Bænaskrá Kristsdags: Vilja breytt viðhorf til fóstureyðinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2014 15:15 Frá Kristdeginum í Hörpu í dag. Vísir/Friðrik Beðið er um vitra stjórnmálamenn, að Gídeonfélagar fái að gefa grunnskólabörnum Nýja testamentið og breytt viðhorf til fóstureyðinga á Kristsdeginum sem haldinn er í Eldborgarsal Hörpu í dag. Fyrrnefnd atriði eru meðal þeirra sem eru á bænaskrá. Kristsdagurinn hófst klukkan 10 í morgun og stendur enn yfir. Hugmyndin með deginum ersú að kristnir einstaklingar úr sem flestum kirkjudeildum og sem víðast af landinu sameinist í bæn fyrir landi og þjóð. „Við munum fagna og lofa Guð í söng og bæn og þannig hvetja hvert annað til að halda áfram sem biðjandi þjóð,“ segir á heimasíðu Kristsdagsins. Frítt er inn og allir velkomnir. Hátíðinni lýkur með tónleikum í Eldborg á milli 18-20. „Kristsdagur er einstakt tækifæri til að sameinast í krafti fyrirheita um að Drottinn heyrir bænir sem beðnar eru í einingu og kærleika.“ Það er Friðrikskapellusamfélagið sem stendur fyrir Kristsdeginum. Sömu aðilar stóðu að Hátíð vonar síðastliðið haust Aðalræðumaður hátíðarinnar var Franklin Graham. Graham er sonur Billy Graham, eins frægasta predikara heims, sem vakið hefur athygli um heim allan fyrir umdeildar skoðanir á samkynhneigð. Í bænaefni dagsins má meðal annars finna játningu á því að Ísland sé kristin þjóð, beiðni um vitra stjórnmálamenn, góða fjölmiðla, bæn fyrir þeim sem hafa sagt sig úr kristinni kirkju, bæn um breytt viðhorf til fóstureyðinga, hugarfarsbreytingu og endurnýjaða ábyrgðartilfinningu auk margs fleira. Hér að neðan má sjá samantekt á bænarefni fyrir Kristsdaginn. Auk þeirra fylgja hverju bænarefni vers til að hafa að leiðarljósi við bænina. Bænarefnin í heild sinni, sem finna má á heimasíðu Kristsdags, má einnig sjá í PDF-skjali hér neðst í fréttinni.1. Kristin þjóð Við játum að við Íslendingar erum kristin þjóð, við erum lýður Guðs. Við tilheyrum honum og lútum honum einum.Syndajátning – iðrun Við viljum játa syndir Íslands og hvernig við Íslendingar höfum vikið frá Drottni. Biðjum Guð um sanna iðrun meðal íslensku þjóðarinnar.Afturhvarf – snúa við högum okkar Við játum að við sem þjóð viljum hverfa aftur til Guðs, biðjum að þjóðin mætti snúa sér til hans svo hann snúi við högum okkar og græði upp land okkar.2. Stjórnmál Biðjum Guð um vitra stjórnmálamenn sem leitast við að þjóna náunganum og samfélaginu; menn og konur sem standa með því sem Guðs er og hvika hvorki til hægri né vinstri frá sannleikanum. Bæn fyrir forseta, ríkisstjórn, Alþingi, embættismönnum, starfsfólki ráðuneyta og ríkisstofnana, borgar- og sveitastjórnum, dómstólum, lögreglu og Tollstjóraembættinu Biðjum um vernd og varðveislu yfir þau sem gegna þessum erfiðu og krefjandi störfum. Biðjum um blessun fyrir fjölskyldur þeirra og heimili. Biðjum Guð að stöðva neikvætt umtal um þau sem þurfa að koma fram í fjölmiðlum. Tölum jákvætt og blessum.3. Kirkja Krists á Íslandi Biðjum um öflugt safnaðarstarf. Biðjum Guð um að reisa upp menn og konur sem hafa gjöf postula, spámanna, trúboða, kennara og hirða. Biðjum að allar þessar þjónustur virki í kirkju Krists á Íslandi. Biðjum um lítillæti, auðmýkt og einingu svo að þetta mætti verða.Biðjum fyrir þjónum kirkjunnar Biskup Íslands, vígslubiskupar og biskupar annarra kirkna, prestar, forstöðumenn safnaða, annað starfsfólk og kristniboðar erlendis. Þjóðkirkjan, fríkirkjur, frjálsir söfnuðir, smáir og stórir um land allt. Biðjum fyrir kristilegu æskulýðs- og sumarbúðastarfi. Bæn fyrir þeim sem hafa dregið sig út úr kirkjustarfi á liðnum áratugum Fólk sem hefur þekkt Guð, en yfirgefið hann og köllun sína. Við köllum þau inn! Nýtt upphaf er í boði og annað tækifæri. (Nefnum nöfn þeirra sem við þekkjum). Í dag er tími endurreisnar í húsi Guðs.4. Fjölmiðlar og það sem heyrir undir þá Biðjum fyrir fjölmiðlum, eigendum þeirra, stjórnendum og starfsfólki. Að umfjöllun þeirra megi vera til uppbyggingar og menntunar. Biðjum á sama hátt fyrir leiklist, myndlist, bókmenntum og hönnun Að skaparinn sé tilbeðinn í verkunum en sköpunarverkin séu ekki upphafin. Biðjum einnig fyrir tónlistarlífi og hljómsveitum5. Menntun og uppeldismál Biðjum fyrir þeim sem sitja í Fræðsluráði. Biðjum fyrir skólastjórnendum, fyrir leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum, háskólum og öðrum menntastofnunum. Biðjum Guð að vaka yfir þessu starfi, að hann gefi kennurum kærleika og visku til að sinna þessu mikilvæga fræðslu- og uppeldisstarfi, að allir starfsmenn skólanna keppist við að veita hverjum nemenda umhyggju. Biðjum að Gídeonfélagar um allt land fái að gefa skólabörnum Nýja testamentið, til uppfræðslu og blessunar þeim er þiggja. Biðjum fyrir foreldrum, að þeir séu vakandi fyrir sínu hlutverki, fylgist með skólastarfi barna sinna og bendi á leiðir til úrbóta, ef með þarf.Kennarar á öllum skólastigum Biðjum að kennarar megi átta sig á sannleikanum og að þeir megi fá kjark til að játa hann og halda sig að honum.Nemendur sem falla úr námi Biðjum um styrk og visku fyrir ungmennum okkar sem hafa misst trú á eigin getu og hæfileika. Minnum þau á að lífið skiptir máli og að Guð elskar þau og þráir að sjá þau vaxa og blómstra6. Heilbrigðis- og félagsmál Biðjum fyrst og fremst Guð að gefa íslensku þjóðinni heilbrigði til anda, sálar og líkama. Biðjum fyrir læknum, hjúkrunarfólki, sjúkraliðum og öðrum starfstéttum spítala og hjúkrunarheimila. Biðjum Guð að styrkja þau og blessa, og veita þeim allt sem þau þarfnast til þessarar þjónustu og vernd gegn mistökum og röngum ákvörðunum. Biðjum um einingu og skilning milli ólíkra stétta sem starfa innan heilbrigðisstéttarinnar. Félagsþjónusta á vegum hins opinbera og frjálsra félagssamtaka. Öll umönnunarstörf. Vistheimili, Tryggingastofnun, lífeyrissjóðir, öryrkjar og fatlaðir. Biðjum fyrir öllum þeim sem sinna þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Biðjum að Guð gefi kjark, úthald, kærleika, umburðarlyndi ogallt það sem til þarf svo að sómi sé að.Vernd