Innlent

Brotist inn í Apótek

Vísir/Hari
Brotist var inn í Apótek í Hafnarfirði í nótt. Þjófurinn braut sér leið í gegnum glerhurð og fór inn í Apótekið þar sem hann stal lyfjum í ókunnu magni. Málið er í rannsókn að sögn lögreglu. Þá var brotist inn í ónefnt fyrirtækið í Kópavogi þaðan sem stolið var fartölvu og fatnaði.

Á fjórða tímanum í nótt var síðan tilkynnt um mann í Grafarvogi sem sást vera að fara í bifreiðar og stela. Maðurinn handtekinn og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.

Eigandi sendibifreiðar sem var að dreifa dagblöðum í nótt lenti í því á Hverfisgötu að bifreiðinni var stolið meðan hann var að taka blaðabunka úr bifreiðinni. Bíllinn fannst skömmu síðar og var grunaður maður handtekinn þar nærri með muni úr honum .

Hinn grunaði var færður á lögreglustöð og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×