Erlent

Öryggisráð Frakklands kallað saman vegna aftöku

Atli Ísleifsson skrifar
Frakkar minntust leiðsögumannsins Herve Gourdel í gær.
Frakkar minntust leiðsögumannsins Herve Gourdel í gær. Vísir/AFP
Öryggisráð Frakklands hefur verið kallað saman og mun halda neyðarfund vegna aftökunnar á franska fjallaleiðsögumanninum Herve Gourdel í Alsír í gær.

Hryðjuverkahópurinn Jund al-Khilafa tók myndband af aftökunni og birti á netinu í gær.

Francois Hollande Frakklandsforseti hefur lýst aftökunni sem „grimmilegri og heigulslegri“.

Í frétt BBC kemur fram að varnarmálaráðherrann Jean-Yves Le Drian segi Frakka nú einnig íhuga að taka þátt í loftárásum gegn liðsmönnum IS í Sýrlandi, en Frakkar hafa þegar gert loftárásir á stöðvar IS í Írak.

Fyrir aftökuna höfðu liðsmenn Jund al-Khilafa gefið frönskum stjórnvöldum sólarhrings frest til að stöðva loftárásir sínar á liðsmenn IS í Írak, en Hollande og Manuel Valls forsætisráðherra höfnuðu báðir úrslitakostum samtakanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×