Lífið

Fæddi barn án þess að vita að hún væri ófrísk

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir skrifar
„Klukkan sjö um morguninn finn ég að það er eitthvað mjög skrítið í gangi. Ég fer á klósettið og finn að það er eitthvað að koma - og ég finn að það er höfuð,” segir Jóhanna Bríet Helgadóttir, en hún var ein heima þegar hún fæddi fullburða dreng á baðherbergisgólfinu í stúdentaíbúð sinni á Hvanneyri án þess að hafa haft hugmynd um að hún væri ófrísk.

Samkvæmt upplýsingum frá yfirlækni á kvennadeild Landspítalans kemur það að meðaltali fyrir einu sinni til tvisvar á ári að konur fæði börn án þess að hafa átt von á þeim í heiminn.

Mál Jóhönnu verður tekið fyrir í öðrum þætti af Neyðarlínunni sem er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudag kl. 20.10. Meðfylgjandi er brot úr þættinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×