Kristín Ingólfs sækist ekki eftir endurkjöri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2014 15:43 Kristín Ingólfsdóttir. Vísir/Anton Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, tilkynnti starfsfólki skólans á opnum fundi fyrr í dag að hún hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri þegar öðru kjörtímabili hennar sem rektor lýkur 1. júlí á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HÍ. Kristín var fyrst kjörin rektor árið 2005. Lög um skólann og reglur hans takmarka ekki hversu lengi sama manneskja getur gegnt rektorsstarfi en Kristín kvaðst telja að tíu ár væri hámarkstími, bæði fyrir stofnunina og fyrir þann sem starfinu gegnir. Kristín sagði mikilvægt fyrir skólann að endurnýja reglulega stefnu sína og meta áhersluverkefni. Hún rakti þau verkefni sem nú eru brýnust. Þar ber hæst áhersla á að styrkja fjármögnun starfseminnar, efla þverfræðilega samhæfingu innan skólans og samstarf við atvinnulíf, áhersla á nýsköpun fyrir samfélagið, efling kennaramenntunar og þróun nýrra kennsluhátta við háskólann. Kristín nefndi að eðli margra námsgreina væri að breytast og því fylgdu nýjar áherslur og kröfur, m.a. um aukna stærðfræðiþekkingu í hug- og félagsvísindum og aukna þekkingu í upplýsingatækni í mörgum greinum líf- og heilbrigðisvísinda. Þá sagði Kristín að beðið væri skýrslu utanaðkomandi erlendra og innlendra sérfræðinga á stöðu kennaramenntunar við HÍ í alþjóðlegum samanburði og ráðgjafar um hvernig efla megi kennaramenntun í landinu. Kristín gerði að sérstöku umtalsefni framlag jarðvísindamanna Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands vegna yfirstandandi eldsumbrota. Þarna væri um að ræða gífurlega mikilvægt framlag til vísinda en ekki síður framlag í formi samfélagslegrar ábyrgðar, sem felst í upplýsingagjöf til almennings gegnum fjölmiðla og samfélagsmiðla sem og ráðgjöf í samstarfi við Almannavarnir. Rektor ræddi um nýlega samninga sem HÍ hefur gert við erlenda háskóla í Bandaríkjunum, Ástralíu og Kína, og þá möguleika sem þeir skapa fyrir stúdenta og starfsfólk. Nýir samningar við Cornell-háskóla og University of Wisconsin gefa nemendum HÍ kost á að taka hluta af námi við þessa háskóla án þess að greiða skólagjöld. Þessir samningar opna því svipaða möguleika fyrir stúdenta og samningar sem gerðir hafa verið við Stanford-háskóla, University of California og Caltech. Skólagjöld við bandaríska og breska háskóla hafa hækkað mikið að undanförnu og sem dæmi má nefna að árleg skólagjöld við Cornell-háskóla nema um sex milljónum króna. Kristín nefndi sérstaklega nýgerðan samning við Tsinghua-háskóla í Kína, en honum er oft líkt við MIT í Bandaríkjunum. Með samningnum opnast möguleikar fyrir nemendur í kínversku og fjölmörgum greinum innan skólans að taka hluta af námi við Tsinghua segir í tilkynningunni. Kristín lauk fundi sínum með starfsfólki skólans með því að lýsa því hversu mikil forréttindi hefðu fylgt því að gegna starfi rektors og fyrir að fá að fylgjast með metnaði, vinnuhörku, sókn og árangri starfsfólks í kennslu og vísindum við erfiðar aðstæður. Þar hafi sameinaður vilji til þjóna íslensku samfélagi sem best ráðið för. Kristín sagðist vona að þetta væri í síðasta sinn sem niðurskurður og hagræðingarkrafa gagnvart Háskóla Íslands einkenndu fjárlagafrumvarpið. Hún myndi kappkosta í vetur að treysta eftir megni fjármögnun skólans og tryggja að staðið yrði við loforð sem skólanum hafa verið gefin um fjármögnun til framtíðar og vinna að því að treysta nýjar leiðir til fjáröflunar. Allt yrði gert til að tryggja að nýr rektor og háskólasamfélagið allt geti horft fram á bjartari tíma. Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, tilkynnti starfsfólki skólans á opnum fundi fyrr í dag að hún hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri þegar öðru kjörtímabili hennar sem rektor lýkur 1. júlí á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HÍ. Kristín var fyrst kjörin rektor árið 2005. Lög um skólann og reglur hans takmarka ekki hversu lengi sama manneskja getur gegnt rektorsstarfi en Kristín kvaðst telja að tíu ár væri hámarkstími, bæði fyrir stofnunina og fyrir þann sem starfinu gegnir. Kristín sagði mikilvægt fyrir skólann að endurnýja reglulega stefnu sína og meta áhersluverkefni. Hún rakti þau verkefni sem nú eru brýnust. Þar ber hæst áhersla á að styrkja fjármögnun starfseminnar, efla þverfræðilega samhæfingu innan skólans og samstarf við atvinnulíf, áhersla á nýsköpun fyrir samfélagið, efling kennaramenntunar og þróun nýrra kennsluhátta við háskólann. Kristín nefndi að eðli margra námsgreina væri að breytast og því fylgdu nýjar áherslur og kröfur, m.a. um aukna stærðfræðiþekkingu í hug- og félagsvísindum og aukna þekkingu í upplýsingatækni í mörgum greinum líf- og heilbrigðisvísinda. Þá sagði Kristín að beðið væri skýrslu utanaðkomandi erlendra og innlendra sérfræðinga á stöðu kennaramenntunar við HÍ í alþjóðlegum samanburði og ráðgjafar um hvernig efla megi kennaramenntun í landinu. Kristín gerði að sérstöku umtalsefni framlag jarðvísindamanna Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands vegna yfirstandandi eldsumbrota. Þarna væri um að ræða gífurlega mikilvægt framlag til vísinda en ekki síður framlag í formi samfélagslegrar ábyrgðar, sem felst í upplýsingagjöf til almennings gegnum fjölmiðla og samfélagsmiðla sem og ráðgjöf í samstarfi við Almannavarnir. Rektor ræddi um nýlega samninga sem HÍ hefur gert við erlenda háskóla í Bandaríkjunum, Ástralíu og Kína, og þá möguleika sem þeir skapa fyrir stúdenta og starfsfólk. Nýir samningar við Cornell-háskóla og University of Wisconsin gefa nemendum HÍ kost á að taka hluta af námi við þessa háskóla án þess að greiða skólagjöld. Þessir samningar opna því svipaða möguleika fyrir stúdenta og samningar sem gerðir hafa verið við Stanford-háskóla, University of California og Caltech. Skólagjöld við bandaríska og breska háskóla hafa hækkað mikið að undanförnu og sem dæmi má nefna að árleg skólagjöld við Cornell-háskóla nema um sex milljónum króna. Kristín nefndi sérstaklega nýgerðan samning við Tsinghua-háskóla í Kína, en honum er oft líkt við MIT í Bandaríkjunum. Með samningnum opnast möguleikar fyrir nemendur í kínversku og fjölmörgum greinum innan skólans að taka hluta af námi við Tsinghua segir í tilkynningunni. Kristín lauk fundi sínum með starfsfólki skólans með því að lýsa því hversu mikil forréttindi hefðu fylgt því að gegna starfi rektors og fyrir að fá að fylgjast með metnaði, vinnuhörku, sókn og árangri starfsfólks í kennslu og vísindum við erfiðar aðstæður. Þar hafi sameinaður vilji til þjóna íslensku samfélagi sem best ráðið för. Kristín sagðist vona að þetta væri í síðasta sinn sem niðurskurður og hagræðingarkrafa gagnvart Háskóla Íslands einkenndu fjárlagafrumvarpið. Hún myndi kappkosta í vetur að treysta eftir megni fjármögnun skólans og tryggja að staðið yrði við loforð sem skólanum hafa verið gefin um fjármögnun til framtíðar og vinna að því að treysta nýjar leiðir til fjáröflunar. Allt yrði gert til að tryggja að nýr rektor og háskólasamfélagið allt geti horft fram á bjartari tíma.
Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira