Einföld aðgerð að afturkalla undanþágu MS nú þegar Hjörtur Hjartarson skrifar 25. september 2014 19:45 Formaður atvinnuveganefndar segir það ábyrgðarleysi ef einkaleyfi Mjólkursamsölunnar verður eitt tekið út úr búvörusamningum. Heildstæð endurskoðun verði að eiga sér stað. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að verið sé að drepa málinu á dreif og ekkert sé því til fyrirstöðu að afnema undanþágu fyrirtækisins nú þegar. Eins og kunnugt er var hefur samkeppniseftirlitið úrskurðað að sekta Mjólkursamsöluna um 370 milljónir króna fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Atvinnuveganefnd fundaði um málefni Mjólkursamsölunnar í morgun. „Við fengum gesti til okkar, þá Ólaf Magnússon og síðan fulltrúa frá Mjólkursamsölunni. Þetta var mjög upplýsandi fundur,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um endurskoðun landbúnaðarkerfisins og búvörusamningnum þar af leiðandi líka. Vel komi til greina að fella undanþáguákvæðið úr gildi. „Og ég á von á því að landbúnaðarráðherra setji í gang þá vinnu sem allra fyrst og við munum þá sjá þess stað í frumvarpi, kannski ekki í vetur en þá fyrir haustið 2015.“ Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar vildi afnema einkaleyfi Mjólkursamsölunnar fyrir þremur árum en tillaga hans þess efnis var felld. Hann hyggst leggja hana fram að nýju í þar næstu viku. „Það er einföld aðgerð að taka einn þátt út úr þessu og ákveðið ábyrgðarleysi af þinginu ef það vill nálgast málið með þeim hætti að taka bara einkaleyfisþáttinn út úr þessu. Við þurfum að skoða heildarmyndina," segir Jón.Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndarHelgi Hjörvar er þessu ekki sammála. „Hér er bara verið að drepa málinu á dreif. Það er sáraeinfalt að afnema undanþáguna. Hún var veitt með frumvarpi sem var bara tvær greinar og keyrt í gegnum þingið af stjórnarflokkunum, 2004 á litlum tveimur vikum í gegnum þrjár umræður. Þeim fannst einfalt að veita undanþágunu og það er alveg jafn einfalt að afturkalla hana,“ segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. Helgi trúir því að tillaga hans fái góðan hljómgrunn að þessu sinni. „Ég treysti að menn sjái það núna hversu óheilbrigt það er að veita mönnum undanþágu frá samkeppnislögum og að við munum fá stuðning úr helst öllum þingflokkum við það að breyta þessu aftur,“ segir Helgi. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar segir það ábyrgðarleysi ef einkaleyfi Mjólkursamsölunnar verður eitt tekið út úr búvörusamningum. Heildstæð endurskoðun verði að eiga sér stað. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að verið sé að drepa málinu á dreif og ekkert sé því til fyrirstöðu að afnema undanþágu fyrirtækisins nú þegar. Eins og kunnugt er var hefur samkeppniseftirlitið úrskurðað að sekta Mjólkursamsöluna um 370 milljónir króna fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Atvinnuveganefnd fundaði um málefni Mjólkursamsölunnar í morgun. „Við fengum gesti til okkar, þá Ólaf Magnússon og síðan fulltrúa frá Mjólkursamsölunni. Þetta var mjög upplýsandi fundur,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um endurskoðun landbúnaðarkerfisins og búvörusamningnum þar af leiðandi líka. Vel komi til greina að fella undanþáguákvæðið úr gildi. „Og ég á von á því að landbúnaðarráðherra setji í gang þá vinnu sem allra fyrst og við munum þá sjá þess stað í frumvarpi, kannski ekki í vetur en þá fyrir haustið 2015.“ Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar vildi afnema einkaleyfi Mjólkursamsölunnar fyrir þremur árum en tillaga hans þess efnis var felld. Hann hyggst leggja hana fram að nýju í þar næstu viku. „Það er einföld aðgerð að taka einn þátt út úr þessu og ákveðið ábyrgðarleysi af þinginu ef það vill nálgast málið með þeim hætti að taka bara einkaleyfisþáttinn út úr þessu. Við þurfum að skoða heildarmyndina," segir Jón.Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndarHelgi Hjörvar er þessu ekki sammála. „Hér er bara verið að drepa málinu á dreif. Það er sáraeinfalt að afnema undanþáguna. Hún var veitt með frumvarpi sem var bara tvær greinar og keyrt í gegnum þingið af stjórnarflokkunum, 2004 á litlum tveimur vikum í gegnum þrjár umræður. Þeim fannst einfalt að veita undanþágunu og það er alveg jafn einfalt að afturkalla hana,“ segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. Helgi trúir því að tillaga hans fái góðan hljómgrunn að þessu sinni. „Ég treysti að menn sjái það núna hversu óheilbrigt það er að veita mönnum undanþágu frá samkeppnislögum og að við munum fá stuðning úr helst öllum þingflokkum við það að breyta þessu aftur,“ segir Helgi.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira