Lífið

Ingolf Gabold fær afreksverðlaun Prix Europa

Þórður Ingi Jónsson skrifar
DR
Danski framleiðandinn Ingolf Gabold, maðurinn á bak við þættina Borgen, Forbrydelsen og Broen hefur hlotið afreksverðlaun Prix Europa fyrir sín framúrskarandi störf í evrópsku sjónvarpi.

Gabold, sem stýrir þeirri deild í danska ríkissjónvarpinu sem sér um leikin drama, hefur verið virkur framleiðandi í mörg ár ásamt því að starfa sem tónskáld.

Margir þættir sem Gabold framleiddi hafa verið endurgerðir í bandarísku sjónvarpi, s.s. The Killing og The Bridge.

Prix Europa er verðlaunahátíð fyrir besta evrópska sjónvarps- útvarps- og vefefni ársins. Hátíðin fer fram í Berlín á milli 18. og 25. október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×