Viðskipti innlent

Aserta-málið: Fyrirtöku frestað um fimm vikur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Aðalmeðferð í málinu verður 18. og 19. nóvember.
Aðalmeðferð í málinu verður 18. og 19. nóvember. Vísir/Stefán
Fyrirtöku í máli sérstaks saksóknara gegn Karli Löve Jóhannssyni, Gísla Reynissyni, Markús Mána Michaelssonar Maute og Ólafs Sigmundssonar var í dag frestað til 29. október.

Arnar Þór Stefánsson, verjandi Ólafs, sagði í samtali við Vísi að málinu hefði verið frestað svo verjendur gætu lagt fram greinargerð um efnisþátt málsins.

Fjórmenningarnir eru ákærðir fyrir brot gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál og almennum hegningarlögum með því að hafa í sameiningu, á tímabilinu 25. mars 2009 til 2. nóvember 2009, haft milligöngu um gjaldeyrisviðskipti hér á landi án lögmætrar heimildar eða leyfis frá Seðlabanka Íslands.

Um leið stóðu þeir í ólögmætum gjaldeyrisviðskiptum vegna fjármagnshreyfinga á milli landa með úttektum af reikningum í íslenskum krónum í fjármálafyrirtækjum hér á landi, eins og segir í ákærunni gegn þeim.

Aðalmeðferð í málinu verður 18. og 19. nóvember nk. 


Tengdar fréttir

Mættu ekki í fyrirtöku

Karl Löve Jóhannsson, Gísli Reynisson, Markús Máni Michaelsson Maute og Ólafur Sigmundsson mættu ekki á fyrirtöku dómsmáls sérstaks saksóknara gegn þeim í héraðsdómi Reykjaness í morgun.

Aserta-málið verður tekið efnislega fyrir

Hæstiréttur sneri í dag við frávísun Héraðsdóms Reykjaness í Aserta-málinu svokallaða þar sem Karli Löve Jóhannssyni, Gísla Reynissyni, Markúsi Mána Michaelssyni Maute og Ólafi Sigmundssyni er gefið að sök að hafa brotið gjaldeyrislög.

Aserta-málið: Málinu vísað frá

Gjaldeyrismáli sérstaks saksóknara gegn Karli Löve Jóhannssyni, Gísla Reynissyni, Markúsi Mána Michaelssyni Maute og Ólafi Sigmundssyni var vísað frá héraðsdómi í dag.

Kærir úrskurð Héraðsdóms í Aserta-málinu

"Við vorum ekki sammála niðurstöðu Héraðsdóms og höfum ákveðið að kæra til Hæstaréttar og fá úrskurð þar," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.

Frávísun í Aserta-málinu

Staðfestingu ráðherra skorti á reglur um gjaldeyrismál og því er ekki hægt að byggja sakfellingu á reglunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×