Læknar segja kjarabót einu leiðina til að laða lækna aftur heim Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2014 18:55 Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Anton/GVA Læknafélag Íslands segir að til þess að fá lækna til Íslands þurfi að bæta kjör þeirra. Að óbreyttu fari ástandið í mörgum sérgreinum, sem þegar sé óviðunandi, versnandi. Þetta kemur fram í ályktun félagsins frá aðalfundi þess sem haldinn var í dag og í gær. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélagsins, opnaði fundinn og fór yfir stöðu heilbrigðismála. Sagði hann að ástand á Landspítala og í heilsugæslunni hefði farið versnandi frá hruni. Læknar hefðu um margra ára skeið varað við því að niðurskurður í heilbrigðismálum væri orðinn óhóflegur. „Því miður hefði ekki verið tekið mark á varnarorðum lækna. Staða mála væri því orðin sú að fáir ef nokkrir læknar sæki um lausar stöðu,“ segir í tilkynningu frá Læknafélaginu.Vöntun á heimilislæknum Þá sagði Þorbjörn að sárlega vanti heimilislækna til starfa á höfuðborgarsvæðinu. Að víða á landsbyggðinni væru fáir ef nokkrir fastráðnir heimilislæknar. Hann sagði einnig að undirmönnun væri á mörgum sérgreinum á Landspítalanum og nefndi þar krabbameinslækningar og myndgreiningu. „Tölur sýni að tæplega 70 læknar flytji brott árlega og samtals hafi 330 læknar með lækningaleyfi flutt af landi brott á síðustu fimm árum. Á sama tíma hafi 140 læknar flutt til landsins eða tæplega 30 ár ári.“ Hann sagði einnig að á næstu árum fari 135 læknar á eftirlaun og það væri tvöfalt meiri fjöldi en undanfarin ár. Að læknaskorturinn væri orðinn viðvarandi og íbúum á hvern lækni fjölgi á sama tíma og þeim fækki á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir að framlög til heilbrigðismáli hafi verið aukin í fjárlögum 2014 og einhver aukning væri í fjárlagafrumvarpi 2015, væri það ekki nóg til að snúa þróuninni við. Þorbjörn sagði kjarna málsins vera að kjör lækna hér á landi væru engan veginn sambærileg við þau kjör sem læknum standi til boða erlendis og þá ekki síst á Norðurlöndunum.Kjarabót eina lausnin Nú hafa læknar verið samningslausir í um átta mánuði og Þorbjörn sagði þá vera mjög óþreyjufulla. Sagði hann að eina leiðin nú væri að tryggja læknum umtalsverða kjarabót í þeim kjarasamningum sem í gangi séu. Þá ávarpaði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, aðalfundinn og svaraði fyrirspurnum lækna. Samkvæmt tilkynningunni frá félaginu var mikill þungi í umræðu lækna við ráðherra og bar þar mest á mikilvægi þess að í yfirstandandi kjaraviðræðum myndu læknar fá þær kjarabætur sem þyrfti. Svo hægt væri að laða íslenska lækna erlendis heim á ný. Á aðalfundinum var haldið málþing undir yfirskriftinni: Er blandað rekstrarform lausnin á læknaskortinum? Ályktun Læknafélags Íslands:Aðalfundur Læknafélags Íslands, haldinn að Hlíðarsmára í Kópavogi 25. og 26. september 2014 telur læknaskort ógna íslenskri heilbrigðisþjónustu. Í mörgum sérgreinum læknisfræðinnar er ástandið óviðunandi og fer versnandi að óbreyttu. Aðalfundurinn skorar á stjórnvöld að gera íslenskt heilbrigðiskerfi að fýsilegum atvinnuvettvangi fyrir lækna á ný með því að leiðrétta kjör þeirra. Þannig má snúa við þróuninni og fá lækna til starfa á Íslandi. Tengdar fréttir Áætlanir um framtíð Landspítalans kynntar á fyrri hluta næsta árs Heilbrigðisráðherra segir í bígerð hjá ríkisstjórninni að undirbúa og hefja framkvæmdir við byggingu nýs spítala þegar fjármögnun hefur verið tryggð, vonandi á fyrri hluta næsta árs. 25. september 2014 19:30 Óánægja meðal lækna: Fundur með ráðherra ekki sýndur í beinni Mikill hiti var í fundargestum á aðalfundi Læknafélags Íslands sem fram fór í dag. Formaður Læknafélags Íslands tjáir sig ekki um ástæðu þess að ekki hafi verið sýnt frá fundinum. Hefðarrök hafi þó ekki ráðið för. 25. september 2014 23:16 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Læknafélag Íslands segir að til þess að fá lækna til Íslands þurfi að bæta kjör þeirra. Að óbreyttu fari ástandið í mörgum sérgreinum, sem þegar sé óviðunandi, versnandi. Þetta kemur fram í ályktun félagsins frá aðalfundi þess sem haldinn var í dag og í gær. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélagsins, opnaði fundinn og fór yfir stöðu heilbrigðismála. Sagði hann að ástand á Landspítala og í heilsugæslunni hefði farið versnandi frá hruni. Læknar hefðu um margra ára skeið varað við því að niðurskurður í heilbrigðismálum væri orðinn óhóflegur. „Því miður hefði ekki verið tekið mark á varnarorðum lækna. Staða mála væri því orðin sú að fáir ef nokkrir læknar sæki um lausar stöðu,“ segir í tilkynningu frá Læknafélaginu.Vöntun á heimilislæknum Þá sagði Þorbjörn að sárlega vanti heimilislækna til starfa á höfuðborgarsvæðinu. Að víða á landsbyggðinni væru fáir ef nokkrir fastráðnir heimilislæknar. Hann sagði einnig að undirmönnun væri á mörgum sérgreinum á Landspítalanum og nefndi þar krabbameinslækningar og myndgreiningu. „Tölur sýni að tæplega 70 læknar flytji brott árlega og samtals hafi 330 læknar með lækningaleyfi flutt af landi brott á síðustu fimm árum. Á sama tíma hafi 140 læknar flutt til landsins eða tæplega 30 ár ári.“ Hann sagði einnig að á næstu árum fari 135 læknar á eftirlaun og það væri tvöfalt meiri fjöldi en undanfarin ár. Að læknaskorturinn væri orðinn viðvarandi og íbúum á hvern lækni fjölgi á sama tíma og þeim fækki á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir að framlög til heilbrigðismáli hafi verið aukin í fjárlögum 2014 og einhver aukning væri í fjárlagafrumvarpi 2015, væri það ekki nóg til að snúa þróuninni við. Þorbjörn sagði kjarna málsins vera að kjör lækna hér á landi væru engan veginn sambærileg við þau kjör sem læknum standi til boða erlendis og þá ekki síst á Norðurlöndunum.Kjarabót eina lausnin Nú hafa læknar verið samningslausir í um átta mánuði og Þorbjörn sagði þá vera mjög óþreyjufulla. Sagði hann að eina leiðin nú væri að tryggja læknum umtalsverða kjarabót í þeim kjarasamningum sem í gangi séu. Þá ávarpaði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, aðalfundinn og svaraði fyrirspurnum lækna. Samkvæmt tilkynningunni frá félaginu var mikill þungi í umræðu lækna við ráðherra og bar þar mest á mikilvægi þess að í yfirstandandi kjaraviðræðum myndu læknar fá þær kjarabætur sem þyrfti. Svo hægt væri að laða íslenska lækna erlendis heim á ný. Á aðalfundinum var haldið málþing undir yfirskriftinni: Er blandað rekstrarform lausnin á læknaskortinum? Ályktun Læknafélags Íslands:Aðalfundur Læknafélags Íslands, haldinn að Hlíðarsmára í Kópavogi 25. og 26. september 2014 telur læknaskort ógna íslenskri heilbrigðisþjónustu. Í mörgum sérgreinum læknisfræðinnar er ástandið óviðunandi og fer versnandi að óbreyttu. Aðalfundurinn skorar á stjórnvöld að gera íslenskt heilbrigðiskerfi að fýsilegum atvinnuvettvangi fyrir lækna á ný með því að leiðrétta kjör þeirra. Þannig má snúa við þróuninni og fá lækna til starfa á Íslandi.
Tengdar fréttir Áætlanir um framtíð Landspítalans kynntar á fyrri hluta næsta árs Heilbrigðisráðherra segir í bígerð hjá ríkisstjórninni að undirbúa og hefja framkvæmdir við byggingu nýs spítala þegar fjármögnun hefur verið tryggð, vonandi á fyrri hluta næsta árs. 25. september 2014 19:30 Óánægja meðal lækna: Fundur með ráðherra ekki sýndur í beinni Mikill hiti var í fundargestum á aðalfundi Læknafélags Íslands sem fram fór í dag. Formaður Læknafélags Íslands tjáir sig ekki um ástæðu þess að ekki hafi verið sýnt frá fundinum. Hefðarrök hafi þó ekki ráðið för. 25. september 2014 23:16 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Áætlanir um framtíð Landspítalans kynntar á fyrri hluta næsta árs Heilbrigðisráðherra segir í bígerð hjá ríkisstjórninni að undirbúa og hefja framkvæmdir við byggingu nýs spítala þegar fjármögnun hefur verið tryggð, vonandi á fyrri hluta næsta árs. 25. september 2014 19:30
Óánægja meðal lækna: Fundur með ráðherra ekki sýndur í beinni Mikill hiti var í fundargestum á aðalfundi Læknafélags Íslands sem fram fór í dag. Formaður Læknafélags Íslands tjáir sig ekki um ástæðu þess að ekki hafi verið sýnt frá fundinum. Hefðarrök hafi þó ekki ráðið för. 25. september 2014 23:16