Lífið

Saumaði brúðarkjól fyrir minna en fjögur þúsund krónur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Reddit-notandinn alklkat ákvað að eyða engum tíma á meðan hann ferðaðist í strætó til og frá vinnu á hverjum morgni.

Alklkat ákvað að sauma brúðarkjólinn sinn í strætó og tók það alls fimm mánuði. Kjóllinn kostaði nánast ekki neitt.

„Kjóllinn var nánast ókeypis því ég eyddi ekki miklum pening í hann (minna en fjögur þúsund krónum fyrir allt efnið, inní því er einnig efni í undirkjólinn) og ég eyddi ekki miklum frítíma í hann. Ég gat ekki notað tímann í strætó í neitt annað hvort sem var. Það er líka hægt að þvo kjólinn í vél (ég er búin að þvo hann oft), hann krumpast ekki og þarf ekki sérmeðferð og ég ætla að klæðast honum aftur með undirkjól í öðruvísi litum og með slóðann öðruvísi,“ skrifar alklat á Reddit.

Myndband af því hvernig kjóllinn varð til má svo sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×