„Þetta var einfaldlega líkamleg árás“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2014 09:59 Gunnsteinn Ólafsson sést hér lengst til hægri. visir/gva „Ég var ekki inn á vinnusvæðinu og öll fyrirmæli sem gefin voru af lögreglu sneru að vinnusvæðinu,“ sagði Gunnsteinn Ólafson við aðalmeðferð dómsmálsins vegna mótmælanna í Gálgahrauni. Þá sagði Gunnsteinn að hann kannaðist ekki við að lögregla hafi beint tilmælum til sín. Aðalmeðferð í málinu hófst í morgun í Héraðsdómi Reykjaness. Níu manns voru ákærð vegna mótmælanna sem fram fóru 21. október í fyrra. Þar sem fjöldi ákærðra og vitna er svo mikill er um mikið púsluspil að ræða. Verjendum hefur hingað til verið margrætt um að samskiptum þeirra við ákæruvaldið um uppröðun ákærðra og vitna hafi verið ábótavant. Of fá sæti eru í dómsalnum, sem er þéttsetinn, svo margir áhugsamir þurfa að bíða fyrir utan. Áætlað er réttarhöldin muni standa yfir til klukkan fimm í dag. Í skýrslu lögreglu segir að Gunnsteinn hafi hlaupið fram fyrir gröfu sem notuð var við vegavinnu í hrauninu. „Þetta var jarðýta,“ sagði Gunnsteinn. Hann sagðist hafa gengið yfir farveg ýtunnar, langt fram fyrir hana, og ekki heft för hennar. Eftir það hafi hann verið handtekinn. „Það er ekki rétt að kalla þetta handtöku, þetta var einfaldlega líkamleg árás, sem ég varð fyrir,“ sagði Gunnsteinn. Hann tók einnnig fram að hann hefði ekki sýnt neinn mótþróa. „Ég var á göngu fyrir utan svæðið þegar hópur lögreglumanna þyrptist að mér. Ég sýndi engan mótþróa en þeir þröngvuðu höndum mínum aftur fyrir bak. Það sem verra er, þeir tóku fram plastbönd til að herða að höndum mínum.“ Gunnsteinn sagðist vera tónlistarmaður og sagðist hann þora að fullyrða að hann væri þekktur sem slíkur.visir/gva„Þeir ætluðu að herða plastbönd að höndum mínum, að höndum listamannsins. Það eina sem listamaðurinn hefur eru hendurnar,“ sagði Gunnsteinn. Hann hafði áhyggjur af því hve ungur lögreglumaðurinn væri og taldi að með reynsluleysi gæti hann slasað hann á höndunum. „Ég bað hann um að herða ekki of hart, en hann varð ekki við því.“ Gunnsteinn segir að rektor listaháskólans, þar sem hann kennir, hafi séð aðfarirnar og reynt að grípa inni. Honum hafi þó verið haldið í burtu. „Það sem er einkennilegast er að lögreglumennirnir sem fylgdu mér neyddu mig inn fyrir bannsvæðið sem ég ætlaði ekki inn á. Mér var aldrei tilkynnt að ég væri handtekinn. Þeir þyrptust að mér og fóru með mig í áttina að lögreglubíl sem var langt í burtu.“ Gunnsteinn var færður í fangaklefa eftir handtökuna. „Maður skyldi halda að þegar bönd eru hert að höndum listamanns skyldi ekið með hann á sjúkrahús,“ sagði Gunnsteinn. Þess í stað hafi hann verið færður í fangaklefa og hann látinn dúsa þar. Lögreglumaður segir aftur á móti að Gunnsteinn hafi rifið niður borða og hlaupið í veg fyrir gröfuna. Því hafi ákvörðun verið tekin um að handtaka hann. Tengdar fréttir Málsmeðferð í Gálgahraunsmáli í samræmi við lög "Lögin gera nú bara beinlínis ráð fyrir því að lögreglustjórar sem fara með rannsókn mála fari jafnframt með ákæruvald í þeim,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29. janúar 2014 14:49 Hagsmunir Hraunavina horfnir Mál Hraunavina og ferna annarra náttúruverndarsamtaka gegn Vegagerðinni vegna framkvæmda við nýjan Álftanesveg í Gálgahrauni, hefur verið vísað frá. 3. mars 2014 15:07 Ákærðu í Gálgahraunsmáli neituðu öll sök Ein þeirra ákærðu er 71 árs gömul kona sem sat í hrauninu með kaffibrúsann sinn af hugsjón. "Maður hlýtur að velta því fyrir sér hver situr á toppnum,“ segir Skúli Bjarnason, lögmaður fjögurra ákærðu. 