Varð af 60 milljónum vegna rigningar Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. september 2014 09:45 Phil Hughes á alveg fyrir salti í grautinn. vísir/getty Phil Hughes, kastari hafnaboltaliðs Minnesota Twins í bandarísku MLB-deildinni, varð af 60 milljónum króna í gærkvöldi þegar það byrjaði að rigna undir lok leiks liðsins gegn Arizona Diamondbacks. Hughes, sem gekk í raðir Minnesota frá stórveldinu New York Yankees fyrir tímabilið, var búinn að kasta í 201,2 lotum á tímabilinu, en hann átti að fá 500.000 dala bónus (60 milljónir króna) ef hann næði 210 lotum sem þykir mjög mikið fyrir kastara í MLB-deildinni. Hann þurfti því bara að kasta í átta lotum og ná einum manni út í þeirri níundu til að fá bónusinn. Hughes kastaði vissulega í átta lotur, en þá byrjaði að rigna og var hlé gert á leiknum. Þegar leikurinn hélt svo áfram fékk Hughes ekki að halda áfram. Kastarar í MLB-deildinni spila bara á fimm daga fresti (hvert lið spilar sex leiki á viku) en aðeins eru fjórir dagar eftir af tímabilinu. Hughes er því í raun kominn í vetrarfrí því Minnesota er ekki nálægt því að komast í úrslitakeppnina.Ron Gardenhire, þjálfari Twins-liðsins, sagði eftir leikinn að Hughes muni ekki koma inn á sem varamaður um helgina til að ná þessum eina manni úr leik sem hann vantar til að fá bónusinn. „Ég vissi alveg að svo færi. Sumir hlutir eiga bara ekki að gerast,“ sagði Phil Hughes eftir leikinn. Þó Hughes finnist rigningin vafalítið ekki góð þessa dagana þá þarf enginn að vorkenna honum. Hann gerði þriggja ára samning við Minnesota í nóvember í fyrra sem skila honum 24 milljónum dala. Þá er hann búinn að fá tvo bónusa á tímabilinu upp á 250.000 dali hvorn eða í heildina 60 milljónir króna aukalega fyrir að ná að kasta fyrst í 180 lotum og svo 195 lotum. Besti árangur hans áður var 191,1 lota tímabilið 2012. Íþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Sjá meira
Phil Hughes, kastari hafnaboltaliðs Minnesota Twins í bandarísku MLB-deildinni, varð af 60 milljónum króna í gærkvöldi þegar það byrjaði að rigna undir lok leiks liðsins gegn Arizona Diamondbacks. Hughes, sem gekk í raðir Minnesota frá stórveldinu New York Yankees fyrir tímabilið, var búinn að kasta í 201,2 lotum á tímabilinu, en hann átti að fá 500.000 dala bónus (60 milljónir króna) ef hann næði 210 lotum sem þykir mjög mikið fyrir kastara í MLB-deildinni. Hann þurfti því bara að kasta í átta lotum og ná einum manni út í þeirri níundu til að fá bónusinn. Hughes kastaði vissulega í átta lotur, en þá byrjaði að rigna og var hlé gert á leiknum. Þegar leikurinn hélt svo áfram fékk Hughes ekki að halda áfram. Kastarar í MLB-deildinni spila bara á fimm daga fresti (hvert lið spilar sex leiki á viku) en aðeins eru fjórir dagar eftir af tímabilinu. Hughes er því í raun kominn í vetrarfrí því Minnesota er ekki nálægt því að komast í úrslitakeppnina.Ron Gardenhire, þjálfari Twins-liðsins, sagði eftir leikinn að Hughes muni ekki koma inn á sem varamaður um helgina til að ná þessum eina manni úr leik sem hann vantar til að fá bónusinn. „Ég vissi alveg að svo færi. Sumir hlutir eiga bara ekki að gerast,“ sagði Phil Hughes eftir leikinn. Þó Hughes finnist rigningin vafalítið ekki góð þessa dagana þá þarf enginn að vorkenna honum. Hann gerði þriggja ára samning við Minnesota í nóvember í fyrra sem skila honum 24 milljónum dala. Þá er hann búinn að fá tvo bónusa á tímabilinu upp á 250.000 dali hvorn eða í heildina 60 milljónir króna aukalega fyrir að ná að kasta fyrst í 180 lotum og svo 195 lotum. Besti árangur hans áður var 191,1 lota tímabilið 2012.
Íþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Sjá meira