Innlent

Ísland bregðist við ofbeldisverkum IS

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í dag
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í dag
Utanríkisráðherra lýsti yfir þungum áhyggjum vegna ofbeldisverka hryðjuverkasamtakanna IS í Írak og Sýrlandi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Sagði hann það alvarleg brot á alþjóðalögum og við því myndi Ísland bregðast. Ísland muni því leggja sitt af mörkum með framlögum til mannúðaraðstoðar á vegum stofnana Sameinuðu þjóðanna.

„Ekkert ríki getur litið undan þegar villimennskan og grimmdin er svo yfirþyrmandi,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra á allsherjarþinginu í dag.

Þá fordæmdi hann árásir Hamas á Ísrael og valdbeitingu Ísraelshers. Hann sagði að hernámi Ísraels í Palestínu verði að ljúka og að lausn vandans felist í tveggja ríkja lausninni með víðtækum stuðningi grannríkjanna og öflugu friðargæsluliði.

„Sýnið kjark, visku og gefið frið tækifæri,“ sagði hann í lok ræðu sinnar. Hana má lesa í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×