Enski boltinn

Balotelli er ekki í heimsklassa

Mario Balotelli.
Mario Balotelli. vísir/getty
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir að framherjinn Mario Balotelli sé ekki í heimsklassa.

Þrátt fyrir það hefur Rodgers mikla trú á því að Balotelli muni bæta sig hjá Liverpool og á endanum feta í fótspor Luis Suarez.

„Suarez bætti sig mikið hjá Liverpool. Hann var ekki í heimsklassa er hann kom til Liverpool en þegar hann fór var hann orðinn heimsklassaleikmaður," sagði Rodgers.

„Hann náði því með því að verða stöðugur í sinni markaskorun. Heimsklassaleikmenn eru stöðugir. Mario hefur alla burði til þess að verða heimsklassaleikmaður. Það er ekki hægt að bera hann og Suarez saman."

Balotelli á enn eftir að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×