Enski boltinn

Giroud fékk nýjan samning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Enska blaðið The Mirror fullyrðir að franski sóknarmaðurinn Olivier Giroud hafi skrifað undir nýjan samning við Arsenal sem gildir til ársins 2018.

Núverandi samningur Giroud gildir til 2016 en Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er sagður ánægður með frammistöðu hans undanfarin tvö ár.

Giroud er þó að jafna sig á meiðslum sem hann varð fyrir í leik gegn Everton í síðasta mánuði og er þess að vænta að hann snúi aftur um áramótin.

Samkvæmt The Mirror fær Giroud 80 þúsund pund í vikulaun, um 15,6 milljónir króna. Búist er við því að Arsenal staðfesti tíðindin á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×