Læknar segja kjarabót einu leiðina til að laða lækna aftur heim Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2014 18:55 Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Anton/GVA Læknafélag Íslands segir að til þess að fá lækna til Íslands þurfi að bæta kjör þeirra. Að óbreyttu fari ástandið í mörgum sérgreinum, sem þegar sé óviðunandi, versnandi. Þetta kemur fram í ályktun félagsins frá aðalfundi þess sem haldinn var í dag og í gær. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélagsins, opnaði fundinn og fór yfir stöðu heilbrigðismála. Sagði hann að ástand á Landspítala og í heilsugæslunni hefði farið versnandi frá hruni. Læknar hefðu um margra ára skeið varað við því að niðurskurður í heilbrigðismálum væri orðinn óhóflegur. „Því miður hefði ekki verið tekið mark á varnarorðum lækna. Staða mála væri því orðin sú að fáir ef nokkrir læknar sæki um lausar stöðu,“ segir í tilkynningu frá Læknafélaginu.Vöntun á heimilislæknum Þá sagði Þorbjörn að sárlega vanti heimilislækna til starfa á höfuðborgarsvæðinu. Að víða á landsbyggðinni væru fáir ef nokkrir fastráðnir heimilislæknar. Hann sagði einnig að undirmönnun væri á mörgum sérgreinum á Landspítalanum og nefndi þar krabbameinslækningar og myndgreiningu. „Tölur sýni að tæplega 70 læknar flytji brott árlega og samtals hafi 330 læknar með lækningaleyfi flutt af landi brott á síðustu fimm árum. Á sama tíma hafi 140 læknar flutt til landsins eða tæplega 30 ár ári.“ Hann sagði einnig að á næstu árum fari 135 læknar á eftirlaun og það væri tvöfalt meiri fjöldi en undanfarin ár. Að læknaskorturinn væri orðinn viðvarandi og íbúum á hvern lækni fjölgi á sama tíma og þeim fækki á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir að framlög til heilbrigðismáli hafi verið aukin í fjárlögum 2014 og einhver aukning væri í fjárlagafrumvarpi 2015, væri það ekki nóg til að snúa þróuninni við. Þorbjörn sagði kjarna málsins vera að kjör lækna hér á landi væru engan veginn sambærileg við þau kjör sem læknum standi til boða erlendis og þá ekki síst á Norðurlöndunum.Kjarabót eina lausnin Nú hafa læknar verið samningslausir í um átta mánuði og Þorbjörn sagði þá vera mjög óþreyjufulla. Sagði hann að eina leiðin nú væri að tryggja læknum umtalsverða kjarabót í þeim kjarasamningum sem í gangi séu. Þá ávarpaði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, aðalfundinn og svaraði fyrirspurnum lækna. Samkvæmt tilkynningunni frá félaginu var mikill þungi í umræðu lækna við ráðherra og bar þar mest á mikilvægi þess að í yfirstandandi kjaraviðræðum myndu læknar fá þær kjarabætur sem þyrfti. Svo hægt væri að laða íslenska lækna erlendis heim á ný. Á aðalfundinum var haldið málþing undir yfirskriftinni: Er blandað rekstrarform lausnin á læknaskortinum? Ályktun Læknafélags Íslands:Aðalfundur Læknafélags Íslands, haldinn að Hlíðarsmára í Kópavogi 25. og 26. september 2014 telur læknaskort ógna íslenskri heilbrigðisþjónustu. Í mörgum sérgreinum læknisfræðinnar er ástandið óviðunandi og fer versnandi að óbreyttu. Aðalfundurinn skorar á stjórnvöld að gera íslenskt heilbrigðiskerfi að fýsilegum atvinnuvettvangi fyrir lækna á ný með því að leiðrétta kjör þeirra. Þannig má snúa við þróuninni og fá lækna til starfa á Íslandi. Tengdar fréttir Áætlanir um framtíð Landspítalans kynntar á fyrri hluta næsta árs Heilbrigðisráðherra segir í bígerð hjá ríkisstjórninni að undirbúa og hefja framkvæmdir við byggingu nýs spítala þegar fjármögnun hefur verið tryggð, vonandi á fyrri hluta næsta árs. 25. september 2014 19:30 Óánægja meðal lækna: Fundur með ráðherra ekki sýndur í beinni Mikill hiti var í fundargestum á aðalfundi Læknafélags Íslands sem fram fór í dag. Formaður Læknafélags Íslands tjáir sig ekki um ástæðu þess að ekki hafi verið sýnt frá fundinum. Hefðarrök hafi þó ekki ráðið för. 25. september 2014 23:16 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Læknafélag Íslands segir að til þess að fá lækna til Íslands þurfi að bæta kjör þeirra. Að óbreyttu fari ástandið í mörgum sérgreinum, sem þegar sé óviðunandi, versnandi. Þetta kemur fram í ályktun félagsins frá aðalfundi þess sem haldinn var í dag og í gær. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélagsins, opnaði fundinn og fór yfir stöðu heilbrigðismála. Sagði hann að ástand á Landspítala og í heilsugæslunni hefði farið versnandi frá hruni. Læknar hefðu um margra ára skeið varað við því að niðurskurður í heilbrigðismálum væri orðinn óhóflegur. „Því miður hefði ekki verið tekið mark á varnarorðum lækna. Staða mála væri því orðin sú að fáir ef nokkrir læknar sæki um lausar stöðu,“ segir í tilkynningu frá Læknafélaginu.Vöntun á heimilislæknum Þá sagði Þorbjörn að sárlega vanti heimilislækna til starfa á höfuðborgarsvæðinu. Að víða á landsbyggðinni væru fáir ef nokkrir fastráðnir heimilislæknar. Hann sagði einnig að undirmönnun væri á mörgum sérgreinum á Landspítalanum og nefndi þar krabbameinslækningar og myndgreiningu. „Tölur sýni að tæplega 70 læknar flytji brott árlega og samtals hafi 330 læknar með lækningaleyfi flutt af landi brott á síðustu fimm árum. Á sama tíma hafi 140 læknar flutt til landsins eða tæplega 30 ár ári.“ Hann sagði einnig að á næstu árum fari 135 læknar á eftirlaun og það væri tvöfalt meiri fjöldi en undanfarin ár. Að læknaskorturinn væri orðinn viðvarandi og íbúum á hvern lækni fjölgi á sama tíma og þeim fækki á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir að framlög til heilbrigðismáli hafi verið aukin í fjárlögum 2014 og einhver aukning væri í fjárlagafrumvarpi 2015, væri það ekki nóg til að snúa þróuninni við. Þorbjörn sagði kjarna málsins vera að kjör lækna hér á landi væru engan veginn sambærileg við þau kjör sem læknum standi til boða erlendis og þá ekki síst á Norðurlöndunum.Kjarabót eina lausnin Nú hafa læknar verið samningslausir í um átta mánuði og Þorbjörn sagði þá vera mjög óþreyjufulla. Sagði hann að eina leiðin nú væri að tryggja læknum umtalsverða kjarabót í þeim kjarasamningum sem í gangi séu. Þá ávarpaði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, aðalfundinn og svaraði fyrirspurnum lækna. Samkvæmt tilkynningunni frá félaginu var mikill þungi í umræðu lækna við ráðherra og bar þar mest á mikilvægi þess að í yfirstandandi kjaraviðræðum myndu læknar fá þær kjarabætur sem þyrfti. Svo hægt væri að laða íslenska lækna erlendis heim á ný. Á aðalfundinum var haldið málþing undir yfirskriftinni: Er blandað rekstrarform lausnin á læknaskortinum? Ályktun Læknafélags Íslands:Aðalfundur Læknafélags Íslands, haldinn að Hlíðarsmára í Kópavogi 25. og 26. september 2014 telur læknaskort ógna íslenskri heilbrigðisþjónustu. Í mörgum sérgreinum læknisfræðinnar er ástandið óviðunandi og fer versnandi að óbreyttu. Aðalfundurinn skorar á stjórnvöld að gera íslenskt heilbrigðiskerfi að fýsilegum atvinnuvettvangi fyrir lækna á ný með því að leiðrétta kjör þeirra. Þannig má snúa við þróuninni og fá lækna til starfa á Íslandi.
Tengdar fréttir Áætlanir um framtíð Landspítalans kynntar á fyrri hluta næsta árs Heilbrigðisráðherra segir í bígerð hjá ríkisstjórninni að undirbúa og hefja framkvæmdir við byggingu nýs spítala þegar fjármögnun hefur verið tryggð, vonandi á fyrri hluta næsta árs. 25. september 2014 19:30 Óánægja meðal lækna: Fundur með ráðherra ekki sýndur í beinni Mikill hiti var í fundargestum á aðalfundi Læknafélags Íslands sem fram fór í dag. Formaður Læknafélags Íslands tjáir sig ekki um ástæðu þess að ekki hafi verið sýnt frá fundinum. Hefðarrök hafi þó ekki ráðið för. 25. september 2014 23:16 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Áætlanir um framtíð Landspítalans kynntar á fyrri hluta næsta árs Heilbrigðisráðherra segir í bígerð hjá ríkisstjórninni að undirbúa og hefja framkvæmdir við byggingu nýs spítala þegar fjármögnun hefur verið tryggð, vonandi á fyrri hluta næsta árs. 25. september 2014 19:30
Óánægja meðal lækna: Fundur með ráðherra ekki sýndur í beinni Mikill hiti var í fundargestum á aðalfundi Læknafélags Íslands sem fram fór í dag. Formaður Læknafélags Íslands tjáir sig ekki um ástæðu þess að ekki hafi verið sýnt frá fundinum. Hefðarrök hafi þó ekki ráðið för. 25. september 2014 23:16