Áætlanir um framtíð Landspítalans kynntar á fyrri hluta næsta árs Hjörtur Hjartarson skrifar 25. september 2014 19:30 Fjármálaráðherra segir að bygging nýs spítala verði ekki fjármögnuð með lántökum á meðan staða ríkissjóðs sé jafnslæm og raun beri vitni. Formaður Læknafélags Íslands óttast að biðin eftir úrbótum í húsnæðismálum í heilbrigðiskerfinu auki enn á vandann, sem sé gífurlegur. Ekki er gert ráð fyrir því að ráðist verði í byggingu nýs spítala á næsta ári í fjárlögum ársins 2015. Fjármálaráðherra segir málið engu að síður í forgangi hjá ríkisstjórninni og um það ríki breið pólitísk samstaða. „Við höfum hinsvegar ekki í hyggju að taka lán og skuldsetja ríkissjóð þannig að á sama tíma verði hér hallarekstur á ríkissjóði til þess að forgangsraða fyrir þessu máli,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag.Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherraFormaður læknafélagsins segir orð Bjarna ekki koma sér á óvart. „Þetta eru auðvitað vonbrigði en þetta er í sama anda og hann hefur áður lýst að það verði ekki tekin lán fyrir þessu að óbreyttu. En þetta er það mikil fjárfesting að ég sé ekki fram á það á næstu allmörg árin að það verði til það miklir peningar aukalega í ríkisbúskapnum að það verði hægt að byrja og klára nýja spítala [án lántöku], þetta eru svo margir milljarðar, kannski 60 til 80 milljarðar,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. En bygging nýs spítala er ekki það eina sem þarf til að bæta heilbrigðiskerfið á Íslandi að mati Þorbjörns. Kjaramál lækna hafa einnig verið í brennidepli. Sex nýútskrifaðir íslenskir krabbameinslæknar, sem starfa erlendis, segja í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag að ef fram heldur sem horfir muni enginn krabbameinslæknir starfa á Íslandi árið 2020. „Það er bara ekki hægt að hugsa þá hugsun til enda. Við getum ekki sent alla sjúklinga til meðhöndlunar erlendis. Það eitt myndi nú sliga heilbrigðiskerfið.“Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags ÍslandsAðalfundur Læknafélagsins var haldinn í dag og þar tók heilbrigðisráðherra til máls.Hann sagði að áætlun um byggingu nýs spítala ætti að liggja fyrir innan tíðar. „Með samþykkt ályktunarinnar er ríkisstjórninni falið að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi og hefja framkvæmdir þegar fjármögnun hefur verið tryggð. Ég geri mér vonir um að tillögur um það hvernig best sé staðið að málum Landspítalans líti dagsins ljós á fyrri hluta komandi árs,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. Alþingi Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að bygging nýs spítala verði ekki fjármögnuð með lántökum á meðan staða ríkissjóðs sé jafnslæm og raun beri vitni. Formaður Læknafélags Íslands óttast að biðin eftir úrbótum í húsnæðismálum í heilbrigðiskerfinu auki enn á vandann, sem sé gífurlegur. Ekki er gert ráð fyrir því að ráðist verði í byggingu nýs spítala á næsta ári í fjárlögum ársins 2015. Fjármálaráðherra segir málið engu að síður í forgangi hjá ríkisstjórninni og um það ríki breið pólitísk samstaða. „Við höfum hinsvegar ekki í hyggju að taka lán og skuldsetja ríkissjóð þannig að á sama tíma verði hér hallarekstur á ríkissjóði til þess að forgangsraða fyrir þessu máli,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag.Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherraFormaður læknafélagsins segir orð Bjarna ekki koma sér á óvart. „Þetta eru auðvitað vonbrigði en þetta er í sama anda og hann hefur áður lýst að það verði ekki tekin lán fyrir þessu að óbreyttu. En þetta er það mikil fjárfesting að ég sé ekki fram á það á næstu allmörg árin að það verði til það miklir peningar aukalega í ríkisbúskapnum að það verði hægt að byrja og klára nýja spítala [án lántöku], þetta eru svo margir milljarðar, kannski 60 til 80 milljarðar,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. En bygging nýs spítala er ekki það eina sem þarf til að bæta heilbrigðiskerfið á Íslandi að mati Þorbjörns. Kjaramál lækna hafa einnig verið í brennidepli. Sex nýútskrifaðir íslenskir krabbameinslæknar, sem starfa erlendis, segja í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag að ef fram heldur sem horfir muni enginn krabbameinslæknir starfa á Íslandi árið 2020. „Það er bara ekki hægt að hugsa þá hugsun til enda. Við getum ekki sent alla sjúklinga til meðhöndlunar erlendis. Það eitt myndi nú sliga heilbrigðiskerfið.“Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags ÍslandsAðalfundur Læknafélagsins var haldinn í dag og þar tók heilbrigðisráðherra til máls.Hann sagði að áætlun um byggingu nýs spítala ætti að liggja fyrir innan tíðar. „Með samþykkt ályktunarinnar er ríkisstjórninni falið að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi og hefja framkvæmdir þegar fjármögnun hefur verið tryggð. Ég geri mér vonir um að tillögur um það hvernig best sé staðið að málum Landspítalans líti dagsins ljós á fyrri hluta komandi árs,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.
Alþingi Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira