Lífið

Biðst afsökunar á að hafa notað kókaín í Buckingham-höll

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Sjónvarpsmaðurinn Stephen Fry segir í nýjustu ævisögu sinni, More Fool Me, að hann hafi notað kókaín í Buckingham-höll, í breska þinginu og í höfuðstöðvum BBC.

Í bókinni biðst hann afsökunar á þessu en hann var háður kókaíni í fimmtán ár.

More Fool Me er þriðja bindið í ævisögu Stephens og fjallar um líf hans á níunda og tíunda áratug síðustu aldar þegar frægðarsól hans reis hátt í bresku sjónvarpi.

„Hvernig get ég útskýrt þá ótrúlegu sóun á tíma og peningum sem fóru í fimmtán ára neyslu mína? Tugir, ef ekki hundruðir punda, jafn margir klukkutímar í að sniffa, fá sér í nös og blístra tíma frá mér sem hefði getað verið notaður í að skrifa, koma fram, hugsa, æfa, lifa,“ skrifar Stephen. 

Sjónvarpsmaðurinn er haldinn geðhvarfasýki en segist ekki hafa notað kókaín vegna þess að hann var þunglyndur eða stressaður.

„Ég notaði það því mér fannst það virkilega, virkilega gott.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×