Grundvallarmunur á hækkun VSK nú og árið 2011 Heimir Már Pétursson skrifar 11. september 2014 20:00 Forsætisráðherra segir grundvallarmun á fyrirhugaðri hækkun á neðra þrepi virðisaukaskattsins nú og þegar hann lagðist alfarið á móti slíkum hugmyndum í tíð fyrri ríkisstjórnar. Breytingar á skattinum nú og hliðaraðgerðir muni auka kaupmátt heimilanna og leiði ekki til hækkunnar vísitölubundinna lána. Boðaðar breytingar á lægra þrepi virkiðsaukaskatts munu auka tekjur ríkissjóðs af honum um ellefu milljarða króna, en í þessu skattþrepi eru matvæli, bækur og tímarit ásamt heitu vatni og rafmagni og fleiru. Þegar Sigmundur sagði síðustu ríkisstjórn ætla að hækka skattinn árið 2011 brást Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins hart við og talaði um „skelfilegar fréttir og mál sem yrði að stöðva.“ Andstaða er við fyrihugaða hækkun matarskattsins nú í þingflokki Framsóknarflokksins og ítrekaði Karl Garðarsson þingmaður flokksins á þingi í dag að hann hefði ekki skipt um skoðun frá því hann lagðist gegn þessari hugmynd í síðasta mánuði. „En það hefur hins vegar orðið grundvallar breyting á þessu frá því þessar hugmyndir komu fyrst fram og hún felst í tveimur megin prinsippum ef svo má segja. Annars vegar að breytingarnar í heild eiga að leiða til þess að ráðstöfunartekjur fólks aukist. Minnki ekki, heldur aukist. Hins vegar eigi verðlag, vísitalan, að lækka en ekki hækka. Þar með eigi lánin ekki að hækka heldur lækka. Þetta er auðvitað grundvallar breyting og þetta eru prinsipp sem menn ætla að standa vörð um jafnvel þótt það þurfi að gera einhverjar breytingar. Þannig að nú fer þetta bara í vinnslu í þinginu og meti menn það svo það það sé tilefni til að gera breytingar, þá verður það gert,“ segir forsætisráðherra. Með breytingunum nú ætti að auka kaupmátt og lækka verðlag ólíkt því sem fyrri ríkisstjórn áformaði.En er ekki alveg ljóst að þrátt fyrir allar þessar breytingar sem á að gera samhliða að t.d. barnlausir einstaklingar sem eru með lágar tekjur koma ekki vel út úr þessu?„Nei, það á einmitt ekki að vera ljóst vegna þess að þetta á að ná til allra hópa í samfélaginu, óháð til dæmis barnafjölda. Þannig að jafnvel fólk sem á ekki börn á að standa betur eftir en fyrir, samkvæmt þessum prinsippum sem menn ætla að standa vörð um jafnvel þótt það þurfi að breyta einhverju í frumvarpinu,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Fjárlög Tengdar fréttir Forsætisráðherra gagnrýndi þingmenn stjórnarandstöðunnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór með stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. 10. september 2014 20:04 Leita leiða til að aflétta fjármagnshöftum Skipaður hefur verið framkvæmdahópur sem mun gera tillögur að leiðum til að létta fjármagnshöftum af íslensku efnahagslífi. 10. september 2014 20:22 Orð Sigmundar og Bjarna um virðisaukaskatt rifjuð upp Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að hækkun virðisaukaskatts á matvæli væri aðför að láglaunafólki fyrir þremur árum. Bjarni Benediktsson sagði fyrir fimm árum að skattkerfið á Íslandi yrði sífellt líkara því sem gerist á Norðurlöndunum. Nái fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu fram að ganga verður skattaumhverfið hér á landi enn líkara því sem gerist í Skandinavíu. 10. september 2014 14:52 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Sjá meira
