Lífið

Sjálfstætt Fólk: Edda Magnason

Jón Ársæll skrifar
Enn einn ganginn er hinn margverðlaunaði þáttur Sjálfstætt fólk að fara í loftið næstkomandi sunnudagskvöld en þátturinn er einn sá langlífasti í íslensku sjónvarpi.

Í fyrsta þættinum er tekið hús á leikkonunni og söngkonunni Eddu Magnason í Stokkhólmi sem var kjörin besta leikkona Svía fyrir stjörnuleik sinni í kvikmyndinni Monika Z sem farið hefur sigurför um heiminn. 

Edda er hálf íslensk og vann í fiski fyrir austan þegar hún átti heima á Íslandi.

Í þættinum er Eddu fylgt eftir þar ytra og farið á tónleika, sem hún hélt í miðborg Stokkhólms þar sem voru mættir þúsundir áhorfenda og mikill fjöldi Íslendinga á staðnum. 

Frábær þáttur um frábæra konu sem er að slá í gegn úti í hinum stóra heimi.

Edda Magnason, leikkona

Tengdar fréttir

Byrjuðu á hjónabandserjum

Hin sænsk-íslenska söngkona Edda Magnason og hinn íslenski leikari Sverrir Guðnason sem býr og starfar í Svíþjóð eru stödd á landinu vegna frumsýningar myndarinnar Monica Z.

Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna

Sænsk-íslenska leikkonan Edda Magnason hreppti í kvöld sænsku Gullbjölluna fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Monica Z. Íslendingurinn Sverrir Guðnason hlaut einnig verðlaun fyrir leik í sömu mynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×