Erlent

Fyrsta konan til að fljúga fyrir þjóð sína tók þátt í árásum í Sýrlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Mariam al-Mansouri, fyrsti kvenkyns flugmaður flughers Sameinuðu arabísku fursteveldanna.
Mariam al-Mansouri, fyrsti kvenkyns flugmaður flughers Sameinuðu arabísku fursteveldanna. Vísir/AP
Fyrsti kvenkyns flugmaður Sameinuðu arabísku furstaveldanna (SAF) tók þátt í loftárásum í Sýrlandi. Fjölmiðlar ytra hafa fjallað um Mariam al-Mansouri í dag og háttsettur embættismaður staðfesti þetta á Twitter í dag.

Hún flýgur F-16 orrustuþotu og tók þátt í loftárásum á Íslamska ríkið í Sýrlandi, en fimm Mið-Austurlandaþjóðir taka þátt í árásunum auk Bandaríkjanna.

Á vef Daily News segir að hún hafi verið ein af fyrstu konunum sem gengu til liðs við flugher SAF þegar konum fengu leyfi til þess árið 2008. Það hafi verið draumur hennar að fljúga orrustuþotu frá því í menntaskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×