28. janúar 2014 10:58 Vilja að saksóknari víki Verjendur þeirra níu, sem ákærðir eru fyrir framgöngu sína gagnvart lögreglu í mótmælum í Gálgahrauni í október á síðasta ári, óskuðu eftir því í morgun að saksóknarinn í málinu yrði látinn víkja. 24. febrúar 2014 10:32 „Skylda okkar að vernda íslenska náttúru og skila henni heilli til framtíðarkynslóða“ Í kvöld fara fram tónleikarnir, Stopp – Gætum garðsins, í Hörpunni þar sem fjöldinn allur af listamönnum mun koma fram. 18. mars 2014 12:13 Hraunavinir fá ekki álit EFTA dómstólsins Hæstiréttur hefur hafnað beiðni ýmissa samtaka sem hafa mótmælt vegaframkvæmdum í Gálgahrauni um álit EFTA dómstólsins. 26. febrúar 2014 17:32 Minnir meira á lögregluríki en nútíma réttarríki Ákærðu þekkja saksóknarann í Gálgahraunsmálinu sem manninn sem sást stýra lögregluaðgerðum í hrauninu, daginn sem fólkið var handtekið, flutt af vettvangi og læst í fangaklefa. 29. janúar 2014 11:52 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
„Ég var ekki inn á vinnusvæðinu og öll fyrirmæli sem gefin voru af lögreglu sneru að vinnusvæðinu,“ sagði Gunnsteinn Ólafson við aðalmeðferð dómsmálsins vegna mótmælanna í Gálgahrauni. Þá sagði Gunnsteinn að hann kannaðist ekki við að lögregla hafi beint tilmælum til sín. Aðalmeðferð í málinu hófst í morgun í Héraðsdómi Reykjaness. Níu manns voru ákærð vegna mótmælanna sem fram fóru 21. október í fyrra. Þar sem fjöldi ákærðra og vitna er svo mikill er um mikið púsluspil að ræða. Verjendum hefur hingað til verið margrætt um að samskiptum þeirra við ákæruvaldið um uppröðun ákærðra og vitna hafi verið ábótavant. Of fá sæti eru í dómsalnum, sem er þéttsetinn, svo margir áhugsamir þurfa að bíða fyrir utan. Áætlað er réttarhöldin muni standa yfir til klukkan fimm í dag. Í skýrslu lögreglu segir að Gunnsteinn hafi hlaupið fram fyrir gröfu sem notuð var við vegavinnu í hrauninu. „Þetta var jarðýta,“ sagði Gunnsteinn. Hann sagðist hafa gengið yfir farveg ýtunnar, langt fram fyrir hana, og ekki heft för hennar. Eftir það hafi hann verið handtekinn. „Það er ekki rétt að kalla þetta handtöku, þetta var einfaldlega líkamleg árás, sem ég varð fyrir,“ sagði Gunnsteinn. Hann tók einnnig fram að hann hefði ekki sýnt neinn mótþróa. „Ég var á göngu fyrir utan svæðið þegar hópur lögreglumanna þyrptist að mér. Ég sýndi engan mótþróa en þeir þröngvuðu höndum mínum aftur fyrir bak. Það sem verra er, þeir tóku fram plastbönd til að herða að höndum mínum.“ Gunnsteinn sagðist vera tónlistarmaður og sagðist hann þora að fullyrða að hann væri þekktur sem slíkur.visir/gva„Þeir ætluðu að herða plastbönd að höndum mínum, að höndum listamannsins. Það eina sem listamaðurinn hefur eru hendurnar,“ sagði Gunnsteinn. Hann hafði áhyggjur af því hve ungur lögreglumaðurinn væri og taldi að með reynsluleysi gæti hann slasað hann á höndunum. „Ég bað hann um að herða ekki of hart, en hann varð ekki við því.“ Gunnsteinn segir að rektor listaháskólans, þar sem hann kennir, hafi séð aðfarirnar og reynt að grípa inni. Honum hafi þó verið haldið í burtu. „Það sem er einkennilegast er að lögreglumennirnir sem fylgdu mér neyddu mig inn fyrir bannsvæðið sem ég ætlaði ekki inn á. Mér var aldrei tilkynnt að ég væri handtekinn. Þeir þyrptust að mér og fóru með mig í áttina að lögreglubíl sem var langt í burtu.“ Gunnsteinn var færður í fangaklefa eftir handtökuna. „Maður skyldi halda að þegar bönd eru hert að höndum listamanns skyldi ekið með hann á sjúkrahús,“ sagði Gunnsteinn. Þess í stað hafi hann verið færður í fangaklefa og hann látinn dúsa þar. Lögreglumaður segir aftur á móti að Gunnsteinn hafi rifið niður borða og hlaupið í veg fyrir gröfuna. Því hafi ákvörðun verið tekin um að handtaka hann.
Tengdar fréttir Málsmeðferð í Gálgahraunsmáli í samræmi við lög "Lögin gera nú bara beinlínis ráð fyrir því að lögreglustjórar sem fara með rannsókn mála fari jafnframt með ákæruvald í þeim,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29. janúar 2014 14:49 Hagsmunir Hraunavina horfnir Mál Hraunavina og ferna annarra náttúruverndarsamtaka gegn Vegagerðinni vegna framkvæmda við nýjan Álftanesveg í Gálgahrauni, hefur verið vísað frá. 3. mars 2014 15:07 Ákærðu í Gálgahraunsmáli neituðu öll sök Ein þeirra ákærðu er 71 árs gömul kona sem sat í hrauninu með kaffibrúsann sinn af hugsjón. "Maður hlýtur að velta því fyrir sér hver situr á toppnum,“ segir Skúli Bjarnason, lögmaður fjögurra ákærðu. 28. janúar 2014 10:58 Vilja að saksóknari víki Verjendur þeirra níu, sem ákærðir eru fyrir framgöngu sína gagnvart lögreglu í mótmælum í Gálgahrauni í október á síðasta ári, óskuðu eftir því í morgun að saksóknarinn í málinu yrði látinn víkja. 24. febrúar 2014 10:32 „Skylda okkar að vernda íslenska náttúru og skila henni heilli til framtíðarkynslóða“ Í kvöld fara fram tónleikarnir, Stopp – Gætum garðsins, í Hörpunni þar sem fjöldinn allur af listamönnum mun koma fram. 18. mars 2014 12:13 Hraunavinir fá ekki álit EFTA dómstólsins Hæstiréttur hefur hafnað beiðni ýmissa samtaka sem hafa mótmælt vegaframkvæmdum í Gálgahrauni um álit EFTA dómstólsins. 26. febrúar 2014 17:32 Minnir meira á lögregluríki en nútíma réttarríki Ákærðu þekkja saksóknarann í Gálgahraunsmálinu sem manninn sem sást stýra lögregluaðgerðum í hrauninu, daginn sem fólkið var handtekið, flutt af vettvangi og læst í fangaklefa. 29. janúar 2014 11:52 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Málsmeðferð í Gálgahraunsmáli í samræmi við lög "Lögin gera nú bara beinlínis ráð fyrir því að lögreglustjórar sem fara með rannsókn mála fari jafnframt með ákæruvald í þeim,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29. janúar 2014 14:49
Hagsmunir Hraunavina horfnir Mál Hraunavina og ferna annarra náttúruverndarsamtaka gegn Vegagerðinni vegna framkvæmda við nýjan Álftanesveg í Gálgahrauni, hefur verið vísað frá. 3. mars 2014 15:07
Ákærðu í Gálgahraunsmáli neituðu öll sök Ein þeirra ákærðu er 71 árs gömul kona sem sat í hrauninu með kaffibrúsann sinn af hugsjón. "Maður hlýtur að velta því fyrir sér hver situr á toppnum,“ segir Skúli Bjarnason, lögmaður fjögurra ákærðu. 28. janúar 2014 10:58
Vilja að saksóknari víki Verjendur þeirra níu, sem ákærðir eru fyrir framgöngu sína gagnvart lögreglu í mótmælum í Gálgahrauni í október á síðasta ári, óskuðu eftir því í morgun að saksóknarinn í málinu yrði látinn víkja. 24. febrúar 2014 10:32
„Skylda okkar að vernda íslenska náttúru og skila henni heilli til framtíðarkynslóða“ Í kvöld fara fram tónleikarnir, Stopp – Gætum garðsins, í Hörpunni þar sem fjöldinn allur af listamönnum mun koma fram. 18. mars 2014 12:13
Hraunavinir fá ekki álit EFTA dómstólsins Hæstiréttur hefur hafnað beiðni ýmissa samtaka sem hafa mótmælt vegaframkvæmdum í Gálgahrauni um álit EFTA dómstólsins. 26. febrúar 2014 17:32
Minnir meira á lögregluríki en nútíma réttarríki Ákærðu þekkja saksóknarann í Gálgahraunsmálinu sem manninn sem sást stýra lögregluaðgerðum í hrauninu, daginn sem fólkið var handtekið, flutt af vettvangi og læst í fangaklefa. 29. janúar 2014 11:52