Lífið

Vill ekkert af dramatísku myndbandi Óla Geirs vita

Jakob Bjarnar skrifar
Úr myndbandinu. Franz er óvænt, og honum reyndar mjög á móti skapi, orðinn aukaleikari í upprisumyndbandi Óla Geirs á YouTube.
Úr myndbandinu. Franz er óvænt, og honum reyndar mjög á móti skapi, orðinn aukaleikari í upprisumyndbandi Óla Geirs á YouTube.
Óli Geir, athafnamaður og plötusnúður úr Keflavík, hefur birt hádramatískt uppgjörsmyndband á YouTube, sem hann kallar „Ég gefst aldrei upp“. Sjá má Óla Geir gera ýmsar æfingar í lyftingasal og undir hljómar dramatísk tónlist og brot úr barátturæðum kvikmyndapersóna á borð við Rocky og svo ræða úr myndinni Any Given Sunday sem Al Pacino flytur af miklum krafti, auk annarra. Þá eru myndir af úrklippum úr fjölmiðlum, sem fjölluðu um miður vel heppnaða tónlistarhátíð sem Óli Geir stóð að í fyrra; Keflavik Music Festival, en vanefndir Óla Geirs og félaga urðu til þess að fjöldi tónlistarmanna, sem boðað hafði komu sína, afbókaði.

Myndbandið hefur fallið vel í kramið og nú þegar hafa um 15 þúsund manns séð myndbandið, sem ekki hefur verið nema rúma sólarhring inni á YouTube.

Franz Gunnarsson tónlistarmaður úr hljómsveitinni Ensími, gagnrýndi opinberlega hvernig staðið var að málum varðandi tónlistarhátíðina og í myndbandinu er mynd af honum og Óla Geir, úrklippa og verður ekki betur séð en þeir séu samherjar. Franz lýst ekki á blikuna. „Nei, hann er þarna í einhverri svakalegri ævingarútínu, virðist í bardaga uppá líf og dauða og það er eins og ég sé einhver samherji hans í þessu „actioni“. Svo er ekki,“ segir Franz. En, það var einmitt svo að þessi téða úrklippa byggði á klúðri Fréttablaðsins. (Sem svo var leiðrétt á Vísi.) „Þessi samsetta mynd voru mistök, ég tilgreindur sem Pálmi félagi hans líkt og ég hafi verið samstarfsaðili hans að þessari Keflavíkurhátíð,“ segir Franz og vil taka það skýrt fram að svo er ekki, heldur þvert á móti. Hann vandaði Óla Geir og félögum ekki kveðjurnar á sínum tíma, svo mjög að þeir töldu Franz ásamt fleirum standa á bak við aðför á hendur sér og hugðust sækja hann til saka vegna þess, en ekkert varð reyndar úr því.

„Miklar blammeringar um að þetta hafi verið samantekin ráð hjá mér og öðrum um að rústa þessari hátíð sem er alger vitfirring,“ segir Franz sem ætlar sér ekki að grípa til neinna aðgerða þó hann sé óvart aukaleikari í þessu upprisumyndbandi Óla Geirs.

„Neinei, maður gæti náttúrlega farið í að fá einhvern lögfræðing en maður nennir ekki að standa í því. Læt duga þessa yfirlýsingu, sem ég birti á Facebook duga og þá er það frágengið af minni hálfu.“


Tengdar fréttir

Steed Lord og Sísí Ey hætta líka við - Romero mun spila

Fleiri listamenn hafa bæst í hóp þeirra sem troða ekki upp á Keflavík Music Festival um helgina en hljómsveitirnar Steed Lord og Sísí Ey hafa báðar afboðað komu sína á hátíðina samkvæmt tilkynningum á Facebook-síðum bandanna.

Óli Geir og félagar biðjast afsökunar

Forsvarsmenn Keflavík Music Festival, þeir Óli Geir Jónsson og Pálmi Þór Erlingsson biðjast afsökunar á því sem fór úrskeiðis á hátíðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim félögum þar sem þeir þakka einnig góðar viðtökur gesta á hátíðinni.

Óli Geir ætlar að klára hátíðina með stæl

Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Keflavík Music Festival ætla að halda sínu striki þrátt fyrir mótlætið sem þeir hafa orðið fyrir. "Keflavik Music Festival ætlar að standa undir nafni, klára tónlistarhátíðina með stæl og bjóða uppá frábæra tónleika,“ segir í yfirlýsingu Óla Geirs og félaga.

Hyggjast gera upp Keflavik Music Festival

Umboðsmaður hljómsveitanna Skálmaldar og 1860 hefur þó enn ekkert heyrt frá forsvarsmönnum Keflavik Music Festival, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Lögreglan ánægð með Keflavík Music Festival

Gestir til fyrirmyndar á Keflavík Music Festival Tónlistarhátíðin Keflavík Music Festival hefur farið vel fram frá því hún hófst síðastliðinn fimmtudag samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

"Íslenskri tónlistarmenningu til skammar"

Hljómsveitin Skálmöld gaf frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði Keflavík Music Festival "fíaskó" og segir hátíðina jaðra við "glæpastarfsemi"

Gjaldþrot Óla Geirs yfir 70 milljónir

Ólafur Geir Jónsson, sem betur er þekktur sem Óli Geir, var fyrr á þessu ári úrskurðaður gjaldþrota en fram kemur í Lögbirtingablaðinu að lýstar kröfur í búið hafi numið 72,5 milljónum, en ekkert fékkst upp í kröfurnar.

Keflavík Music Festival í uppnámi

Tvær hljómsveitir af fjórum sem spila áttu í Tuborg-tjaldinu á Keflavík Musik Festival hættu við að koma fram. Ekkert verður af tónleikum Micha Moor, sem spila átti á hátíðinni í kvöld, þar sem hann fékk enga flugmiða. Erfiðasta nótt lífs míns, segir tónleikahaldarinn Óli Geir.

KK og Bubbi hætta einnig við KMF

Enn fækkar þeim listamönnum sem koma áttu fram á Keflavík Music Festival. KK og Bubbi Morthens hafa báðir afboðað komu sína.

"Við töpuðum öllu“

"Sannleikurinn er sá að hátíðin kom út í 30 miljónum í mínus. Við töpuðum eignum okkar, bifreiðum okkar, við töpuðum öllu,“ segir Ólafur Geir Jónsson, betur þekktur sem Óli Geir, í ítarlegum pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×