Ríkisstjórnin setur sjálf fyrirvara við áhrif skattabreytinganna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. september 2014 11:02 Bjarni kynnti breytingar á virðisaukaskatti í fjárlögum næsta árs. Vísir / GVA Ríkisstjórnin setur fyrirvara við að verðlag muni raunverulega lækka við breytingar á efra virðisaukaskattsþrepinu úr 25,5 í 24 prósentustig. Í frumvarpinu segir að breytingar á virðisaukaskatti og vörugjöldum muni óhjákvæmilega hafa áhrif á vísitölu neysluverðs, og þar með verðtryggð lán, og telja stjórnvöld föt, snyrtivörur, lyf, heimilistæki og húsgögn muni lækka um 1,2 prósent. „Þann fyrirvara þarf að hafa á matinu að hér er miðað við að áhrifin skili sér að fullu í breyttu smásöluverði,“ segir í fjárlagafrumvarpinu. Þær forsendur hafa í gegnum tíðina ekki alltaf staðist. Til að mynda var það gagnrýnt þegar virðisaukaskattur á matvæli lækkaði síðast að lækkunin skilaði sér seint og illa til neytenda. Til stendur að ræða sérstaklega um breytingar á lægra virðisaukaskattskerfinu. Fjölmargir þingmenn Framsóknarflokksins, þar á meðal formaður fjárlaganefndar, hafa lýst yfir andstöðu sinni við hækkun skatts á matvæli. Litlar umræður hafa þó verið á milli flokka enn sem komið er um hvað nákvæmlega eigi að gera, hvort að hætta eigi við hækkunina eða ráðast í aðrar mótvægisaðgerðir. Fjárlagafrumvarp 2015 Tengdar fréttir Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00 Grundvallarmunur á hækkun VSK nú og árið 2011 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir breytingar á skattkerfinu nú eigi að auka kaupmátt og leiði ekki til hækkunar vísitölubundinna lána, ólíkt því sem fyrirhugað var af fyrri stjórn árið 2011 11. september 2014 20:00 Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01 Fjárlagafrumvarpið auðveldar ekki kjarasamninga Hagfræðingur ASÍ segir breytingar á VSK-kerfinu koma verst út fyrir þá lægst launuðu sem eyði tvöfalt hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna til matarinnkaupa en tekjuhæsti hópurinn. 9. september 2014 21:48 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Ríkisstjórnin setur fyrirvara við að verðlag muni raunverulega lækka við breytingar á efra virðisaukaskattsþrepinu úr 25,5 í 24 prósentustig. Í frumvarpinu segir að breytingar á virðisaukaskatti og vörugjöldum muni óhjákvæmilega hafa áhrif á vísitölu neysluverðs, og þar með verðtryggð lán, og telja stjórnvöld föt, snyrtivörur, lyf, heimilistæki og húsgögn muni lækka um 1,2 prósent. „Þann fyrirvara þarf að hafa á matinu að hér er miðað við að áhrifin skili sér að fullu í breyttu smásöluverði,“ segir í fjárlagafrumvarpinu. Þær forsendur hafa í gegnum tíðina ekki alltaf staðist. Til að mynda var það gagnrýnt þegar virðisaukaskattur á matvæli lækkaði síðast að lækkunin skilaði sér seint og illa til neytenda. Til stendur að ræða sérstaklega um breytingar á lægra virðisaukaskattskerfinu. Fjölmargir þingmenn Framsóknarflokksins, þar á meðal formaður fjárlaganefndar, hafa lýst yfir andstöðu sinni við hækkun skatts á matvæli. Litlar umræður hafa þó verið á milli flokka enn sem komið er um hvað nákvæmlega eigi að gera, hvort að hætta eigi við hækkunina eða ráðast í aðrar mótvægisaðgerðir.
Fjárlagafrumvarp 2015 Tengdar fréttir Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00 Grundvallarmunur á hækkun VSK nú og árið 2011 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir breytingar á skattkerfinu nú eigi að auka kaupmátt og leiði ekki til hækkunar vísitölubundinna lána, ólíkt því sem fyrirhugað var af fyrri stjórn árið 2011 11. september 2014 20:00 Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01 Fjárlagafrumvarpið auðveldar ekki kjarasamninga Hagfræðingur ASÍ segir breytingar á VSK-kerfinu koma verst út fyrir þá lægst launuðu sem eyði tvöfalt hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna til matarinnkaupa en tekjuhæsti hópurinn. 9. september 2014 21:48 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00
Grundvallarmunur á hækkun VSK nú og árið 2011 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir breytingar á skattkerfinu nú eigi að auka kaupmátt og leiði ekki til hækkunar vísitölubundinna lána, ólíkt því sem fyrirhugað var af fyrri stjórn árið 2011 11. september 2014 20:00
Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01
Fjárlagafrumvarpið auðveldar ekki kjarasamninga Hagfræðingur ASÍ segir breytingar á VSK-kerfinu koma verst út fyrir þá lægst launuðu sem eyði tvöfalt hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna til matarinnkaupa en tekjuhæsti hópurinn. 9. september 2014 21:48