Hraunið myndi þekja bróðurpart Reykjavíkur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. september 2014 15:00 Hraunið myndi þekja bróðurpart Reykjavíkur. Skyggði hlutinn er um 45,1 ferkílómetrar. Hraunflákinn frá Holuhrauni heldur áfram að stækka og þekur hraunið nú um 40-45 ferkílómetra. Rúmmálið er metið á um 500 milljón rúmmetra og er gosið eitt það víðáttumesta sem runnið hefur á Íslandi miðað við stuttan gostíma. Til samanburðar má nefna Mývatn sem er 37 ferkílómetrar að flatarmáli. „Þetta er kröftugasta gos sem við höfum séð á þessum mæli nútíma sem við lifum á,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur. „Ef við lítum á hraunið í Heklu árið 1947, það fór upp í 800 milljón rúmmetra. En það tók Heklu tæplega tvö ár að gera það. Þetta eldgos er bara búið að vara í þrjár vikur og komið upp í 500 milljón rúmmetra.,“ segir Ármann og heldur áfram. „Til að bera saman svona stórt hraun, að því er við vitum, var gosið í Laka árið 1783. Svo er líklegt að krafturinn hafi verið svipaður í Tröllahrauni 1862-1864.“Svona var staðan 8.september. Þá var flatarmál hraunsins 18,6 ferkílómetrar og svarar til þess svæðis Reykjavíkur sem er vestan Ártúnsbrekku líkt og sjá má á myndinni að ofan.Ekkert lát á gosinu Engin merki sjást um að eldgosið sé í rénum og heldur það áfram með sama hætti og síðustu daga. Hraunflákinn heldur áfram að stækka og hefur ekkert dregið úr framleiðslunni. Samkvæmt nýjustu mælingum er hraunið ekki farið yfir veginn en munar það einungis tæpum 200 metrum að það fari inn að Vaðöldu. Þá heldur sig í öskju Bárðarbungu áfram á svipuðum hraða og verið hefur en sigið nemur nú 27 til 28 metrum frá upphafi umbrotanna. Skjálftahrina er jafnframt með svipuð móti en átta skjálftar hafa mælst frá hádegi í gær. Sá stærsti 5,2 að stærð klukkan rúmlega átta í morgun.Loftgæði í dag Í dag er búist við sunnan og suðsuðaustanátt og að mengunin berist til norðurs, frá Flateyrarskaga í vestri, til Öxarfjarðar í austri. Vindur snýst í suðsuðvestanátt í kvöld og færist áhrifasvæðið þá dálítið til vesturs. Bárðarbunga Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Hraunflákinn frá Holuhrauni heldur áfram að stækka og þekur hraunið nú um 40-45 ferkílómetra. Rúmmálið er metið á um 500 milljón rúmmetra og er gosið eitt það víðáttumesta sem runnið hefur á Íslandi miðað við stuttan gostíma. Til samanburðar má nefna Mývatn sem er 37 ferkílómetrar að flatarmáli. „Þetta er kröftugasta gos sem við höfum séð á þessum mæli nútíma sem við lifum á,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur. „Ef við lítum á hraunið í Heklu árið 1947, það fór upp í 800 milljón rúmmetra. En það tók Heklu tæplega tvö ár að gera það. Þetta eldgos er bara búið að vara í þrjár vikur og komið upp í 500 milljón rúmmetra.,“ segir Ármann og heldur áfram. „Til að bera saman svona stórt hraun, að því er við vitum, var gosið í Laka árið 1783. Svo er líklegt að krafturinn hafi verið svipaður í Tröllahrauni 1862-1864.“Svona var staðan 8.september. Þá var flatarmál hraunsins 18,6 ferkílómetrar og svarar til þess svæðis Reykjavíkur sem er vestan Ártúnsbrekku líkt og sjá má á myndinni að ofan.Ekkert lát á gosinu Engin merki sjást um að eldgosið sé í rénum og heldur það áfram með sama hætti og síðustu daga. Hraunflákinn heldur áfram að stækka og hefur ekkert dregið úr framleiðslunni. Samkvæmt nýjustu mælingum er hraunið ekki farið yfir veginn en munar það einungis tæpum 200 metrum að það fari inn að Vaðöldu. Þá heldur sig í öskju Bárðarbungu áfram á svipuðum hraða og verið hefur en sigið nemur nú 27 til 28 metrum frá upphafi umbrotanna. Skjálftahrina er jafnframt með svipuð móti en átta skjálftar hafa mælst frá hádegi í gær. Sá stærsti 5,2 að stærð klukkan rúmlega átta í morgun.Loftgæði í dag Í dag er búist við sunnan og suðsuðaustanátt og að mengunin berist til norðurs, frá Flateyrarskaga í vestri, til Öxarfjarðar í austri. Vindur snýst í suðsuðvestanátt í kvöld og færist áhrifasvæðið þá dálítið til vesturs.
Bárðarbunga Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira