Umfjöllun og viðtöl: FH - Haukar 25-24 | Montrétturinn er FH-inga Henry Birgir Gunnarsson í Kaplakrika skrifar 25. september 2014 09:04 Vísir/Valli Það var hart barist í Hafnarfjarðarslagnum í kvöld en FH vann að lokum sanngjarnan sigur. Það hefur oft verið mætt betur á leik þessara liða en þeir sem þó mættu létu hraustlega í sér heyra. Fínasta stemning í kofanum þegar leikurinn hófst. FH-ingar voru sterkari strax frá upphafi. Gáfu tóninn með gríðarlega sterkum varnarleik og Haukarnir komust ekki á blað í leiknum fyrr en eftir fimm mínútur. Varnarleikur Hauka var einnig ágætur en það var ekki eftir að þeir höfðu tekið leikhlé sem þeir komust aftur inn í leikinn og náðu að jafna, 6-6. Þá tóku FH-ingar leikhlé og rétt eins og hjá Haukunum þá skilaði það sínu. Þeir tóku frumkvæðið í leiknum á ný og leiddu með þrem mörkum í leikhléi, 13-10. FH byrjaði síðari hálfleikinn vel og náði mest fjögurra marka forskoti, 15-11. Þá kom mikill kippur hjá Haukum. Þeir keyrðu upp hraðann og komust yfir í fyrsta skipti, 17-18, þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka. Það fór að hitna í kolunum á síðustu tíu mínútum leiksins. Þó fyrr hefði verið líka. Það er enginn Hafnarfjarðarslagur nema það sé smá hiti. Annað eru hrein og klár vörusvik. FH leiddi með tveim mörkum, 22-20, þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá forystu neituðu FH-ingar að gefa eftir. Hornamaðurinn Benedikt Reynir fór hamförum fyrir FH á lokakaflanum og hreinlega kláraði leikinn fyrir þá. Félagar hans opnuðu vel fyrir hann og Benni brást ekki. Haukar jöfnuðu reyndar leikinn í eitt mark á lokamínútunni en Ásbjörn skoraði skömmu síðar og sá til þess að montrétturinn er FH-inga. Í bili að minnsta kosti. Benedikt og Ásbjörn öflugastir í liði FH og tóku af skarið er á þurfti að halda. Ísak frábær í vörninni ásamt fleirum og liðið komst upp með slaka markvörslu. Einar Ólafur átti flotta innkomu í markið hjá Haukum en fín frammistaða hans dugði ekki til.Ásbjörn: Benni frábær í lokin "Leikirnir eru oft svona á milli FH og Hauka og mikið er það sætt þegar það fellur okkar megin," sagði Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, eftir eins marks sigur FH-inga á erkifjendum sínum í Haukum. "Þetta var mjög svipaður leikur og á móti Fram. Mér fannst þetta samt jafnvel heilsteyptara en á móti Fram. Við vorum þremur mörkum yfir í hálfleik en við náðum ekki upp sama varnarleik fyrstu 10 mínúturnar í síðari hálfleik og við vorum að spila í fyrri. Þá skora þeir sjö mörk á fyrstu tíu og þetta er fljótt að fara." Ásbjörn hrósaði félaga sínum í horninu, Benedikt Reyni, sérstaklega. "Benni (Benedikt Reynir Kristinsson) var frábær í lokin og við spiluðum skynsamlega síðustu 10-15 mínúturnar. Og það voru allir að spila vel, ekki bara þeir sem skora. Menn voru að draga menn til sín, losa boltann og við spiluðum þetta sem heild. Það skóp sigurinn," sagði Ásbjörn. FH er enn taplaust í deildinni en FH fær ÍR í heimsókn í næstu umferð. "Nú er það bara næsti leikur. Við förum í hann með eitthvað plan til að ná í tvö stig og það er bara vonandi að það gangi upp," sagði sigurreifur Ásbjörn að lokum.Árni: Ég tók heimskulegt skot Árni Steinn Steinþórsson var að vonum hundsvekktur með eins marks tap Hauka gegn FH. "Við mætum í raun ekki til leiks fyrr en í seinni hálfleik. Í fyrri hálfleik erum við staðir og látum þá þrýsta okkur lengst út á völl. En seinni hálfleikur var í sjálfu sér fínn og þetta hefði getað dottið hvoru megin sem var. En við getum miklu betur." Haukar komi öflugir til leiks í síðasti hálfleik en að lokum voru það FH-ingar sem sigu fram úr og höfðu sigur að lokum. "Við vorum klaufar. Ég tók t.d. heimskulegt skot á mikilvægu augnabliki sem var bara kæruleysi og reynsluleysi í svona jöfnum leik." Haukar eru búnir að tapa tveimur af fyrstu þremur leikjum liðsins á tímabilinu, eitthvað sem deildarmeistararnir lögðu klárlega ekki upp með í upphafi móts. "Ömurlegt að vera með tvö stig eftir þrjá leiki. Við erum búnir að tapa tveimur með einu marki og vinna einn með einu. Við eigum svo mikið inni og maður er alveg ótrúlega svekktur með þetta," sagði Árni að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Chelsea | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Fleiri fréttir Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Sjá meira
Það var hart barist í Hafnarfjarðarslagnum í kvöld en FH vann að lokum sanngjarnan sigur. Það hefur oft verið mætt betur á leik þessara liða en þeir sem þó mættu létu hraustlega í sér heyra. Fínasta stemning í kofanum þegar leikurinn hófst. FH-ingar voru sterkari strax frá upphafi. Gáfu tóninn með gríðarlega sterkum varnarleik og Haukarnir komust ekki á blað í leiknum fyrr en eftir fimm mínútur. Varnarleikur Hauka var einnig ágætur en það var ekki eftir að þeir höfðu tekið leikhlé sem þeir komust aftur inn í leikinn og náðu að jafna, 6-6. Þá tóku FH-ingar leikhlé og rétt eins og hjá Haukunum þá skilaði það sínu. Þeir tóku frumkvæðið í leiknum á ný og leiddu með þrem mörkum í leikhléi, 13-10. FH byrjaði síðari hálfleikinn vel og náði mest fjögurra marka forskoti, 15-11. Þá kom mikill kippur hjá Haukum. Þeir keyrðu upp hraðann og komust yfir í fyrsta skipti, 17-18, þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka. Það fór að hitna í kolunum á síðustu tíu mínútum leiksins. Þó fyrr hefði verið líka. Það er enginn Hafnarfjarðarslagur nema það sé smá hiti. Annað eru hrein og klár vörusvik. FH leiddi með tveim mörkum, 22-20, þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá forystu neituðu FH-ingar að gefa eftir. Hornamaðurinn Benedikt Reynir fór hamförum fyrir FH á lokakaflanum og hreinlega kláraði leikinn fyrir þá. Félagar hans opnuðu vel fyrir hann og Benni brást ekki. Haukar jöfnuðu reyndar leikinn í eitt mark á lokamínútunni en Ásbjörn skoraði skömmu síðar og sá til þess að montrétturinn er FH-inga. Í bili að minnsta kosti. Benedikt og Ásbjörn öflugastir í liði FH og tóku af skarið er á þurfti að halda. Ísak frábær í vörninni ásamt fleirum og liðið komst upp með slaka markvörslu. Einar Ólafur átti flotta innkomu í markið hjá Haukum en fín frammistaða hans dugði ekki til.Ásbjörn: Benni frábær í lokin "Leikirnir eru oft svona á milli FH og Hauka og mikið er það sætt þegar það fellur okkar megin," sagði Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, eftir eins marks sigur FH-inga á erkifjendum sínum í Haukum. "Þetta var mjög svipaður leikur og á móti Fram. Mér fannst þetta samt jafnvel heilsteyptara en á móti Fram. Við vorum þremur mörkum yfir í hálfleik en við náðum ekki upp sama varnarleik fyrstu 10 mínúturnar í síðari hálfleik og við vorum að spila í fyrri. Þá skora þeir sjö mörk á fyrstu tíu og þetta er fljótt að fara." Ásbjörn hrósaði félaga sínum í horninu, Benedikt Reyni, sérstaklega. "Benni (Benedikt Reynir Kristinsson) var frábær í lokin og við spiluðum skynsamlega síðustu 10-15 mínúturnar. Og það voru allir að spila vel, ekki bara þeir sem skora. Menn voru að draga menn til sín, losa boltann og við spiluðum þetta sem heild. Það skóp sigurinn," sagði Ásbjörn. FH er enn taplaust í deildinni en FH fær ÍR í heimsókn í næstu umferð. "Nú er það bara næsti leikur. Við förum í hann með eitthvað plan til að ná í tvö stig og það er bara vonandi að það gangi upp," sagði sigurreifur Ásbjörn að lokum.Árni: Ég tók heimskulegt skot Árni Steinn Steinþórsson var að vonum hundsvekktur með eins marks tap Hauka gegn FH. "Við mætum í raun ekki til leiks fyrr en í seinni hálfleik. Í fyrri hálfleik erum við staðir og látum þá þrýsta okkur lengst út á völl. En seinni hálfleikur var í sjálfu sér fínn og þetta hefði getað dottið hvoru megin sem var. En við getum miklu betur." Haukar komi öflugir til leiks í síðasti hálfleik en að lokum voru það FH-ingar sem sigu fram úr og höfðu sigur að lokum. "Við vorum klaufar. Ég tók t.d. heimskulegt skot á mikilvægu augnabliki sem var bara kæruleysi og reynsluleysi í svona jöfnum leik." Haukar eru búnir að tapa tveimur af fyrstu þremur leikjum liðsins á tímabilinu, eitthvað sem deildarmeistararnir lögðu klárlega ekki upp með í upphafi móts. "Ömurlegt að vera með tvö stig eftir þrjá leiki. Við erum búnir að tapa tveimur með einu marki og vinna einn með einu. Við eigum svo mikið inni og maður er alveg ótrúlega svekktur með þetta," sagði Árni að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Chelsea | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Fleiri fréttir Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Sjá meira