Formúla 1

Prodromou kominn aftur til McLaren

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Peter Prodromou var sigursæll með Red Bull hér fagnar hann með Vettel. Ætli fögnuðurinn haldi áfram hjá McLaren?
Peter Prodromou var sigursæll með Red Bull hér fagnar hann með Vettel. Ætli fögnuðurinn haldi áfram hjá McLaren? Vísir/Getty
Peter Prodromou hefur snúið aftur til starfa hjá McLaren eftir átta ár í herbúðum Red Bull. Þar starfaði hann við hlið hönnunargúrúsins Adrian Newey.

Promdromou átti stóran þátt í velgengni Red Bull eftir að hann fór frá McLaren liðinu árið 2006. Hann fór þá til Red Bull og hefur svo snúið aftur núna. Samningur um framtíð hans hjá McLaren var í höfn í fyrra en Red Bull vildi halda Prodromou út samningstímann. Hann er mikill fengur fyrir McLaren.

Prodromou lofar að gera allt sem í hans valdi stendur til að tryggja að McLaren bíll næsta árs verði stöðugt í baráttu meðal þeirra fremstu.

„Það er frábært að koma aftur til McLaren, og sjá blöndu af nýjum og gömlum andlitum. Auðvitað, þekki ég ástríðuna og einbeitingu þessa magnaða liðs, við höfum þegar séð metnaðinn og jákvæðnina sem býr í liðinu til að koma McLaren aftur í stöðu til að vinna titla,“ sagði Prodromou ákveðinn.

„Ég er ákveðinn í að gefa mig allan til að hjálpa liðinu að hefja nýjan kafla sem einkennist af bættum árangri,“ sagði Prodromou.

„Ráðning Peter er hluti af stórri áætlun. Við erum ekki að ljúga að sjálfum okkur um að nú sé allt klappað og klárt, en ráðning hans er gríðarlega stór þáttur í áætluninni, einnig minnir hún fólk utan liðsins á að við erum ávallt að styrkjast,“ sagði Jonathan Neale, verkefnastjóri McLaren.


Tengdar fréttir

Luca di Montezemolo hættir hjá Ferrari

Luca di Mintezemolo hefur sjálfur staðfest að hann ætli að láta af störfum sem forseti Ferrari í næsta mánuði, eftir tveggja áratuga starf.

FIA bannar frammistöðuskilaboð

FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið hefur ákveðið að banna öll frammistöðutengd skilaboð í talstöðvum liðanna til ökumanna. Bannið mun taka gildi fyrir keppnina í Singapore, næstu helgi.

Formúlu 1 keppnir 2015

Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA), kynnti í dag keppnisdagatal næsta árs. Keppnirnar verða 20 í heildina, keppni í Mexíkó er eina viðbótin.

Alonso verður áfram hjá Ferrari

Þrátt fyrir mikinn áhuga frá McLaren þá hefur Fernando Alonso ákveðið að keyra áfram fyrir Ferrari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×