Stjórnmálamenn nota fíkniefnalöggjöf til að bæta stöðu sína Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2014 21:45 Stefnan í fíkniefnamálum hefur verið til mikillar umræðu á Íslandi undanfarin ár og misseri. Heilbrigðisráðherra hefur jafnvel boðað breytingar þar á. Snarrótin hefur boðið til landsins fjölda fyrirlesara á undanförnum árum. David Nutt hefur rannsakað fíkniefnastefnu Bretlands í mörg ár og var formaður umdeildrar ráðgjafanefndar á vegum ríkisstjórnar Verkamannaflokksins. Heimir Már Pétursson ræddi við hann í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld. „Ég var í tíu ár í þessari ráðgjafanefnd og reyndi að skilja fíkniefni og reyndi að semja bestu lögin til að draga úr fíkniefnaskaðanum en líka að leyfa notkun þeirra í læknismeðferð.“ David segist sífellt hafa lent í vandræðum með stjórnmálamenn. „Því það varð æ ljósara að stjórnmálamenn líta á lög sem fíkniefni sem leið til að bæta pólitíska stöðu sína í stað þess að líta á þau sem eitthvað sem snýst um réttlæti, sanngirni og einnig framfarir í læknavísindum.“ „Á þessum tíma varð málið mjög pólitískt, sérstaklega þegar Blair vék til hliðar og Gordon Brown tók við. Því hann hafði mjög einfalda afstöðu til fíkniefna. Hann studdi viskíframleiðslu í Skotlandi en skildi ekki að önnur fíkniefni gætu verið öruggari en áfengi. Hann tók upp mjög harða stefnu gegn fíkniefnum því hann hélt að þannig næði hann endurkjöri. Sem gerðist ekki.“Talandi um það, stundum talar einn af forystumönnum Snarrótarinnar hér, um pólitíska misnotkun á fíkniefnum. Er það tilfellið allsstaðar? Eru stjórnmálamenn hræddir við að taka upp vísindalega nálgun í þessum málum? „Fíkniefni eru eitt af fáum málum þar sem stjórnmálamenn halda að þeir geti hunsað sannanir og bara notað hefðbundið orðagjálfur, söguleg viðhorf, og fengið pólitískan ávinning af því. Við höfum séð það út um allan heim á síðustu 50 árum. Fíkniefnin hafa orðið að pólitískum fótbolta. En það er rétt að byrja að breytast núna.“ David segir mesta breytinguna vera í Suður-Ameríku þar sem ríkisstjórnir hafi sagt að nú sé nóg komið. Að stríðið gegn kókaíni sé að eyðileggja ríki þeirra. Hann sagði breytingu einnig eiga sér stað í Bandaríkjunum þar sem helmingur ríkja hafi nú lögleitt maríjúana í lækningaskyni. Á þeim árum sem David var í ráðgjafarnefndinni athugaði nefndin 16 mismunandi hætti sem fíkniefni gætu skaðað mann. „Og ég verð að segja að það kom mér á nokkuð á óvart að áfengi reyndist vera skaðlegasta fíkniefnið í Bretlandi. Það er af því að áfengi er svo skaðlegt fyrir samfélagið.“ Viðtalið við David má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Stefnan í fíkniefnamálum hefur verið til mikillar umræðu á Íslandi undanfarin ár og misseri. Heilbrigðisráðherra hefur jafnvel boðað breytingar þar á. Snarrótin hefur boðið til landsins fjölda fyrirlesara á undanförnum árum. David Nutt hefur rannsakað fíkniefnastefnu Bretlands í mörg ár og var formaður umdeildrar ráðgjafanefndar á vegum ríkisstjórnar Verkamannaflokksins. Heimir Már Pétursson ræddi við hann í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld. „Ég var í tíu ár í þessari ráðgjafanefnd og reyndi að skilja fíkniefni og reyndi að semja bestu lögin til að draga úr fíkniefnaskaðanum en líka að leyfa notkun þeirra í læknismeðferð.“ David segist sífellt hafa lent í vandræðum með stjórnmálamenn. „Því það varð æ ljósara að stjórnmálamenn líta á lög sem fíkniefni sem leið til að bæta pólitíska stöðu sína í stað þess að líta á þau sem eitthvað sem snýst um réttlæti, sanngirni og einnig framfarir í læknavísindum.“ „Á þessum tíma varð málið mjög pólitískt, sérstaklega þegar Blair vék til hliðar og Gordon Brown tók við. Því hann hafði mjög einfalda afstöðu til fíkniefna. Hann studdi viskíframleiðslu í Skotlandi en skildi ekki að önnur fíkniefni gætu verið öruggari en áfengi. Hann tók upp mjög harða stefnu gegn fíkniefnum því hann hélt að þannig næði hann endurkjöri. Sem gerðist ekki.“Talandi um það, stundum talar einn af forystumönnum Snarrótarinnar hér, um pólitíska misnotkun á fíkniefnum. Er það tilfellið allsstaðar? Eru stjórnmálamenn hræddir við að taka upp vísindalega nálgun í þessum málum? „Fíkniefni eru eitt af fáum málum þar sem stjórnmálamenn halda að þeir geti hunsað sannanir og bara notað hefðbundið orðagjálfur, söguleg viðhorf, og fengið pólitískan ávinning af því. Við höfum séð það út um allan heim á síðustu 50 árum. Fíkniefnin hafa orðið að pólitískum fótbolta. En það er rétt að byrja að breytast núna.“ David segir mesta breytinguna vera í Suður-Ameríku þar sem ríkisstjórnir hafi sagt að nú sé nóg komið. Að stríðið gegn kókaíni sé að eyðileggja ríki þeirra. Hann sagði breytingu einnig eiga sér stað í Bandaríkjunum þar sem helmingur ríkja hafi nú lögleitt maríjúana í lækningaskyni. Á þeim árum sem David var í ráðgjafarnefndinni athugaði nefndin 16 mismunandi hætti sem fíkniefni gætu skaðað mann. „Og ég verð að segja að það kom mér á nokkuð á óvart að áfengi reyndist vera skaðlegasta fíkniefnið í Bretlandi. Það er af því að áfengi er svo skaðlegt fyrir samfélagið.“ Viðtalið við David má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira