Innlent

Vatn flæddi inn í jeppling sem sat fastur í Steinholtsá

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá Steinholtsá en myndin tengist ekki fréttinni.
Hér má sjá Steinholtsá en myndin tengist ekki fréttinni. mynd/lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.
Björgunarsveitir úr Landeyjum og Hvolsvelli voru nú á sjöunda tímanum kallaðar að Steinholtsá á Þórsmerkurleið vegna jepplings sem festist þegar ökumaður hans reyndi að þvera ánna.

Þrjár konur, allar erlendir ferðalangar, voru í bílnum og hringdu þær eftir aðstoð þegar vatn tók að flæða inn í bílinn.

Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að konurnar séu núna komnar á þurrt og dráttarvél úr Húsadal sem og björgunarmenn vinna nú að því að ná bifreiðinni upp úr ánni.

Þar segir einnig að öllu jöfnu ættu slíkir jepplingar að komast yfir Steinholtsá en líklega eru einhverjir vatnavextir séu í henni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×