„Ráðstöfunartekjur munu hækka um hálft prósent“ Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2014 08:53 Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, ræddu fjárlagafrumvarpið í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Oddný segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með breytinguna á virðisaukaskatts kerfinu. „Stóra myndin er þó í takt við það sem þessi ríkisstjórn hefur markað. Við sáum það í fjárlagafrumvarpinu 2014. Svigrúmið þar var nýtt fyrir þá sem hafa það best og það sama gerist í þessu.“ Hún segist hafa talað fyrir endurskoðun virðisaukaskattskerfisins, að fækka þyrfti undanþágum. Að of lítið skref hafi verið tekið í þá áttina og í raun væri varla hægt að tala um endurskoðun. „Síðan er matur hækkaður undir því yfirskyni að verið sé að einfalda kerfið.“ Hún bendir á að í frumvarpinu segir að virðisaukakerfi sé ekki góð leið til að ná fram jöfnuði og því sé þessi breyting gerð. Þó sé ekkert sagt til um aðrar leiðir til að auka jöfnuð. „Það er mjög mikilvægt að horfa á heildarmyndina. Það verður að horfa á þá sem að minnst hafa. Þeir auðvitað spyrja sig hvort þeir eigi að kaupa sjónvarp eða þvottavél og nota það sem þeir græða á því til að kaupa í matinn. Þetta gengur ekki upp,“ segir Oddný. „Ég skil ekki alveg þessa umræðu og þessar fullyrðingar um að þessi ríkisstjórn hafi fyrst og fremst hjálpað þeim sem hafi meira á milli handanna,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að ef áherslur fjárlagafrumvarpsins og í því síðasta hafi verið að hjálpa þeim sem hafi það best, því hafi tíu milljarðar verið settir í heilbrigðismálin og sjö milljarðar í almannatryggingar, fyrir elli- og örorkulífeyrisþega. Guðlaugur sagði AGS og OECD hafa sagt að virðisaukaskattur væri ekki góð leið til að ná fram jöfnuði. Hann segir að nú sé verið að taka út hin alræmdu vörugjöld, sem fylgt hafi miklar flækjur í gegnum tíðina. „Í heildina, liggur það fyrir að ráðstöfunartekjur heimilana munu aukast við þessar breytingar, um fjögur þúsund milljónir króna. Ráðstöfunartekjur munu hækka um hálft prósent miðað við allar þessar breytingar. Þetta er ekki bara afnám vörugjaldsins, eða lækkun á hæsta virðisaukastigi. Þetta er líka hækkun á lægra þrepinu og sömuleiðis er bætt í barnabæturnar.“ Umræðunni var þó ekki lokið hér, en hægt er að hlusta á þau Oddný og Guðlaug hér að ofan. Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, ræddu fjárlagafrumvarpið í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Oddný segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með breytinguna á virðisaukaskatts kerfinu. „Stóra myndin er þó í takt við það sem þessi ríkisstjórn hefur markað. Við sáum það í fjárlagafrumvarpinu 2014. Svigrúmið þar var nýtt fyrir þá sem hafa það best og það sama gerist í þessu.“ Hún segist hafa talað fyrir endurskoðun virðisaukaskattskerfisins, að fækka þyrfti undanþágum. Að of lítið skref hafi verið tekið í þá áttina og í raun væri varla hægt að tala um endurskoðun. „Síðan er matur hækkaður undir því yfirskyni að verið sé að einfalda kerfið.“ Hún bendir á að í frumvarpinu segir að virðisaukakerfi sé ekki góð leið til að ná fram jöfnuði og því sé þessi breyting gerð. Þó sé ekkert sagt til um aðrar leiðir til að auka jöfnuð. „Það er mjög mikilvægt að horfa á heildarmyndina. Það verður að horfa á þá sem að minnst hafa. Þeir auðvitað spyrja sig hvort þeir eigi að kaupa sjónvarp eða þvottavél og nota það sem þeir græða á því til að kaupa í matinn. Þetta gengur ekki upp,“ segir Oddný. „Ég skil ekki alveg þessa umræðu og þessar fullyrðingar um að þessi ríkisstjórn hafi fyrst og fremst hjálpað þeim sem hafi meira á milli handanna,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að ef áherslur fjárlagafrumvarpsins og í því síðasta hafi verið að hjálpa þeim sem hafi það best, því hafi tíu milljarðar verið settir í heilbrigðismálin og sjö milljarðar í almannatryggingar, fyrir elli- og örorkulífeyrisþega. Guðlaugur sagði AGS og OECD hafa sagt að virðisaukaskattur væri ekki góð leið til að ná fram jöfnuði. Hann segir að nú sé verið að taka út hin alræmdu vörugjöld, sem fylgt hafi miklar flækjur í gegnum tíðina. „Í heildina, liggur það fyrir að ráðstöfunartekjur heimilana munu aukast við þessar breytingar, um fjögur þúsund milljónir króna. Ráðstöfunartekjur munu hækka um hálft prósent miðað við allar þessar breytingar. Þetta er ekki bara afnám vörugjaldsins, eða lækkun á hæsta virðisaukastigi. Þetta er líka hækkun á lægra þrepinu og sömuleiðis er bætt í barnabæturnar.“ Umræðunni var þó ekki lokið hér, en hægt er að hlusta á þau Oddný og Guðlaug hér að ofan.
Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira