Lífið

"Eins og að undirbúa eigin dauða“

Edda Sif Pálsdóttir skrifar
Jóna Hrönn Bolladóttir tók við prestsembætti í Garðaprestakalli árið 2005 og hefur síðan unnið hug og hjörtu Garðbæinga sem og annarra með góðri nærveru og skemmtilegum persónuleika. 

Jóna er prestsdóttir auk þess sem hún er gift presti, tvö af fimm systkinum hennar eru prestar og eitt þriggja barna er sem stendur í guðfræði. 

Í fyrra varð Bjarni Karlsson, maður Jónu, fimmtugur og hún sjálf í ár. „Þegar maður verður fimmtugur fer maður í gegn um mjög margt. Þetta er eins og í leikhléi í fótbolta, fyrri hálfleikur er búinn og þú ferð yfir stöðuna,“ segir Jóna. 

Hjónin fengu þá leyfi frá störfum, seldu húsið og bílana, hreinsuðu til í lífi sínu og héldu til Bandaríkjanna. „Það var mikið átak að kveðja alla, ég hef aldrei grátið eins mikið og í fyrrasumar,“ segir Jóna og heldur áfram: „Ég sagði við manninn minn þegar við settumst upp í flugvélina í lok ágúst í fyrra að þetta hefði verið eins og að undirbúa sinn eigin dauða. Svona hefðum við gert þetta ef við hefðum haft jafnvægi og ró til þess.“

Rætt var við Jónu Hrönn í Íslandi í dag. Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×