gegn sjálfsvígum Biðjum að orð Guðs nái til þeirra sem eru að gefast upp á tilverunni, eru í andlegu myrkri og hafa hugsað sér að velja dauðann, biðjum að orð Guðs tali kjark, sannleika og líf inn í þau.7. Atvinnulíf í landinu og afurðirSjávarútvegur Biðjum fyrir útgerðafyrirtækjum og kvótakerfinu, biðjum um blessun hans og vilja með sjávarútveginn. Biðjum um blessun Guðs yfir fiskimiðin og allan sjávarafla. Biðjum um vernd og varðveislu fyrir sjómennina okkar og fjölskyldur þeirra.Landbúnaður Biðjum fyrir landbúnaðinum og iðnaði tengdum landbúnaðarvörum, öllum matvælaiðnaði og útflutningi. Biðjum að vandað sé til framleiðslunnar og að þessir atvinnuvegir megi blómstra, landi og þjóð til hagsbóta.8. Sveitarfélög og fulltrúar þeirra Kristsdagur er haldinn til þess að öll sveitarfélögin komi saman til að lofa Guð, hvert með sína „biðjandi fulltrúa.“ Einnig til að færa saman ólíkar kirkjudeildir og hópa kristins fólks. Biðjum fyrir sveitarfélögunum og bænafulltrúum þeirra, að sérhvert sveitarfélag megi eiga sér marga fyrirbiðjendur.9. Bæn fyrir þjóðunum Biðjum fyrir þjóðum þessa heims. Biðjum sérstaklega fyrir Sviss og Þýskalandi en þaðan kom sú sýn, hvatning og fyrirbæn sem Guð gaf til að hefja þetta starf. Biðjum fyrir nýbúum og málefnum útlendinga og flóttamanna hér á landi. Biðjum fyrir ferðamönnum sem koma til landsins og allri ferðaþjónustu. Biðjum fyrir Íslendingum búsettum erlendis og fyrir útlendingum í þjónustu Drottins hér á landi.10. Fjármálastjórn og efnahagsmál Biðjum að réttlæti, miskunn, friður og kærleikur komi í stað græðgi ogeiginhagsmunasemi. Biðjum almáttugan Guð að gefa visku í fjármálastjórn landsins og að valdastéttin leiðrétti íþyngjandi fjármálakerfi. Biðjum að fólk fái verðug laun og geti séð sér farboða.11. Fjölskyldan, börn og unglingar Biðjum Guð að trúfesti verði endurnýjuð, hann styrk i hjónabönd og lækni þau sem hafa orðið broti. Biðjum fyrir ófæddum börnum og komandi kynslóðum. Biðjum um breytt viðhorf til fóstureyðinga, hugarfarsbreytingu og endurnýjaða ábyrgðartilfinningu. Biðjum um blessun og heilbrigði yfir tómstunda- og íþrótta iðkun barna og unglinga. Biðjum um vernd gegn innflutningi og sölu eiturlyfja. Umfram allt biðjum að börn og ungmenni fái að heyra Guðs orð, þau læri að þekkja hann og elska hann eins og hann elskar þau.12. Ísland, landið okkar Biðjum fyrir náttúru landsins. Þökkum Guði fyrir hreint kalt vatn og heita vatnið. Biðjum um vernd gegn sérhverjum skaða og mengun á landi, í vötnum og í sjónum. Biðjum um vernd gegn náttúruhamförum. Biðjum Guð að leggja má ttuga hönd sína yfir landið, blessa það og varðveita ljósastiku sína yfir landinu. Biðjum fyrir öllum sem ferðast á landi, legi eða í lofti, að Guð verndi gegn slysum og áföllum. Þökkum fyrir gengnar kynslóðir og fyrir bænir þeirra. Biðjum Guð að minnast bæna þeirra, okkur og landinu til blessunar. Biðjum fyrir þeim sem nú eru komnir að ævikvöldi sínu, að Guð blessi þau og launi þeim það sem þau hafa lagt okkur til.Vísir/FriðrikVísir/FriðrikVísir/Friðrik Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Beðið er um vitra stjórnmálamenn, að Gídeonfélagar fái að gefa grunnskólabörnum Nýja testamentið og breytt viðhorf til fóstureyðinga á Kristsdeginum sem haldinn er í Eldborgarsal Hörpu í dag. Fyrrnefnd atriði eru meðal þeirra sem eru á bænaskrá. Kristsdagurinn hófst klukkan 10 í morgun og stendur enn yfir. Hugmyndin með deginum ersú að kristnir einstaklingar úr sem flestum kirkjudeildum og sem víðast af landinu sameinist í bæn fyrir landi og þjóð. „Við munum fagna og lofa Guð í söng og bæn og þannig hvetja hvert annað til að halda áfram sem biðjandi þjóð,“ segir á heimasíðu Kristsdagsins. Frítt er inn og allir velkomnir. Hátíðinni lýkur með tónleikum í Eldborg á milli 18-20. „Kristsdagur er einstakt tækifæri til að sameinast í krafti fyrirheita um að Drottinn heyrir bænir sem beðnar eru í einingu og kærleika.“ Það er Friðrikskapellusamfélagið sem stendur fyrir Kristsdeginum. Sömu aðilar stóðu að Hátíð vonar síðastliðið haust Aðalræðumaður hátíðarinnar var Franklin Graham. Graham er sonur Billy Graham, eins frægasta predikara heims, sem vakið hefur athygli um heim allan fyrir umdeildar skoðanir á samkynhneigð. Í bænaefni dagsins má meðal annars finna játningu á því að Ísland sé kristin þjóð, beiðni um vitra stjórnmálamenn, góða fjölmiðla, bæn fyrir þeim sem hafa sagt sig úr kristinni kirkju, bæn um breytt viðhorf til fóstureyðinga, hugarfarsbreytingu og endurnýjaða ábyrgðartilfinningu auk margs fleira. Hér að neðan má sjá samantekt á bænarefni fyrir Kristsdaginn. Auk þeirra fylgja hverju bænarefni vers til að hafa að leiðarljósi við bænina. Bænarefnin í heild sinni, sem finna má á heimasíðu Kristsdags, má einnig sjá í PDF-skjali hér neðst í fréttinni.1. Kristin þjóð Við játum að við Íslendingar erum kristin þjóð, við erum lýður Guðs. Við tilheyrum honum og lútum honum einum.Syndajátning – iðrun Við viljum játa syndir Íslands og hvernig við Íslendingar höfum vikið frá Drottni. Biðjum Guð um sanna iðrun meðal íslensku þjóðarinnar.Afturhvarf – snúa við högum okkar Við játum að við sem þjóð viljum hverfa aftur til Guðs, biðjum að þjóðin mætti snúa sér til hans svo hann snúi við högum okkar og græði upp land okkar.2. Stjórnmál Biðjum Guð um vitra stjórnmálamenn sem leitast við að þjóna náunganum og samfélaginu; menn og konur sem standa með því sem Guðs er og hvika hvorki til hægri né vinstri frá sannleikanum. Bæn fyrir forseta, ríkisstjórn, Alþingi, embættismönnum, starfsfólki ráðuneyta og ríkisstofnana, borgar- og sveitastjórnum, dómstólum, lögreglu og Tollstjóraembættinu Biðjum um vernd og varðveislu yfir þau sem gegna þessum erfiðu og krefjandi störfum. Biðjum um blessun fyrir fjölskyldur þeirra og heimili. Biðjum Guð að stöðva neikvætt umtal um þau sem þurfa að koma fram í fjölmiðlum. Tölum jákvætt og blessum.3. Kirkja Krists á Íslandi Biðjum um öflugt safnaðarstarf. Biðjum Guð um að reisa upp menn og konur sem hafa gjöf postula, spámanna, trúboða, kennara