Allt um brúðkaup Georges Clooney Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. september 2014 13:00 George og Amal. vísir/getty Stórleikarinn George Clooney og mannréttindalögfræðingurinn Amal Alamuddin gengu í það heilaga á laugardaginn í Feneyjum. Athöfnin hófst klukkan 20.00 á Aman Canal Grande-hótelinu. George og Amal hétu hvort öðru undir hvítum rósaboga en turtildúfurnar skrifuðu heitin sjálf. Klukkan 20.18 voru George og Amal orðin hjón og því var athöfnin frekar stutt. Eftir athöfnina héldu brúðhjónin og gestir þeirra á veitingastað hótelsins þar sem fimm rétta máltíð var borin fram en ítalski kokkurinn Riccardo De Pra töfraði hana fram. Um forréttina sá Federico Salza. Á matseðlinum var meðal annars humar, risotto og nautakjöt. Meðal gesta voru tískumógúllinn Anna Wintour, ofurfyrirsætan Cindy Crawford, leikarinn Matt Damon og leikkonan Emily Blunt. Nutu gestir tóna lítillar strengjasveitar undir borðhaldinu. Djasstríó og píanisti tróðu líka upp um kvöldið og segir heimildarmaður tímaritsins Us Weekly að leikarinn Bill Murray hafi verið yfir sig hrifinn af músíkinni. Og að sjálfsögðu var eitthvað um ræðuhöld. Ramzi Alamuddin, faðir brúðarinnar, setti pressu á brúðhjónin og sagði að nú væri kominn tími á barnabörn. Þá voru skilaboð frá leikkonunni Söndru Bullock og leikaranum Dan Aykroyd lesin upp í veislunni. Gestir borðuðu af fínasta postulínsstelli sem var skreytt með 24 karata gullrönd. Þá voru hvítar rósir út um allt og um tuttugu nútímalistaverk sem voru handvalin af Amal prýddu salinn. Margir af gestunum skemmtu sér til klukkan fimm um nóttina en brúðhjónin drógu sig fyrr í hlé og gistu á Alcova Teipolo-svítunni. Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gengum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Sjá meira
Stórleikarinn George Clooney og mannréttindalögfræðingurinn Amal Alamuddin gengu í það heilaga á laugardaginn í Feneyjum. Athöfnin hófst klukkan 20.00 á Aman Canal Grande-hótelinu. George og Amal hétu hvort öðru undir hvítum rósaboga en turtildúfurnar skrifuðu heitin sjálf. Klukkan 20.18 voru George og Amal orðin hjón og því var athöfnin frekar stutt. Eftir athöfnina héldu brúðhjónin og gestir þeirra á veitingastað hótelsins þar sem fimm rétta máltíð var borin fram en ítalski kokkurinn Riccardo De Pra töfraði hana fram. Um forréttina sá Federico Salza. Á matseðlinum var meðal annars humar, risotto og nautakjöt. Meðal gesta voru tískumógúllinn Anna Wintour, ofurfyrirsætan Cindy Crawford, leikarinn Matt Damon og leikkonan Emily Blunt. Nutu gestir tóna lítillar strengjasveitar undir borðhaldinu. Djasstríó og píanisti tróðu líka upp um kvöldið og segir heimildarmaður tímaritsins Us Weekly að leikarinn Bill Murray hafi verið yfir sig hrifinn af músíkinni. Og að sjálfsögðu var eitthvað um ræðuhöld. Ramzi Alamuddin, faðir brúðarinnar, setti pressu á brúðhjónin og sagði að nú væri kominn tími á barnabörn. Þá voru skilaboð frá leikkonunni Söndru Bullock og leikaranum Dan Aykroyd lesin upp í veislunni. Gestir borðuðu af fínasta postulínsstelli sem var skreytt með 24 karata gullrönd. Þá voru hvítar rósir út um allt og um tuttugu nútímalistaverk sem voru handvalin af Amal prýddu salinn. Margir af gestunum skemmtu sér til klukkan fimm um nóttina en brúðhjónin drógu sig fyrr í hlé og gistu á Alcova Teipolo-svítunni.
Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gengum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Sjá meira