Einföld aðgerð að afturkalla undanþágu MS nú þegar Hjörtur Hjartarson skrifar 25. september 2014 19:45 Formaður atvinnuveganefndar segir það ábyrgðarleysi ef einkaleyfi Mjólkursamsölunnar verður eitt tekið út úr búvörusamningum. Heildstæð endurskoðun verði að eiga sér stað. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að verið sé að drepa málinu á dreif og ekkert sé því til fyrirstöðu að afnema undanþágu fyrirtækisins nú þegar. Eins og kunnugt er var hefur samkeppniseftirlitið úrskurðað að sekta Mjólkursamsöluna um 370 milljónir króna fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Atvinnuveganefnd fundaði um málefni Mjólkursamsölunnar í morgun. „Við fengum gesti til okkar, þá Ólaf Magnússon og síðan fulltrúa frá Mjólkursamsölunni. Þetta var mjög upplýsandi fundur,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um endurskoðun landbúnaðarkerfisins og búvörusamningnum þar af leiðandi líka. Vel komi til greina að fella undanþáguákvæðið úr gildi. „Og ég á von á því að landbúnaðarráðherra setji í gang þá vinnu sem allra fyrst og við munum þá sjá þess stað í frumvarpi, kannski ekki í vetur en þá fyrir haustið 2015.“ Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar vildi afnema einkaleyfi Mjólkursamsölunnar fyrir þremur árum en tillaga hans þess efnis var felld. Hann hyggst leggja hana fram að nýju í þar næstu viku. „Það er einföld aðgerð að taka einn þátt út úr þessu og ákveðið ábyrgðarleysi af þinginu ef það vill nálgast málið með þeim hætti að taka bara einkaleyfisþáttinn út úr þessu. Við þurfum að skoða heildarmyndina," segir Jón.Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndarHelgi Hjörvar er þessu ekki sammála. „Hér er bara verið að drepa málinu á dreif. Það er sáraeinfalt að afnema undanþáguna. Hún var veitt með frumvarpi sem var bara tvær greinar og keyrt í gegnum þingið af stjórnarflokkunum, 2004 á litlum tveimur vikum í gegnum þrjár umræður. Þeim fannst einfalt að veita undanþágunu og það er alveg jafn einfalt að afturkalla hana,“ segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. Helgi trúir því að tillaga hans fái góðan hljómgrunn að þessu sinni. „Ég treysti að menn sjái það núna hversu óheilbrigt það er að veita mönnum undanþágu frá samkeppnislögum og að við munum fá stuðning úr helst öllum þingflokkum við það að breyta þessu aftur,“ segir Helgi. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar segir það ábyrgðarleysi ef einkaleyfi Mjólkursamsölunnar verður eitt tekið út úr búvörusamningum. Heildstæð endurskoðun verði að eiga sér stað. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að verið sé að drepa málinu á dreif og ekkert sé því til fyrirstöðu að afnema undanþágu fyrirtækisins nú þegar. Eins og kunnugt er var hefur samkeppniseftirlitið úrskurðað að sekta Mjólkursamsöluna um 370 milljónir króna fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Atvinnuveganefnd fundaði um málefni Mjólkursamsölunnar í morgun. „Við fengum gesti til okkar, þá Ólaf Magnússon og síðan fulltrúa frá Mjólkursamsölunni. Þetta var mjög upplýsandi fundur,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um endurskoðun landbúnaðarkerfisins og búvörusamningnum þar af leiðandi líka. Vel komi til greina að fella undanþáguákvæðið úr gildi. „Og ég á von á því að landbúnaðarráðherra setji í gang þá vinnu sem allra fyrst og við munum þá sjá þess stað í frumvarpi, kannski ekki í vetur en þá fyrir haustið 2015.“ Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar vildi afnema einkaleyfi Mjólkursamsölunnar fyrir þremur árum en tillaga hans þess efnis var felld. Hann hyggst leggja hana fram að nýju í þar næstu viku. „Það er einföld aðgerð að taka einn þátt út úr þessu og ákveðið ábyrgðarleysi af þinginu ef það vill nálgast málið með þeim hætti að taka bara einkaleyfisþáttinn út úr þessu. Við þurfum að skoða heildarmyndina," segir Jón.Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndarHelgi Hjörvar er þessu ekki sammála. „Hér er bara verið að drepa málinu á dreif. Það er sáraeinfalt að afnema undanþáguna. Hún var veitt með frumvarpi sem var bara tvær greinar og keyrt í gegnum þingið af stjórnarflokkunum, 2004 á litlum tveimur vikum í gegnum þrjár umræður. Þeim fannst einfalt að veita undanþágunu og það er alveg jafn einfalt að afturkalla hana,“ segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. Helgi trúir því að tillaga hans fái góðan hljómgrunn að þessu sinni. „Ég treysti að menn sjái það núna hversu óheilbrigt það er að veita mönnum undanþágu frá samkeppnislögum og að við munum fá stuðning úr helst öllum þingflokkum við það að breyta þessu aftur,“ segir Helgi.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira