Enski boltinn

Wilshere: Arsenal myndi aldrei selja mig fyrir 16 milljónir punda

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jack Wilshere og Danny Welbeck hlæja að kaupverðinu.
Jack Wilshere og Danny Welbeck hlæja að kaupverðinu. vísir/getty
Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal og enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að Lundúnaliðið myndi aldrei selja hann fyrir 16 milljónir punda líkt og Manchester United gerði við Danny Welbeck.

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði í gær að Welbeck mátti yfirgefa Old Trafford því hann stóðst ekki samanburð við Robin van Persie og WayneRooney. Hann var því seldur til Arsenal.

Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, gagnrýndi söluna í viðtali við Daily Mail, en Welbeck skoraði svo bæði mörk enska landsliðsins í sigri á Sviss í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2016.

„Gary Neville veit um hvað hann er að tala. Hann sagði þetta líklega því Danny er uppalinn hjá United og fæddist í Manchester. Þetta er eins og ef Arsenal færi að selja mig fyrir 16 milljónir. Það myndi ekki gerast. Í dag er þessi upphæð ekki neitt. Miðað við þau gæði sem Danny hefur voru þetta kjarakaup,“ segir Wilshere við Independent.

„Það eru ekki margir leikmenn sem fara frá einu toppliði á Englandi til annars. Þetta þekkist eiginlega ekki. Danny getur skipt sköpum fyrir Arsenal á tímabilinu. Hann er hæfileikaríkur og getur reynst okkur happafengur,“ segir Jack Wilshere.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×