Vill að sérstakur saksóknari beri vitni um hleranir Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. september 2014 11:18 Hreiðar Már í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar ákæran á hendur honum var þingfest. Vísir/Pjetur Lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar hefur farið fram á að sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, verði kallaður til sem vitni í frávísunarkröfu vegna þess sem lögmaður Hreiðars Más telur vera ólöglegar hleranir. Hreiðar Már er einn þriggja ákærða í málinu, en auk hans eru þeir Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson ákærðir. Þeim er gefið að sök að hafa stundað umboðssvik árið 2008, við lánveitingar félaga á Bresku jómfrúareyjum, en lánin hljóðuðu upp á 510 milljónir evra, sem eru um 78 milljarða króna.Vitni í frávísunarkröfuKlukkan tíu í morgun átti málflutningur að fara fram í frávísunarkröfu Hreiðars Más. Lögmaður hans, Hörður Felix Harðarson, fór fram á að vitni yrði kölluð til frávísunarkröfunnar. Meðal þeirra sem hann vill kalla til sem vitni eru áðurnefndur sérstakur saksóknari auk tveggja annarra manna; Bjarna Ólafs Ólafssonar, starfsmanns hjá embættinu, og Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrum starfsmanns embættisins. Jón Óttar hefur tjáð sig opinberlega að lög hafi verið brotin við hleranir. Hörður Felix sagði fyrir dómi að hann vildi leiða fram sannleikann í málinu, um hvort að hlustað hefði verið á trúnaðarsamtöl og sagðist hafa lagt fram gögn máli sínu til stuðnings. Hann sagði að eingöngu yrði rætt um hleranirnar, ekki efnistök ákærunnar. Hörður Felix sagði að ekki væri tiltekið sérstaklega í lögum hvort að mætti kalla fram vitni í frávísunarkröfu og að slíkt ætti ekki að vera bannað.Saksóknari talaði um hlustanirTungutak saksóknara, Björns Þorvaldssonar, og lögmanns Hreiðars Más var ólíkt. Lögmaðurinn talaði um hleranir en saksóknari um hlustanir. Björn saksóknari taldi það ekki standast lög að vitni yrði leidd fram í frávísunarkröfunni og vísaði til Hæstaréttardóms máli sínu til stuðnings. Hann varpaði einnig fram þeirri spurningu af hverju allir starfsmenn embættisins væru ekki kallaðir til sem vitni í málinu, ef lögmaður Hreiðars Más ætlaði sér að fá fram allan sannleikann í málinu. „Engin lagaheimild heimilar vitnaleiðslur í frávísunarkröfu,“ sagði saksóknari orðrétt. Dómari tók kröfu lögmanns Hreiðars Más til úrskurðar og segist ætla að kveða hann upp „á næstunni“. Hann tiltók ekki nákvæma tímasetningu á úrskurðinum. Gert hafði verið ráð fyrir því að málflutningurinn tæki tvær klukkustundir, en vegna kröfunnar um að kalla til vitni í frávísunarkröfunni var ekki hægt að halda honum áfram í dag. Tengdar fréttir „Ég hef aldrei framið umboðssvik gegn Kaupþingi eða nokkrum öðrum“ Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, lýstu yfir sakleysi sínu vegna ásakanna um meiriháttar umboðssvik í morgun. 4. júlí 2014 09:57 Fór til sérstaks og heyrði sjálfan sig ræða við Hreiðar Má Hörður Felix Harðarson verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar kærði hleranir sérstaks saksóknara á símtölum milli sín og Hreiðars til ríkissaksóknara. Honum finnst ríkissaksóknari hafa afgreitt kæruna með léttvægum hætti. 