Forsætisráðherra segir grundvallarmun á fyrirhugaðri hækkun á neðra þrepi virðisaukaskattsins nú og þegar hann lagðist alfarið á móti slíkum hugmyndum í tíð fyrri ríkisstjórnar. Breytingar á skattinum nú og hliðaraðgerðir muni auka kaupmátt heimilanna og leiði ekki til hækkunnar vísitölubundinna lána. Boðaðar breytingar á lægra þrepi virkiðsaukaskatts munu auka tekjur ríkissjóðs af honum um ellefu milljarða króna, en í þessu skattþrepi eru matvæli, bækur og tímarit ásamt heitu vatni og rafmagni og fleiru. Þegar Sigmundur sagði síðustu ríkisstjórn ætla að hækka skattinn árið 2011 brást Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins hart við og talaði um „skelfilegar fréttir og mál sem yrði að stöðva.“ Andstaða er við fyrihugaða hækkun matarskattsins nú í þingflokki Framsóknarflokksins og ítrekaði Karl Garðarsson þingmaður flokksins á þingi í dag að hann hefði ekki skipt um skoðun frá því hann lagðist gegn þessari hugmynd í síðasta mánuði. „En það hefur hins vegar orðið grundvallar breyting á þessu frá því þessar hugmyndir komu fyrst fram og hún felst í tveimur megin prinsippum ef svo má segja. Annars vegar að breytingarnar í heild eiga að leiða til þess að ráðstöfunartekjur fólks aukist. Minnki ekki, heldur aukist. Hins vegar eigi verðlag, vísitalan, að lækka en ekki hækka. Þar með eigi lánin ekki að hækka heldur lækka. Þetta er auðvitað grundvallar breyting og þetta eru prinsipp sem menn ætla að standa vörð um jafnvel þótt það þurfi að gera einhverjar breytingar. Þannig að nú fer þetta bara í vinnslu í þinginu og meti menn það svo það það sé tilefni til að gera breytingar, þá verður það gert,“ segir forsætisráðherra. Með breytingunum nú ætti að auka kaupmátt og lækka verðlag ólíkt því sem fyrri ríkisstjórn áformaði.En er ekki alveg ljóst að þrátt fyrir allar þessar breytingar sem á að gera samhliða að t.d. barnlausir einstaklingar sem eru með lágar tekjur koma ekki vel út úr þessu?„Nei, það á einmitt ekki að vera ljóst vegna þess að þetta á að ná til allra hópa í samfélaginu, óháð til dæmis barnafjölda. Þannig að jafnvel fólk sem á ekki börn á að standa betur eftir en fyrir, samkvæmt þessum prinsippum sem menn ætla að standa vörð um jafnvel þótt það þurfi að breyta einhverju í frumvarpinu,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Fjárlög Tengdar fréttir Forsætisráðherra gagnrýndi þingmenn stjórnarandstöðunnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór með stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. 10. september 2014 20:04 Leita leiða til að aflétta fjármagnshöftum Skipaður hefur verið framkvæmdahópur sem mun gera tillögur að leiðum til að létta fjármagnshöftum af íslensku efnahagslífi. 10. september 2014 20:22 Orð Sigmundar og Bjarna um virðisaukaskatt rifjuð upp Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að hækkun virðisaukaskatts á matvæli væri aðför að láglaunafólki fyrir þremur árum. Bjarni Benediktsson sagði fyrir fimm árum að skattkerfið á Íslandi yrði sífellt líkara því sem gerist á Norðurlöndunum. Nái fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu fram að ganga verður skattaumhverfið hér á landi enn líkara því sem gerist í Skandinavíu. 10. september 2014 14:52 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Sjá meira
Forsætisráðherra gagnrýndi þingmenn stjórnarandstöðunnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór með stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. 10. september 2014 20:04
Leita leiða til að aflétta fjármagnshöftum Skipaður hefur verið framkvæmdahópur sem mun gera tillögur að leiðum til að létta fjármagnshöftum af íslensku efnahagslífi. 10. september 2014 20:22
Orð Sigmundar og Bjarna um virðisaukaskatt rifjuð upp Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að hækkun virðisaukaskatts á matvæli væri aðför að láglaunafólki fyrir þremur árum. Bjarni Benediktsson sagði fyrir fimm árum að skattkerfið á Íslandi yrði sífellt líkara því sem gerist á Norðurlöndunum. Nái fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu fram að ganga verður skattaumhverfið hér á landi enn líkara því sem gerist í Skandinavíu. 10. september 2014 14:52