Lífið

RIFF hefst á morgun

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Forsvarsmenn RIFF-hátíðarinnar.
Forsvarsmenn RIFF-hátíðarinnar. Fréttablaðið/Pjetur
RIFF, alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefst á morgun með pompi og prakti.

Opnunarhátíð RIFF verður haldin í Háskólabíó klukkan 20:00 þar sem opnunarmynd hátíðarinnar, íslensk/bandaríska kvikmyndin Land Ho! eða Land fyrir stafni verður sýnd.

Þá mun hin árlega „gusa“ fara fram en hún er eins konar skilaboð kvikmyndaiðnaðarins til ríkjandi stjórnvalda. Kvikmyndagerðarkonan Ása Hjörleifsdóttir sér um liðinn í ár.

Yfir hundrað myndir eru í boði á hátíðinni ár ásamt fjölda sérviðburða. Á föstudaginn verður til dæmis bílabíó á annarri hæð bílaplansins við Smáralind, þar sem grínmyndin sígilda Dumb & Dumber verður sýnd.  

Einnig mun kvikmyndaleikstjórinn Ólafur De Fleur Jóhannesson sitja fyrir svörum í Stúdentakjallaranum og sýna brot úr kvikmyndum í leikstjórn hans, meðal annars úr Borgríki 2 sem verður frumsýnd um miðjan október.

Hægt er að nálgast dagskrá hátíðarinnar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×