7. júní 2014 13:39 „Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ „Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson við þingfestinguna í dag. 11. júní 2014 14:04 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar hefur farið fram á að sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, verði kallaður til sem vitni í frávísunarkröfu vegna þess sem lögmaður Hreiðars Más telur vera ólöglegar hleranir. Hreiðar Már er einn þriggja ákærða í málinu, en auk hans eru þeir Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson ákærðir. Þeim er gefið að sök að hafa stundað umboðssvik árið 2008, við lánveitingar félaga á Bresku jómfrúareyjum, en lánin hljóðuðu upp á 510 milljónir evra, sem eru um 78 milljarða króna.Vitni í frávísunarkröfuKlukkan tíu í morgun átti málflutningur að fara fram í frávísunarkröfu Hreiðars Más. Lögmaður hans, Hörður Felix Harðarson, fór fram á að vitni yrði kölluð til frávísunarkröfunnar. Meðal þeirra sem hann vill kalla til sem vitni eru áðurnefndur sérstakur saksóknari auk tveggja annarra manna; Bjarna Ólafs Ólafssonar, starfsmanns hjá embættinu, og Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrum starfsmanns embættisins. Jón Óttar hefur tjáð sig opinberlega að lög hafi verið brotin við hleranir. Hörður Felix sagði fyrir dómi að hann vildi leiða fram sannleikann í málinu, um hvort að hlustað hefði verið á trúnaðarsamtöl og sagðist hafa lagt fram gögn máli sínu til stuðnings. Hann sagði að eingöngu yrði rætt um hleranirnar, ekki efnistök ákærunnar. Hörður Felix sagði að ekki væri tiltekið sérstaklega í lögum hvort að mætti kalla fram vitni í frávísunarkröfu og að slíkt ætti ekki að vera bannað.Saksóknari talaði um hlustanirTungutak saksóknara, Björns Þorvaldssonar, og lögmanns Hreiðars Más var ólíkt. Lögmaðurinn talaði um hleranir en saksóknari um hlustanir. Björn saksóknari taldi það ekki standast lög að vitni yrði leidd fram í frávísunarkröfunni og vísaði til Hæstaréttardóms máli sínu til stuðnings. Hann varpaði einnig fram þeirri spurningu af hverju allir starfsmenn embættisins væru ekki kallaðir til sem vitni í málinu, ef lögmaður Hreiðars Más ætlaði sér að fá fram allan sannleikann í málinu. „Engin lagaheimild heimilar vitnaleiðslur í frávísunarkröfu,“ sagði saksóknari orðrétt. Dómari tók kröfu lögmanns Hreiðars Más til úrskurðar og segist ætla að kveða hann upp „á næstunni“. Hann tiltók ekki nákvæma tímasetningu á úrskurðinum. Gert hafði verið ráð fyrir því að málflutningurinn tæki tvær klukkustundir, en vegna kröfunnar um að kalla til vitni í frávísunarkröfunni var ekki hægt að halda honum áfram í dag.
Tengdar fréttir „Ég hef aldrei framið umboðssvik gegn Kaupþingi eða nokkrum öðrum“ Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, lýstu yfir sakleysi sínu vegna ásakanna um meiriháttar umboðssvik í morgun. 4. júlí 2014 09:57 Fór til sérstaks og heyrði sjálfan sig ræða við Hreiðar Má Hörður Felix Harðarson verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar kærði hleranir sérstaks saksóknara á símtölum milli sín og Hreiðars til ríkissaksóknara. Honum finnst ríkissaksóknari hafa afgreitt kæruna með léttvægum hætti. 7. júní 2014 13:39 „Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ „Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson við þingfestinguna í dag. 11. júní 2014 14:04 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Ég hef aldrei framið umboðssvik gegn Kaupþingi eða nokkrum öðrum“ Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, lýstu yfir sakleysi sínu vegna ásakanna um meiriháttar umboðssvik í morgun. 4. júlí 2014 09:57
Fór til sérstaks og heyrði sjálfan sig ræða við Hreiðar Má Hörður Felix Harðarson verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar kærði hleranir sérstaks saksóknara á símtölum milli sín og Hreiðars til ríkissaksóknara. Honum finnst ríkissaksóknari hafa afgreitt kæruna með léttvægum hætti. 7. júní 2014 13:39
„Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ „Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson við þingfestinguna í dag. 11. júní 2014 14:04