ Post by Ólöf Mas.
Tengdar fréttir Námslán úr fortíðinni: Taka við ábyrgð föður sem lést fyrir 28 árum "Námslán eru ekki frábrugðin öðrum lánum að þessu leyti,“ segir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri LÍN. 18. september 2014 12:13 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Námslán úr fortíðinni: Taka við ábyrgð föður sem lést fyrir 28 árum "Námslán eru ekki frábrugðin öðrum lánum að þessu leyti,“ segir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri LÍN. 18. september 2014 12:13