Fjölbreyttara atvinnulíf Árni Páll Árnason skrifar 10. september 2014 10:05 Fyrsta mál Samfylkingarinnar nú við upphaf þingvetrar er að efla stuðning við lítil og meðalstór fyrirtæki og fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði. Við leggjum til aðgerðir sem miða að því að skjóta fjölbreyttari stoðum undir atvinnulíf á Íslandi og búa til vellaunuð störf um allt land. Helsti vandi íslensks efnahagslífs nú er kyrrstaðan og einangrunin sem leiðir af höftum og veikum gjaldmiðli. Áhersla núverandi ríkisstjórnar hefur verið á að draga til baka margháttað frumkvæði ríkisstjórnar jafnaðarmanna í uppbyggingu stoðkerfis tækni- og atvinnuþróunar. Þess vegna er brýn þörf á að snúa vörn í sókn.Betra skattaumhverfi Við leggjum til breytingar á skattaumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja og þeirra einstaklinga sem fjárfesta í þeim. Veita á skattaafslátt til einstaklinga sem fjárfesta í litlum og meðalstórum fyrirtækjum, hvort sem það er með beinni fjárfestingu eða sjóðum sem sérhæfa sig í því. Þá leggjum við til að lækkun tryggingargjalds verði sett í forgang, enda leggst það á launakostnað. Hann er hlutfallslega þyngstur hjá þekkingar- og nýsköpunarfyrirtækjum og lækkun hans auðveldar fyrirtækjum að hækka laun og fjölga starfsfólki.Auka á nýfjárfestingar Við viljum veita lífeyrissjóðum auknar heimildir til að fjárfesta í óskráðum félögum. Hagsmunir lífeyrissjóðanna sem búa við takmarkaða fjárfestingakosti vegna hafta og fjölda tækni- og hugverkafyrirtækja í vexti þarfnast fjármagns. Við viljum beita sértækum ívilnunum vegna nýfjárfestinga sem miða að því að auka fjárfestingar í rannsóknar- og þróunarverkefnum og þjálfun starfsfólks. Fela á Íslandsstofu að markaðssetja og kynna slíkar ívilnanir, hér á landi og erlendis, í samráði við Samtök iðnaðarins. Ný ríkisstjórn lét illu heilli lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga renna út í lok síðasta árs, en boðar nú bót og betrun. Byggja þarf upp upplýsingaveitu um þau tækni- og hugverkafyrirtæki sem leita fjárfesta í samstarfi nokkurra aðila, m.a. fjárfestingasviðs Íslandsstofu og nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Þær aðstæður hafa skapast hér eftir hrun að fjármagn leitar í einsleita ávöxtunarkosti og þess vegna mikilvægt að kynna vel kosti fjárfestingar í minni fyrirtækjum og ívilnanir sem þeim fylgja. Við viljum að grænn fjárfestingasjóður verði starfræktur sem styður við uppbyggingu græns hagkerfis. Þar verði áhersla á fjárfestingar í tækni- og hugverkafyrirtækjum á sviði umhverfistækni og vistvænna lausna.Efling verk- og tæknináms Efla þarf verk- og tækninám til að svara eftirspurn atvinnulífsins eftir starfskröftum með slíka menntun. Við unnum stórvirki í tíð síðustu ríkisstjórnar við að koma ungu atvinnulausu fólki til þjálfunar og náms. Þau verkefni hafa nú öll verið slegin af. Gera þarf aðgerðaráætlun um eflingu verk- og tæknináms á Íslandi sem hefur það markmið að fjölga nemendum sem stunda verk- og tækninám. Auka þarf fjárframlög til málaflokksins á öllum skólastigum, rannsaka þarfir atvinnulífsins, þróa nýjar námsleiðir og auka vægi verk- og tæknigreina í grunnskólum. Á Tækni- og hugverkaþingi árið 2013 hlutu þessar tillögur Samfylkingarinnar 1., 2. og 3. verðlaun þegar stjórnmálaflokkarnir kepptu nafnlaust um hylli gesta. Þingmenn Samfylkingarinnar munu áfram vinna að þessum tillögum strax nú á haustdögum við fjárlagagerð og umræður um hvítbók menntamálaráðherra um umbætur í menntakerfinu. Til þess munum við þurfa stuðning atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta mál Samfylkingarinnar nú við upphaf þingvetrar er að efla stuðning við lítil og meðalstór fyrirtæki og fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði. Við leggjum til aðgerðir sem miða að því að skjóta fjölbreyttari stoðum undir atvinnulíf á Íslandi og búa til vellaunuð störf um allt land. Helsti vandi íslensks efnahagslífs nú er kyrrstaðan og einangrunin sem leiðir af höftum og veikum gjaldmiðli. Áhersla núverandi ríkisstjórnar hefur verið á að draga til baka margháttað frumkvæði ríkisstjórnar jafnaðarmanna í uppbyggingu stoðkerfis tækni- og atvinnuþróunar. Þess vegna er brýn þörf á að snúa vörn í sókn.Betra skattaumhverfi Við leggjum til breytingar á skattaumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja og þeirra einstaklinga sem fjárfesta í þeim. Veita á skattaafslátt til einstaklinga sem fjárfesta í litlum og meðalstórum fyrirtækjum, hvort sem það er með beinni fjárfestingu eða sjóðum sem sérhæfa sig í því. Þá leggjum við til að lækkun tryggingargjalds verði sett í forgang, enda leggst það á launakostnað. Hann er hlutfallslega þyngstur hjá þekkingar- og nýsköpunarfyrirtækjum og lækkun hans auðveldar fyrirtækjum að hækka laun og fjölga starfsfólki.Auka á nýfjárfestingar Við viljum veita lífeyrissjóðum auknar heimildir til að fjárfesta í óskráðum félögum. Hagsmunir lífeyrissjóðanna sem búa við takmarkaða fjárfestingakosti vegna hafta og fjölda tækni- og hugverkafyrirtækja í vexti þarfnast fjármagns. Við viljum beita sértækum ívilnunum vegna nýfjárfestinga sem miða að því að auka fjárfestingar í rannsóknar- og þróunarverkefnum og þjálfun starfsfólks. Fela á Íslandsstofu að markaðssetja og kynna slíkar ívilnanir, hér á landi og erlendis, í samráði við Samtök iðnaðarins. Ný ríkisstjórn lét illu heilli lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga renna út í lok síðasta árs, en boðar nú bót og betrun. Byggja þarf upp upplýsingaveitu um þau tækni- og hugverkafyrirtæki sem leita fjárfesta í samstarfi nokkurra aðila, m.a. fjárfestingasviðs Íslandsstofu og nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Þær aðstæður hafa skapast hér eftir hrun að fjármagn leitar í einsleita ávöxtunarkosti og þess vegna mikilvægt að kynna vel kosti fjárfestingar í minni fyrirtækjum og ívilnanir sem þeim fylgja. Við viljum að grænn fjárfestingasjóður verði starfræktur sem styður við uppbyggingu græns hagkerfis. Þar verði áhersla á fjárfestingar í tækni- og hugverkafyrirtækjum á sviði umhverfistækni og vistvænna lausna.Efling verk- og tæknináms Efla þarf verk- og tækninám til að svara eftirspurn atvinnulífsins eftir starfskröftum með slíka menntun. Við unnum stórvirki í tíð síðustu ríkisstjórnar við að koma ungu atvinnulausu fólki til þjálfunar og náms. Þau verkefni hafa nú öll verið slegin af. Gera þarf aðgerðaráætlun um eflingu verk- og tæknináms á Íslandi sem hefur það markmið að fjölga nemendum sem stunda verk- og tækninám. Auka þarf fjárframlög til málaflokksins á öllum skólastigum, rannsaka þarfir atvinnulífsins, þróa nýjar námsleiðir og auka vægi verk- og tæknigreina í grunnskólum. Á Tækni- og hugverkaþingi árið 2013 hlutu þessar tillögur Samfylkingarinnar 1., 2. og 3. verðlaun þegar stjórnmálaflokkarnir kepptu nafnlaust um hylli gesta. Þingmenn Samfylkingarinnar munu áfram vinna að þessum tillögum strax nú á haustdögum við fjárlagagerð og umræður um hvítbók menntamálaráðherra um umbætur í menntakerfinu. Til þess munum við þurfa stuðning atvinnulífsins.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar