Lífið

Hermdu eftir Kid Snippets en ekki Haribo

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kid Snippets eru sjónvarpsþættir á Youtube.
Kid Snippets eru sjónvarpsþættir á Youtube.
Sigmar Vilhjálmsson, annar af eigendum Hamborgarafabrikkunnar, segir að nýjar auglýsingar veitingastaðarins þar sem börn tala fyrir fullorðna hafi fengið góð viðbrögð. Auglýsingarnar þykja minna nokkuð á auglýsingu frá Haribo en Sigmar segir hugmyndina ekki fengna þaðan.

„Hugmyndin okkar kviknaði út frá mjög skemmtilegum og fyndnum þáttum á Youtube sem heita Kid Snippets. Eftir að auglýsingarnar fóru svo í spilun var okkur bent á ýmsar aðrar auglýsingar þar sem börn tala líka fyrir fullorðna, meðal annars auglýsinguna frá Haribo og svo Subway gerði þetta líka fyrir Superbowl fyrir tveimur árum minnir mig,“ segir Sigmar í samtali við Vísi.

Hann segist ekki hafa búist við því að vera að finna upp hjólið með nýju auglýsingunum. Það hafi því ekki komið honum á óvart að aðrar auglýsingar þar sem börn tali fyrir fullorðna hafi verið gerðar úti í hinum stóra heimi.

Eina af auglýsingum Fabrikkunnar má sjá hér að neðan sem og Haribo-auglýsinguna og einn þátt af Kid Snippets.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×