Innlent

Snarpur jarðskjálfti við Bárðarbungu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/auðunn
Jarðskjálfti, 5,2 að stærð, varð á norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar laust fyrir klukkan átta í kvöld.

Ekkert lát er á skjálftahrinunni en yfir þrjú hundruð skjálftar hafa mælst umhverfis eldstöðina síðastliðinn sólarhring. Skjálftinn í kvöld er þó með þeim snörpustu, en um tuttugu skjálftar stærri en fimm hafa mælst á öskjubrún Bárðarbungu síðan hrinan hófst um miðjan ágúst. Sá snarpasti þennan sólarhringinn varð laust eftir miðnætti, en hann var 5,4 að stærð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×