Johnn Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun í dag hitta kollega sína frá fjölda ríkja á fundi í París sem ætlað er að afla baráttunni við Hið íslamska ríki í Írak og í Sýrlandi fylgis.
Francois Hollande Frakklandsforseti segir að morðið á breska hjálparstarfsmanninum David Haines um helgina sýni að heimurinn verði að bregðast strax við þeirri ógn sem ögfasamtökin séu orðin.
Um leið og myndbandið af aftöku Haines var sett á netið hótuðu vígamennirnir því að taka enn einn gíslinn af lífi, láti vesturlönd ekki af árásum á samtökin. Um fjörutíu ríki, þar af tíu arabaríki hafa þegar lofað að leggja baráttunni lið.

