Lífið

Sigrún Lilja tekur einn dag í einu

Ellý Ármanns skrifar
Mynd/instagram
Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur, hönnuði og rithöfundi, og þremur vinkonum hennar var byrlað ólyfjan í miðbæ Reykjavíkur síðastliðinn föstudag.  Hún vakti athygli á þessari hræðilegu reynslu á Facebooksíðunni sinni en betur fór en á horfðist því samstarfskona Sigrúnar Lilju og eiginmaður hennar báru hana sem betur fer út af staðnum og komu henni til síns heima.  

Allt í einu lamaðist ég

„Ég var með samstarfskonu minni og ég get þakkað guði fyrir að ekki fór verr því við erum tildurlega nýbúnar að kynnast og hún hefði auðveldlega getað afskrifað mig sem dauðadrukkna.

En hún sá mig hinsvegar í góðu lagi þar sem ég dansaði við hana og hló og skemmti mér, svo allt í einu þá lamaðist ég og datt niður þar sem ég lág á grúfu á dansgólfinu.

Hún hélt fyrst að ég hefði meitt mig en sá svo þegar hún lyfti höfðinu mínu að ég var gjörsamlega lömuð, froðufellandi, sá ekki né gat talað,“ skrifaði Sigrún Lilja á Facebook síðu sína eins og sjá má í frétt sem birtist á Visi - hér.

mynd/facebook
Tekur einn dag í einu í bataferlinu  

Sigrún Lilja birti meðfylgjandi mynd sem sjá má hér fyrir neðan á instagram myndasíðunni hennar í morgun með eftirfarandi skilaboðum:

Getting there, just taking one day at a time. Hard to sleep, tired, numbed, feeling weird! Guð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×