og hirða. Biðjum að allar þessar þjónustur virki í kirkju Krists á Íslandi. Biðjum um lítillæti, auðmýkt og einingu svo að þetta mætti verða.Biðjum fyrir þjónum kirkjunnar Biskup Íslands, vígslubiskupar og biskupar annarra kirkna, prestar, forstöðumenn safnaða, annað starfsfólk og kristniboðar erlendis. Þjóðkirkjan, fríkirkjur, frjálsir söfnuðir, smáir og stórir um land allt. Biðjum fyrir kristilegu æskulýðs- og sumarbúðastarfi. Bæn fyrir þeim sem hafa dregið sig út úr kirkjustarfi á liðnum áratugum Fólk sem hefur þekkt Guð, en yfirgefið hann og köllun sína. Við köllum þau inn! Nýtt upphaf er í boði og annað tækifæri. (Nefnum nöfn þeirra sem við þekkjum). Í dag er tími endurreisnar í húsi Guðs.4. Fjölmiðlar og það sem heyrir undir þá Biðjum fyrir fjölmiðlum, eigendum þeirra, stjórnendum og starfsfólki. Að umfjöllun þeirra megi vera til uppbyggingar og menntunar. Biðjum á sama hátt fyrir leiklist, myndlist, bókmenntum og hönnun Að skaparinn sé tilbeðinn í verkunum en sköpunarverkin séu ekki upphafin. Biðjum einnig fyrir tónlistarlífi og hljómsveitum5. Menntun og uppeldismál Biðjum fyrir þeim sem sitja í Fræðsluráði. Biðjum fyrir skólastjórnendum, fyrir leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum, háskólum og öðrum menntastofnunum. Biðjum Guð að vaka yfir þessu starfi, að hann gefi kennurum kærleika og visku til að sinna þessu mikilvæga fræðslu- og uppeldisstarfi, að allir starfsmenn skólanna keppist við að veita hverjum nemenda umhyggju. Biðjum að Gídeonfélagar um allt land fái að gefa skólabörnum Nýja testamentið, til uppfræðslu og blessunar þeim er þiggja. Biðjum fyrir foreldrum, að þeir séu vakandi fyrir sínu hlutverki, fylgist með skólastarfi barna sinna og bendi á leiðir til úrbóta, ef með þarf.Kennarar á öllum skólastigum Biðjum að kennarar megi átta sig á sannleikanum og að þeir megi fá kjark til að játa hann og halda sig að honum.Nemendur sem falla úr námi Biðjum um styrk og visku fyrir ungmennum okkar sem hafa misst trú á eigin getu og hæfileika. Minnum þau á að lífið skiptir máli og að Guð elskar þau og þráir að sjá þau vaxa og blómstra6. Heilbrigðis- og félagsmál Biðjum fyrst og fremst Guð að gefa íslensku þjóðinni heilbrigði til anda, sálar og líkama. Biðjum fyrir læknum, hjúkrunarfólki, sjúkraliðum og öðrum starfstéttum spítala og hjúkrunarheimila. Biðjum Guð að styrkja þau og blessa, og veita þeim allt sem þau þarfnast til þessarar þjónustu og vernd gegn mistökum og röngum ákvörðunum. Biðjum um einingu og skilning milli ólíkra stétta sem starfa innan heilbrigðisstéttarinnar. Félagsþjónusta á vegum hins opinbera og frjálsra félagssamtaka. Öll umönnunarstörf. Vistheimili, Tryggingastofnun, lífeyrissjóðir, öryrkjar og fatlaðir. Biðjum fyrir öllum þeim sem sinna þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Biðjum að Guð gefi kjark, úthald, kærleika, umburðarlyndi ogallt það sem til þarf svo að sómi sé að.Vernd gegn sjálfsvígum Biðjum að orð Guðs nái til þeirra sem eru að gefast upp á tilverunni, eru