Sigurvegari Reykjavíkurmaraþonsins sakaður um svindl Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. september 2014 15:45 Úr Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Vísir/Stefán Pétur Sturla Bjarnason, sem hafnaði í öðru sæti í Íslandsmótinu í maraþonhlaupi, sem fer fram samhliða Reykjavíkurmaraþoninu, kærði úrslitin í karlaflokki til yfirdómnefndar. Hann telur sig hafa undir höndum gögn sem sýna að sigurvegari hlaupsins, Arnar Pétursson, hafi svindlað í hlaupinu. Þetta kemur fram í nýjustu útgáfu Kjarnans. Pétur bendir á að Arnar hafi notast við svokallaða „héra“ á meðan hlaupinu stóð. Var um að ræða tvo hjólareiðakappa sem hvöttu hann áfram í hlaupinu ásamt því að stýra hraðanum og brjóta vind fyrir hlaupara sem á eftir honum koma. Yfirdómnefndin tók kæruna fyrir þar sem viðurkennt var að hjólreiðamenn hefðu fylgt Arnari eftir þrjá fjórðu af hlaupinu. Hins vegar var málinu vísað frá þar sem ósannað þótti að Arnar hefði notið aðstoðar hjólreiðamannanna. Þó yrði fylgst betur með hlaupurum á næsta ári. Í 10. grein reglnanna segir:Hlaupabrautin er eingöngu ætluð keppendum. Ekki er heimilt að fylgja hlaupurum gangandi, hlaupandi, á hjóli eða öðrum farartækjum (undanþága fyrir fylgdarmenn fatlaðra). Það er á ábyrgð þátttakenda að vísa frá þeim sem vilja fylgja. Brot á ofangreindum reglum ógilda þátttökurétt í hlaupinu að því er segir í 18. grein. Arnar mætti ekki þegar yfirdómnefnd Reykjavíkurmaraþons tók málið fyrir en faðir hans, Pétur Hrafn Sigurðsson, mætti í hans stað. Talaði hann fyrir hönd sonar síns og fullyrti að kæran ætti ekki við rök að styðjast. Um hafi verið að ræða sig sjálfan og annan son sinn, bróður Arnars, sem fylgdust með honum til skemmtunar. Benti hann á að þeir hefðu ekki aðstoðað hann þótt að greinilegt væri að aðrir keppendur nýttu sér aðstoð á hjólum. Standa því úrslitin óhögguð en samkvæmt heimildum Kjarnans hefur Pétur Sturla ákveðið að áfrýjað úrskurðinum til dómstóls ÍSÍ þar sem Pétur gagnrýnir vinnubrögð dómnefndarinnar en ítarlega er fjallað um málið í Kjarnanum í dag. Íþróttir Tengdar fréttir Arnar og Tinna Íslandsmeistarar Bandaríkjamaðurinn Matthew Pelletier og hin breska Sarah Brown höfðu sigur í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í dag. 23. ágúst 2014 16:34 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Sjá meira
Pétur Sturla Bjarnason, sem hafnaði í öðru sæti í Íslandsmótinu í maraþonhlaupi, sem fer fram samhliða Reykjavíkurmaraþoninu, kærði úrslitin í karlaflokki til yfirdómnefndar. Hann telur sig hafa undir höndum gögn sem sýna að sigurvegari hlaupsins, Arnar Pétursson, hafi svindlað í hlaupinu. Þetta kemur fram í nýjustu útgáfu Kjarnans. Pétur bendir á að Arnar hafi notast við svokallaða „héra“ á meðan hlaupinu stóð. Var um að ræða tvo hjólareiðakappa sem hvöttu hann áfram í hlaupinu ásamt því að stýra hraðanum og brjóta vind fyrir hlaupara sem á eftir honum koma. Yfirdómnefndin tók kæruna fyrir þar sem viðurkennt var að hjólreiðamenn hefðu fylgt Arnari eftir þrjá fjórðu af hlaupinu. Hins vegar var málinu vísað frá þar sem ósannað þótti að Arnar hefði notið aðstoðar hjólreiðamannanna. Þó yrði fylgst betur með hlaupurum á næsta ári. Í 10. grein reglnanna segir:Hlaupabrautin er eingöngu ætluð keppendum. Ekki er heimilt að fylgja hlaupurum gangandi, hlaupandi, á hjóli eða öðrum farartækjum (undanþága fyrir fylgdarmenn fatlaðra). Það er á ábyrgð þátttakenda að vísa frá þeim sem vilja fylgja. Brot á ofangreindum reglum ógilda þátttökurétt í hlaupinu að því er segir í 18. grein. Arnar mætti ekki þegar yfirdómnefnd Reykjavíkurmaraþons tók málið fyrir en faðir hans, Pétur Hrafn Sigurðsson, mætti í hans stað. Talaði hann fyrir hönd sonar síns og fullyrti að kæran ætti ekki við rök að styðjast. Um hafi verið að ræða sig sjálfan og annan son sinn, bróður Arnars, sem fylgdust með honum til skemmtunar. Benti hann á að þeir hefðu ekki aðstoðað hann þótt að greinilegt væri að aðrir keppendur nýttu sér aðstoð á hjólum. Standa því úrslitin óhögguð en samkvæmt heimildum Kjarnans hefur Pétur Sturla ákveðið að áfrýjað úrskurðinum til dómstóls ÍSÍ þar sem Pétur gagnrýnir vinnubrögð dómnefndarinnar en ítarlega er fjallað um málið í Kjarnanum í dag.
Íþróttir Tengdar fréttir Arnar og Tinna Íslandsmeistarar Bandaríkjamaðurinn Matthew Pelletier og hin breska Sarah Brown höfðu sigur í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í dag. 23. ágúst 2014 16:34 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Sjá meira
Arnar og Tinna Íslandsmeistarar Bandaríkjamaðurinn Matthew Pelletier og hin breska Sarah Brown höfðu sigur í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í dag. 23. ágúst 2014 16:34