Lífið

Ömmur og afar „tagga" óvart Grandmaster Flash á Facebook

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Málið hefur vakið nokkra athygli erlendis.
Málið hefur vakið nokkra athygli erlendis.
Nafn rapparans Grandmaster Flash er nú farið að birtast undir kveðjum frá ömmum og öfum á Facebook. Málið hefur vakið svo mikla athygli að sérstök vefsíða er farin að halda utan um þessar rafrænu uppákomur.

Ástæðan er einföld: Þegar fólk skrifar stöðuuppfærslur á Facebook fær það oft tillögur að nöfnum til „tagga“ í stöðuuppfærsluna. Tillögurnar koma upp þegar ákveðinn stafafjöldi af nafni einstaklings liggja fyrir. Orðið amma á ensku er Grandma og sumar ömmur hafa þannig fengið tillögu að „tagga“ Grandmaster Flash og óvart samþykkt þá tillögu.

Grandmaster Flash er talinn einn af frumkvöðlum rapptónlistarinnar og hip-hop menningarinnar. Hann var hluti sveitarinnar Grandmaster Flash and the Furious Five. Lagið þeirra The Message er með þeim þekktari í rappsögunni, en það kom út árið 1982. Texti lagsins lýsir aðstæðum í fátækrahverfum stórborga í Bandaríkjunum á níunda áratug síðustu aldar.

Hér að neðan má sjá nokkur skjáskot frá ömmum og öfum heimsins, þar sem Grandmaster Flash fær að vera með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×