í andlegu myrkri og hafa hugsað sér að velja dauðann, biðjum að orð Guðs tali kjark, sannleika og líf inn í þau.7. Atvinnulíf í landinu og afurðirSjávarútvegur Biðjum fyrir útgerðafyrirtækjum og kvótakerfinu, biðjum um blessun hans og vilja með sjávarútveginn. Biðjum um blessun Guðs yfir fiskimiðin og allan sjávarafla. Biðjum um vernd og varðveislu fyrir sjómennina okkar og fjölskyldur þeirra.Landbúnaður Biðjum fyrir landbúnaðinum og iðnaði tengdum landbúnaðarvörum, öllum matvælaiðnaði og útflutningi. Biðjum að vandað sé til framleiðslunnar og að þessir atvinnuvegir megi blómstra, landi og þjóð til hagsbóta.8. Sveitarfélög og fulltrúar þeirra Kristsdagur er haldinn til þess að öll sveitarfélögin komi saman til að lofa Guð, hvert með sína „biðjandi fulltrúa.“ Einnig til að færa saman ólíkar kirkjudeildir og hópa kristins fólks. Biðjum fyrir sveitarfélögunum og bænafulltrúum þeirra, að sérhvert sveitarfélag megi eiga sér marga fyrirbiðjendur.9. Bæn fyrir þjóðunum Biðjum fyrir þjóðum þessa heims. Biðjum sérstaklega fyrir Sviss og Þýskalandi en þaðan kom sú sýn, hvatning og fyrirbæn sem Guð gaf til að hefja þetta starf. Biðjum fyrir nýbúum og málefnum útlendinga og flóttamanna hér á landi. Biðjum fyrir ferðamönnum sem koma til landsins og allri ferðaþjónustu. Biðjum fyrir Íslendingum búsettum erlendis og fyrir útlendingum í þjónustu Drottins hér á landi.10. Fjármálastjórn og efnahagsmál Biðjum að réttlæti, miskunn, friður og kærleikur komi í stað græðgi ogeiginhagsmunasemi. Biðjum almáttugan Guð að gefa visku í fjármálastjórn landsins og að valdastéttin leiðrétti íþyngjandi fjármálakerfi. Biðjum að fólk fái verðug laun og geti séð sér farboða.11. Fjölskyldan, börn og unglingar Biðjum Guð að trúfesti verði endurnýjuð, hann styrk i hjónabönd og lækni þau sem hafa orðið broti. Biðjum fyrir ófæddum börnum og komandi kynslóðum. Biðjum um breytt viðhorf til fóstureyðinga, hugarfarsbreytingu og endurnýjaða ábyrgðartilfinningu. Biðjum um blessun og heilbrigði yfir tómstunda- og íþrótta iðkun barna og unglinga. Biðjum um vernd gegn innflutningi og sölu eiturlyfja. Umfram allt biðjum að börn og ungmenni fái að heyra Guðs orð, þau læri að þekkja hann og elska hann eins og hann elskar þau.12. Ísland, landið okkar Biðjum fyrir náttúru landsins. Þökkum Guði fyrir hreint kalt vatn og heita vatnið. Biðjum um vernd gegn sérhverjum skaða og mengun á landi, í vötnum og í sjónum. Biðjum um vernd gegn náttúruhamförum. Biðjum Guð að leggja má ttuga hönd sína yfir landið, blessa það og varðveita ljósastiku sína yfir landinu. Biðjum fyrir öllum sem ferðast á landi, legi eða í lofti, að Guð verndi gegn slysum og áföllum. Þökkum fyrir gengnar kynslóðir og fyrir bænir þeirra. Biðjum Guð að minnast bæna þeirra, okkur og landinu til blessunar. Biðjum fyrir þeim sem nú eru komnir að ævikvöldi sínu, að Guð blessi þau og launi þeim það sem þau hafa lagt okkur til.Vísir/FriðrikVísir/FriðrikVísir/Friðrik
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira