Innlent

Hanna Birna í beinni kl. 17:30: Hefði án efa getað brugðist við með öðrum hætti

Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Hanna Birna Kristjánsdóttir. Vísir/Daníel
„Hef undanfarið verið hugsi yfir ýmsu í okkar góða samfélagi. Hef sjálf í flóknum pólitískum aðstæðum lagt mig fram um að breyta rétt á hverjum tíma, vinna verkin sem bíða og gæta þeirra almannahagsmuna sem mér var treyst fyrir. Hefði án efa getað brugðist við ýmsu með öðrum hætti - en sterkust situr þó eftir tilfinningin um þau áhrif sem langvarandi vantraust okkar sem þjóðar til hvors annars og grunngilda samfélagsins hefur haft.“

Þetta segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra í stöðufærslu sinni á Facebook í dag. Óhætt er að segja að Hanna Birna hafi mikið verið í kastljósinu undanfarna mánuði vegna lekamálsins svokallaða, en nýlega sagði hún sig frá ákveðnum málaflokkum ráðuneytis síns í kjölfar þess að aðstoðarmaður hennar var ákærður af ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi.

Hanna Birna verður gestur Björns Inga Hrafnssonar í þættinum Eyjan klukkan 17.30. Þátturinn verður í opinni dagskrá og í beinni útsendingu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×