25 þúsund skjálftar: Sá næststærsti reið yfir Gissur Sigurðsson skrifar 29. september 2014 14:59 "Þetta er miklu stærra gos en við höfum séð bæði á 19. og 20. öld. Við þurfum að bakka aftur að gosinu í Lakagígum til að finna eitthvað sambærilegt,“ segir Ármann Höskuldsson. Vísir/Auðunn Jarðskjálfti af stærðinni 5,5 stig varð um 8,5 kílómetra austsuðaustur af Bárðarbungu um tuttugu mínútur fyrir tvö í dag. Skjálftinn er sá næststærsti sem mælst hefur á svæðinu undanfarinn mánuð. Mánuður er síðan fyrst gaus í Bárðarbungu. Um 25 þúsund jarðskjálftar hafa mælst á hamfarasvæðinu norðan Vatnajökuls á þeim rétta mánuði sem liðinn er síðan gosið hófst aðfaranótt föstudagsins 29. ágúst. Ekkert lát er á gosinu sem þegar telst stórgos á heimsvísu. Sjá jarðvísindamenn ekki fyrir endann á því sem nú þegar er orðið mun lengra en búist var við í fyrstu. Af öllum þessum fjölda jarðskjálfta sem urðu í Bárðarbunguöskjunni og í kvikuganginum voru 248 upp á þrjú til fjögur stig, 70 stærri en fjögur stig og og 39 yfir fimm stig. Þetta eru óvenju snarpir skjálftar í tengslum við eldgos, og goksið er um margt fleira óvenjulegt, að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. „Mikið og hátt flæði kviku upp á yfirborðið og mikið gas einkenna þetta gos. Það er eitthvað sem við höfum ekki séð áður í tengslum við sambærileg gos. Raunar höfum við ekkert séð sambærileg gos. Þetta er miklu stærra gos en við höfum séð bæði á 19. og 20. öld. Við þurfum að bakka aftur að gosinu í Lakagígum til að finna eitthvað sambærilegt. Hann segir mjög erfitt að áætla hve lengi gosið muni standa. „Mælingar okkar sýna að það hefur dregið jafnt og þétt úr hraunflæðinu. Í upphafi var þetta rúmlega Ölfusá sem var að koma upp. Nú nálgast þetta Skjálfandafljót í rúmmálsflæði,“ segir Ármann. Gosið hagi sér eins og búist var við en hefur þó staðið mun lengra. „Það er komið langt umfram þann tíma sem var reiknað með. Það var kannski reiknað með gosi í viku eða tíu daga. En það stendur enn,“ sagði Ármann Höskuldsson eldgosafræðingur. Bárðarbunga Tengdar fréttir 22 skjálftar mældust í Bárðarbungu í nótt Ekkert lát er á gosinu í Holuhrauni , en nú er réttur mánuður síðan það hófst. Skjálftavirkni á hamfarasvæðinu er álíka og síðustu sólarhringa, og sigið í öskjunni í Bárðarbungu heldur áfram. 29. september 2014 07:22 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Jarðskjálfti af stærðinni 5,5 stig varð um 8,5 kílómetra austsuðaustur af Bárðarbungu um tuttugu mínútur fyrir tvö í dag. Skjálftinn er sá næststærsti sem mælst hefur á svæðinu undanfarinn mánuð. Mánuður er síðan fyrst gaus í Bárðarbungu. Um 25 þúsund jarðskjálftar hafa mælst á hamfarasvæðinu norðan Vatnajökuls á þeim rétta mánuði sem liðinn er síðan gosið hófst aðfaranótt föstudagsins 29. ágúst. Ekkert lát er á gosinu sem þegar telst stórgos á heimsvísu. Sjá jarðvísindamenn ekki fyrir endann á því sem nú þegar er orðið mun lengra en búist var við í fyrstu. Af öllum þessum fjölda jarðskjálfta sem urðu í Bárðarbunguöskjunni og í kvikuganginum voru 248 upp á þrjú til fjögur stig, 70 stærri en fjögur stig og og 39 yfir fimm stig. Þetta eru óvenju snarpir skjálftar í tengslum við eldgos, og goksið er um margt fleira óvenjulegt, að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. „Mikið og hátt flæði kviku upp á yfirborðið og mikið gas einkenna þetta gos. Það er eitthvað sem við höfum ekki séð áður í tengslum við sambærileg gos. Raunar höfum við ekkert séð sambærileg gos. Þetta er miklu stærra gos en við höfum séð bæði á 19. og 20. öld. Við þurfum að bakka aftur að gosinu í Lakagígum til að finna eitthvað sambærilegt. Hann segir mjög erfitt að áætla hve lengi gosið muni standa. „Mælingar okkar sýna að það hefur dregið jafnt og þétt úr hraunflæðinu. Í upphafi var þetta rúmlega Ölfusá sem var að koma upp. Nú nálgast þetta Skjálfandafljót í rúmmálsflæði,“ segir Ármann. Gosið hagi sér eins og búist var við en hefur þó staðið mun lengra. „Það er komið langt umfram þann tíma sem var reiknað með. Það var kannski reiknað með gosi í viku eða tíu daga. En það stendur enn,“ sagði Ármann Höskuldsson eldgosafræðingur.
Bárðarbunga Tengdar fréttir 22 skjálftar mældust í Bárðarbungu í nótt Ekkert lát er á gosinu í Holuhrauni , en nú er réttur mánuður síðan það hófst. Skjálftavirkni á hamfarasvæðinu er álíka og síðustu sólarhringa, og sigið í öskjunni í Bárðarbungu heldur áfram. 29. september 2014 07:22 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
22 skjálftar mældust í Bárðarbungu í nótt Ekkert lát er á gosinu í Holuhrauni , en nú er réttur mánuður síðan það hófst. Skjálftavirkni á hamfarasvæðinu er álíka og síðustu sólarhringa, og sigið í öskjunni í Bárðarbungu heldur áfram. 29. september 2014 07:22